Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári

Á fundi sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi héldu ný­ver­ið í Hörpu fór Kristján Lofts­son hörð­um orð­um um reglu­gerð sem bann­ar notk­un á svartol­íu inn­an ís­lenskr­ar land­helgi. Hann sagði reglu­gerð­ina vera bruðl.

Sagði reglugerð um eldsneyti kosta útgerðir fimm til sex milljarða á ári
Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? Ummæli Kristjáns Loftssonar féllu á lokafundi hringferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um landið. Mynd: SFS

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals Hf., segir reglugerð sem setur eldsneytisnotkun innan íslenskrar landhelgi skorður vera mikið bruðl. Umrædd reglugerð, sem tók gildi 1. janúar 2020 kveður á um að leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi megi ekki vera hærra en 0.1 prósent. Leyfilegt innihald var áður 3,5 prósent. 

Samkvæmt útreikningum Kristjáns kostar þessi reglugerð skipaflota landsins fimm til sex milljarð króna á ári. Þessi útgjöld mætti spara ef íslensk stjórnvöld myndu breyta reglugerðinni og gefa leyfi fyrir notkun á eldsneyti með 0,5 prósent brennisteinsinnihaldi, eins og reglur IMO (International Maritime Organisation) kveða á um. 

Ummæli Kristjáns féllu á fundi sem haldin var á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í Hörpu þann 10. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða síðasta viðburðinn í fundarröð sem SFS stóð að og átti viðkomustaði víða um land. Yfirskrift fundarraðarinnar var „hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig.“ Upptaka af fundinum birtist fyrir skömmu á Youtube-rás SFS. 

Fundarstjóri var Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins. Ræðumenn voru Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Konráð S. Guðjónsson, þá starfandi sem aðalhagfræðingur Arion banka sem sinnir nú starfi aðstoðarmanns fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi. 

„Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð.“
Kristján Loftsson
Á fundi SFS 10. nóvember 2023.

Farið var um víðan völl í ræðunum sem haldnar voru á fundinum, en í lokalið fundarins var opnað fyrir spurningar úr sal. Þar voru ræðumenn spurðir út í mörg ólík mál, allt frá ábyrgð sjávarútvegsins í byggðaþróunarmálum, útflutning á óunnum fiski og erfiðum kjaraviðræðum SFS við VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna

Innlegg Kristjáns Loftssonar var sett fram undir þeim og upp úr þeim sköpuðust umræðurnar í kringum athugasemd hans. Í þeim má til að mynda heyra áheyrendur í sal velta fyrir sér hvort sparnaðurinn sem hlytist af því að breyta núverandi reglugerð mætti nota til að greiða úr kjaradeilunni á milli SFS og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), sem uppskar hlátur viðstaddra. Sömuleiðis má heyra Kristján Loftsson kalla: „Þetta kostar stjórnvöld ekki neitt, það þarf bara að breyta 100 orðum í reglugerð. Þeir eru búnir að kvitta upp á alltof mikið í þessu loftslags kjaftæði. Þetta er það sem er að keyra útgerðina í svaðið að mínu eigin mati.

Frumvarp Svandísar væntanlegt

Fundurinn var lokahnykkurinn í hringferð sem SFS fór um landið undir yfirskriftinni „Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig?“ Fundaherferðin var vel auglýst, meðal annars í sjónvarpi, og alls héldu samtökin opna fundi á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, í Ólafsvík, Grindavík og Vestmannaeyjum áður en hringnum var lokað í Reykjavík 10. nóvember.

Tímasetning fundaraðar SFS vakti athygli í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafði boðað að frumvarp hennar um stórfelldar breytingar á lögum um sjávarútveg yrði lagt fram í drögum í samráðsgátt stjórnvalda fyrir árslok. 

Drögin voru birt fyrir tæpri viku en samkvæmt þeim stendur meðal annars til að gera breytingu á innheimtu veiðigjalda, á því hvernig tengdir aðilar í sjávarútvegi eru skilgreindir og á þeim kvóta sem útgerðablokkir megi halda á séu þær skráðar á markað.  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
  Það er ekkert nýtt að Alþingi og stjórnvöld setji mun strangari reglur en aðrar þjóðir. Breytum reglugerðinni og hækkum auðlindagjald um 6 milljarða. Ekki veitir ríkissjóði af. Dæmi um reglugerðir sem Ísland hefur sett en ESB ekki:
  Ísland hefur sett ströngustu reglur um cadmíum í áburði meðan ESB hefur eftir áratuga rannsóknir komist að því að ekki sé þörf á reglum um cadmíum. Kostar bændur margar milljónir árlega.
  Vegagerð til Vestfjarða um Teigsskóg tafðist í áratugi vegna kröfu um umhverfismat. Samkvæmt ESB reglum hefði sú vegagerð ekki þurft í umhverfismat þar sem vegurinn er ekki 2+2 eða hraðbraut. Sér íslenskar reglur krefjast þess að allir vegir yfir 10 km fari í umhverfismat.
  0
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Nú er Orkusjóðurinn að úthluta miklum styrkjum til útgerða til orkuskipta. Til hvers eru þessir styrkir?
  0
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  "Loftslagskjaftæði". Orð Kristjáns Loftssonar.
  Á hann engin börn og barnabörn sem honum þýkir vænt um? Hann sjálfur getur þó - eins og þróunin er og almennar lífslíkurnar - fengið einnig að sjá sitt hvað af veðurvánni áður en hann fer yfir móðuna.
  0
 • LCV
  Lowana Compton Veal skrifaði
  Aumingja Stjáni greyið, látið hann hafa lakið svo að tárin þorni.
  0
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Sjálfum sér líkur hann "Langreyður " Loftsson.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár