Einn af hluthöfum einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar, Aðalsteinn Arnarson, hefur verið með tekjur upp á tæplega 900 milljónir til rúmlega einn milljarð króna síðastliðin tvö ár. Þetta eru tekjur vegna efnaskiptaaðgerða, aðgerðum eins og magaermum og hjáveituaðgerðum, sem Aðalsteinn er sérfræðingur í. Tekjurnar eru byggðar á greiðslum einstaklinga sem fara í slíkar aðgerðir hjá Aðalsteini en þær kosta á milli 1250 og 1350 samkvæmt verðskrá Klíníkurinnar. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Aðalsteins sem heitir Pegá ehf. Félagið er stærsti einstaki hluthafi Klíníkurinnar með rúmlega 15 prósenta hlut.
Fjallað er um þetta fyrirtæki Aðalsteins í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar þar sem rætt er um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi í tíð Willums Þórs Þórssonar í heilbrigðisráðuneytinu. Hann hefur látið byrja að gera aðgerðir eins og liðskipti með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands hjá einkafyrirtækjum og hefur gefið út að fleiri aðgerðaform verði einkavædd með …
Látið er að því liggja að einkavæðingin hafi þann tilgang að létta á opinbera kerfinu. Sannleikurinn er hins vegar sá að sjúkrahúsin eru fjársvelt til að opna leið fyrir einkavæðingu. Þetta mun veikja sjúkrahúsin enn frekar og hafa í för með sér gífurlega kostnaðaraukningu sem almenningur þarf að standa undir eins og reynslan erlendis sýnir.
Þessa þróun verður að stöðva