Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári

Á fundi sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi héldu ný­ver­ið í Hörpu fór Kristján Lofts­son hörð­um orð­um um reglu­gerð sem bann­ar notk­un á svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi. Hann sagði reglu­gerð­ina vera bruðl.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári
Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? Ummæli Kristjáns Loftssonar féllu á lokafundi hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um landið. Mynd: SFS

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals Hf., segir reglugerð sem setur eldsneytisnotkun innan íslenskrar landhelgi skorður vera mikið bruðl. Umrædd reglugerð, sem tók gildi 1. janúar 2020 kveður á um að leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi megi ekki vera hærra en 0.1 prósent. Leyfilegt innihald var áður 3,5 prósent. 

Samkvæmt útreikningum Kristjáns kostar þessi reglugerð skipaflota landsins fimm til sex milljarð króna á ári. Þessi útgjöld mætti spara ef íslensk stjórnvöld myndu breyta reglugerðinni og gefa leyfi fyrir notkun á eldsneyti með 0,5 prósent brennisteinsinnihaldi, eins og reglur IMO (International Maritime Organisation) kveða á um. 

Ummæli Kristjáns féllu á fundi sem haldin var á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í Hörpu þann 10. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða síðasta viðburðinn í fundarröð sem SFS stóð að og átti viðkomustaði víða um land. Yfirskrift fundarraðarinnar var „hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig.“ Upptaka af fundinum birtist fyrir skömmu á Youtube-rás SFS. 

Fundarstjóri var Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins. Ræðumenn voru Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Konráð S. Guðjónsson, þá starfandi sem aðalhagfræðingur Arion banka sem sinnir nú starfi aðstoðarmanns fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi. 

„Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð.“
Kristján Loftsson
Á fundi SFS 10. nóvember 2023.

Farið var um víðan völl í ræðunum sem haldnar voru á fundinum, en í lokalið fundarins var opnað fyrir spurningar úr sal. Þar voru ræðumenn spurðir út í mörg ólík mál, allt frá ábyrgð sjávarútvegsins í byggðaþróunarmálum, útflutning á óunnum fiski og erfiðum kjaraviðræðum SFS við VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna

Innlegg Kristjáns Loftssonar var sett fram undir þeim og upp úr þeim sköpuðust umræðurnar í kringum athugasemd hans. Í þeim má til að mynda heyra áheyrendur í sal velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sem hlytist af því að breyta núverandi reglugerð mætti nota til að greiða úr kjaradeilunni á milli SFS og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem uppskar hlátur viðstaddra. Sömuleiðis má heyra Kristján Loftsson kalla: „Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð. Þeir eru búnir að kvitta upp á alltof mikið í þessu loftslags kjaftæði. Þetta er það sem er að keyra útgerðina í svaðið að mínu eigin mati.

Frumvarp Svandísar væntanlegt

Fundurinn var lokahnykkurinn í hringferð sem SFS fór um landið undir yfirskriftinni „Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“ Fundaherferðin var vel auglýst, meðal annars í sjónvarpi, og alls héldu samtökin opna fundi á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, í Ólafsvík, Grindavík og Vestmannaeyjum áður en hringnum var lokað í Reykjavík 10. nóvember.

Tímasetning fundaraðar SFS vakti athygli í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafði boðað að frumvarp hennar um stórfelldar breytingar á lögum um sjávarútveg yrði lagt fram í drögum í samráðsgátt stjórnvalda fyrir árslok. 

Drögin voru birt fyrir tæpri viku en samkvæmt þeim stendur meðal annars til að gera breytingu á innheimtu veiðigjalda, á því hvernig tengdir aðilar í sjávarútvegi eru skilgreindir og á þeim kvóta sem útgerðablokkir megi halda á séu þær skráðar á markað.  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Það er ekkert nýtt að Alþingi og stjórnvöld setji mun strangari reglur en aðrar þjóðir. Breytum reglugerðinni og hækkum auðlindagjald um 6 milljarða. Ekki veitir ríkissjóði af. Dæmi um reglugerðir sem Ísland hefur sett en ESB ekki:
    Ísland hefur sett ströngustu reglur um cadmíum í áburði meðan ESB hefur eftir áratuga rannsóknir komist að því að ekki sé þörf á reglum um cadmíum. Kostar bændur margar milljónir árlega.
    Vegagerð til Vestfjarða um Teigsskóg tafðist í áratugi vegna kröfu um umhverfismat. Samkvæmt ESB reglum hefði sú vegagerð ekki þurft í umhverfismat þar sem vegurinn er ekki 2+2 eða hraðbraut. Sér íslenskar reglur krefjast þess að allir vegir yfir 10 km fari í umhverfismat.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Nú er Orkusjóðurinn að úthluta miklum styrkjum til útgerða til orkuskipta. Til hvers eru þessir styrkir?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Loftslagskjaftæði". Orð Kristjáns Loftssonar.
    Á hann engin börn og barnabörn sem honum þýkir vænt um? Hann sjálfur getur þó - eins og þróunin er og almennar lífslíkurnar - fengið einnig að sjá sitt hvað af veðurvánni áður en hann fer yfir móðuna.
    0
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Aumingja Stjáni greyið, látið hann hafa lakið svo að tárin þorni.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Sjálfum sér líkur hann "Langreyður " Loftsson.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár