Félagið Víðarr ehf. fékk nýverið leyfi Orkustofnunar til fimm ára til leitar og rannsókna á málmum á svæði í og við Vatnsdalsfjall og Svínadalsfjall í Húnabyggð. Við rannsóknirnar verður lögð áhersla á að leita gulls, kopars, sinks, blýs, silfurs og annarra góðmálma. Aðstandendur félagsins, sem flestir eru útlendingar, segjast hafa langa reynslu af leit og vinnslu málma, meðal annars á Grænlandi og í Ástralíu. Samkvæmt áætlun þeirra mun leit og rannsóknir fela í sér jarðfræðikortlagningu, sýnatöku með hamri, jarðeðlisfræðilegar rannsóknir, grunnrannsóknir á umhverfisþáttum og kjarnaboranir. Það eru ekki síst síðastnefndu aðferðirnar sem vöktu spurningar landeigenda og fagstofnana sem gáfu umsagnir um leyfisumsóknina. Boranirnar munu fara fram með bor sem verður festur aftan á vörubíl eða flogið með þyrlu, að sögn framkvæmdaaðila. Borað verður djúpt, en þó líklega ekki meira en 250 metra. „Í versta falli gæti þurft að koma upp takmörkuðum aðgangsbrautum ef þær eru ekki þegar til staðar eða …
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.
Fá leyfi til að leita gulls og annarra gersema í Vatnsdal
Orkustofnun hefur gefið félaginu Víðarr ehf. rannsóknarleyfi til leitar að gulli, kopar, blýi, silfri og öðrum málmum á svæði milli Vatnsdals og Svínadals í Húnabyggð. Landeigendur voru ósáttir við áformin og breytti félagið í kjölfarið leitarsvæðinu.
Mest lesið
1
Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi
Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalista, segir mestu ógn Íslendinga vera að styðja Úkraínumenn gegn innrás Rússa og fullyrðir að „vel mætti enda stríðið“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir brást illa við hugmyndum hans.
2
Síðasta tilraun Ingu Sæland
Flokkur fólksins var stofnaður til að útrýma fátækt á Íslandi, sem Inga Sæland, formaður flokksins, þekkir af eigin raun. Hún boðar nýtt húsnæðiskerfi með fyrirsjáanleika og niðurskurð í öllu því sem heita aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Grænasta land í heimi eigi að nota peningana í heilbrigðiskerfi og aðra innviði sem standi á brauðfótum.
3
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að það sé „ófrávíkjanleg krafa“ flokksins að Reykjavíkurflugvöllur verði á sínum stað þar til nýr flugvallarkostur fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúinn. Með auknu fylgi Samfylkingar á landsbyggðinni og raunar um allt land hafa viðhorfin meðal stuðningsmanna flokksins til framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar breyst töluvert.
4
Einar Már Jónsson
„Ég geri ekkert nema fyrir peninga“
„Velferðarþjóðfélag í anda sósíalisma var mikilvægt augnablik í sögu Vesturlanda, en það augnablik er liðið,“ segir Einar Már Jónsson sem skrifar frá Frakklandi. „Þessi þróun er svo hliðstæð á Íslandi og í Frakklandi að ef ekki væru sérnöfn í fréttunum gæti maður illa áttað sig á því hvaðan úr landi þær koma.“
5
Sif Sigmarsdóttir
Lýðræðið er ekki Nammiland í Hagkaup
Ef við, sem segjumst boðberar frjálslynds lýðræðis, freistumst til að hunsa niðurstöðu kosninga erum við ekki í stöðu til að berjast gegn valdaráni Trumps, skrifar Sif Sigmarsdóttir.
6
Sjálfstæðisflokkur næst stærstur hjá Gallup
Nýr þjóðarpúls frá Gallup sem byggir á svörum sem safnað var 1.-14. nóvember sýnir Sjálfstæðisflokkinn stærri en bæði Viðreisn og Miðflokk. Fylgi flokksins dalar þó frá síðustu mælingu Gallup. Sósíalistaflokkurinn mælist stærri en Framsókn.
Mest lesið í vikunni
1
Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
Sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar þingmanns fullyrðir í upptökum sem teknar voru af manni sem sagðist vera fjárfestir að Jón hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón komist í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Það verði arfleifð Jóns að tryggja Kristjáni Loftssyni nánum vini sínum leyfið. Það sé hins vegar eitthvað sem eigi að fara leynt.
2
„Hann sagðist ekki geta meir“
„Ég gat ekki bjargað barnabarninu mínu. En ef það verður til þess að ég geti kannski bjargað einhverjum, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okkar,“ segir Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi. Sonarsonur hennar, Patrekur Jóhann Kjartansson Eberl, fannst látinn miðvikudaginn 12. maí 2021, aðeins fimmtán ára gamall. Hann hafði svipt sig lífi.
3
Þórdís Kolbrún afskrifaði Gunnar Smára á opnum fundi
Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalista, segir mestu ógn Íslendinga vera að styðja Úkraínumenn gegn innrás Rússa og fullyrðir að „vel mætti enda stríðið“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir brást illa við hugmyndum hans.
4
Bjarni bað um útilokun Jóns daginn sem upptökunni var dreift
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra beindi því til ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytis að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu umsókna Hvals um nýtt veiðileyfi sama dag og leyniupptökur sem lýsa samkomulagi þeirra fóru í dreifingu.
5
Ný frétt: Slapp Hitler lifandi?
Á sínum tíma las Illugi Jökulsson með mestu athygli fréttir um að nýbirt skjöl FBI gæfu til kynna að foringi þýskra nasista, Adolf Hitler, hefði komist undan til Argentínu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slíkar fréttir bárust.
6
Brim hf. keypt fimm jarðir til kolefnisbindingar
Um 9.000 hektara lands í Vopnafjarðarhreppi eru við það að komast í eigu sjávarútvegsfyrirtækis sem áformar mikla skógrækt til að kolefnisjafna starfsemi sína. Umhverfisstofnun hefur gagnrýnt framkvæmdaáform Yggdrasils Carbon á einni jörðinni.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
Sonur og viðskiptafélagi Jóns Gunnarssonar þingmanns fullyrðir í upptökum sem teknar voru af manni sem sagðist vera fjárfestir að Jón hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón komist í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Það verði arfleifð Jóns að tryggja Kristjáni Loftssyni nánum vini sínum leyfið. Það sé hins vegar eitthvað sem eigi að fara leynt.
2
Missti son sinn í eldsvoða á Stuðlum
Jón K. Jacobsen, faðir 17 ára drengs sem lést í eldsvoða á Stuðlum síðastliðinn laugardag, segist hafa barist árum saman við kerfið til að halda syni sínum á lífi. „Núna berst ég við kerfið til að halda minningu hans á lofti.“
3
Dofri dæmdur fyrir tálmun
Dofri Hermannsson, stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti, hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haldið dóttur sinni frá móður hennar.
4
Grunaði að það ætti að reka hana
Vigdís Häsler var rekin úr starfi framkvæmdastjóra Bændasamtakanna eftir að nýr formaður tók þar við fyrr á árinu. Hún segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að koma honum að. Vigdís ræðir brottreksturinn og rasísk ummæli sem formaður Framsóknarflokksins hafði um hana. Orðin hafi átt að smætta og brjóta hana niður. Hún segist aldrei munu líta Sigurð Inga Jóhannsson sömu augum eftir það.
5
Ósmekklegt bréf frá eiganda sem áreitti hana
Sigríður Lárusdóttir er ein fjölmargra kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Eftir að hún kvartaði undan framkomu yfirmanns í garð starfsfólks var henni sagt upp og segir hún að sá sem hafði áreitt hana hafi skrifað henni ósmekklegt bréf með rökstuðningi fyrir uppsögninni.
6
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
Fyrrverandi eiginkona Sigurðar Gísla Björnssonar í Sæmarki sér fram á að missa fasteign sína upp í skattaskuld hans, eftir úrskurð Hæstaréttar í síðustu viku. Hjónabandinu lauk fyrir rúmum áratug og fjögur ár voru liðin frá skilnaði þeirra þegar Sæmarks-málið, sem snýr að umfangsmiklum skattsvikum Sigurðar, komst upp.
Athugasemdir