Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári

Á fundi sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi héldu ný­ver­ið í Hörpu fór Kristján Lofts­son hörð­um orð­um um reglu­gerð sem bann­ar notk­un á svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi. Hann sagði reglu­gerð­ina vera bruðl.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári
Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? Ummæli Kristjáns Loftssonar féllu á lokafundi hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um landið. Mynd: SFS

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals Hf., segir reglugerð sem setur eldsneytisnotkun innan íslenskrar landhelgi skorður vera mikið bruðl. Umrædd reglugerð, sem tók gildi 1. janúar 2020 kveður á um að leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi megi ekki vera hærra en 0.1 prósent. Leyfilegt innihald var áður 3,5 prósent. 

Samkvæmt útreikningum Kristjáns kostar þessi reglugerð skipaflota landsins fimm til sex milljarð króna á ári. Þessi útgjöld mætti spara ef íslensk stjórnvöld myndu breyta reglugerðinni og gefa leyfi fyrir notkun á eldsneyti með 0,5 prósent brennisteinsinnihaldi, eins og reglur IMO (International Maritime Organisation) kveða á um. 

Ummæli Kristjáns féllu á fundi sem haldin var á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í Hörpu þann 10. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða síðasta viðburðinn í fundarröð sem SFS stóð að og átti viðkomustaði víða um land. Yfirskrift fundarraðarinnar var „hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig.“ Upptaka af fundinum birtist fyrir skömmu á Youtube-rás SFS. 

Fundarstjóri var Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins. Ræðumenn voru Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Konráð S. Guðjónsson, þá starfandi sem aðalhagfræðingur Arion banka sem sinnir nú starfi aðstoðarmanns fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi. 

„Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð.“
Kristján Loftsson
Á fundi SFS 10. nóvember 2023.

Farið var um víðan völl í ræðunum sem haldnar voru á fundinum, en í lokalið fundarins var opnað fyrir spurningar úr sal. Þar voru ræðumenn spurðir út í mörg ólík mál, allt frá ábyrgð sjávarútvegsins í byggðaþróunarmálum, útflutning á óunnum fiski og erfiðum kjaraviðræðum SFS við VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna

Innlegg Kristjáns Loftssonar var sett fram undir þeim og upp úr þeim sköpuðust umræðurnar í kringum athugasemd hans. Í þeim má til að mynda heyra áheyrendur í sal velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sem hlytist af því að breyta núverandi reglugerð mætti nota til að greiða úr kjaradeilunni á milli SFS og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem uppskar hlátur viðstaddra. Sömuleiðis má heyra Kristján Loftsson kalla: „Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð. Þeir eru búnir að kvitta upp á alltof mikið í þessu loftslags kjaftæði. Þetta er það sem er að keyra útgerðina í svaðið að mínu eigin mati.

Frumvarp Svandísar væntanlegt

Fundurinn var lokahnykkurinn í hringferð sem SFS fór um landið undir yfirskriftinni „Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“ Fundaherferðin var vel auglýst, meðal annars í sjónvarpi, og alls héldu samtökin opna fundi á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, í Ólafsvík, Grindavík og Vestmannaeyjum áður en hringnum var lokað í Reykjavík 10. nóvember.

Tímasetning fundaraðar SFS vakti athygli í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafði boðað að frumvarp hennar um stórfelldar breytingar á lögum um sjávarútveg yrði lagt fram í drögum í samráðsgátt stjórnvalda fyrir árslok. 

Drögin voru birt fyrir tæpri viku en samkvæmt þeim stendur meðal annars til að gera breytingu á innheimtu veiðigjalda, á því hvernig tengdir aðilar í sjávarútvegi eru skilgreindir og á þeim kvóta sem útgerðablokkir megi halda á séu þær skráðar á markað.  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Það er ekkert nýtt að Alþingi og stjórnvöld setji mun strangari reglur en aðrar þjóðir. Breytum reglugerðinni og hækkum auðlindagjald um 6 milljarða. Ekki veitir ríkissjóði af. Dæmi um reglugerðir sem Ísland hefur sett en ESB ekki:
    Ísland hefur sett ströngustu reglur um cadmíum í áburði meðan ESB hefur eftir áratuga rannsóknir komist að því að ekki sé þörf á reglum um cadmíum. Kostar bændur margar milljónir árlega.
    Vegagerð til Vestfjarða um Teigsskóg tafðist í áratugi vegna kröfu um umhverfismat. Samkvæmt ESB reglum hefði sú vegagerð ekki þurft í umhverfismat þar sem vegurinn er ekki 2+2 eða hraðbraut. Sér íslenskar reglur krefjast þess að allir vegir yfir 10 km fari í umhverfismat.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Nú er Orkusjóðurinn að úthluta miklum styrkjum til útgerða til orkuskipta. Til hvers eru þessir styrkir?
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Loftslagskjaftæði". Orð Kristjáns Loftssonar.
    Á hann engin börn og barnabörn sem honum þýkir vænt um? Hann sjálfur getur þó - eins og þróunin er og almennar lífslíkurnar - fengið einnig að sjá sitt hvað af veðurvánni áður en hann fer yfir móðuna.
    0
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Aumingja Stjáni greyið, látið hann hafa lakið svo að tárin þorni.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Sjálfum sér líkur hann "Langreyður " Loftsson.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu