Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reykjavík á móti útvistun starfa nema frumkvæðið komi frá stjórnendum

Fé­lags­manni í Sam­eyki var ný­ver­ið sagt upp störf­um í eld­húsi á leik­skóla í höf­uð­borg­inni. Reykja­vík seg­ist hvorki styðja einka­væð­ingu op­in­ber­ar þjón­ustu né út­vist­un á störf­um. Hún geri þó ekki at­huga­semd við það ef stjórn­end­ur leik- eða grunn­skóla út­visti mötu­neyt­um til einka­að­ila.

Reykjavík á móti útvistun starfa nema frumkvæðið komi frá stjórnendum
Börn Sú þróun hefur átt sér stað að stjórnendur leik- og grunnskóla endurskipuleggi, í auknum mæli, rekstur sinn með því að útvista starfsemi mötuneyta til einkaaðila. Mynd: Unsplash

Félagsmanni í Sameyki sem starfað hefur í eldhúsi leikskóla í Reykjavík var nýverið sagt upp störfum í hagræðingaskyni. Ástæðan var sú að leikskólinn ákvað að fara þá leið að útvista þjónustunni til einkafyrirtækis í stað þess að vera með eigin fast starfsfólk. Frá þessu er greint í nýútkomnu tímariti Sameykis. 

Þar kemur fram að þegar haft var samband við mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar og spurt hvort það væri stefna borgarinnar að einkavæða opinbera þjónustu, eða hvort um einstaka geðþóttaákvarðanir á vegum stjórnenda hafi verið að ræða, hafi borgin svarað því til að hún styðji hvorki einkavæðingu né útvistun á störfum. Hins vegar sé borgin ekki á móti því ef það kemur til að frumkvæði stjórnenda leikskólans. 

Orðrétt segir í svarinu: „Varðandi fyrirspurn stéttarfélagsins um hvort það sé stefna Reykjavíkurborgar að útvista störfum í eldhúsum í leikskólum borgarinnar er því til að svara að svo er ekki.“

Sú þróun hafi hins vegar átt sér stað að stjórnendur leik- og grunnskóla endurskipuleggi, í auknum mæli, rekstur sinn með þessum hætti. „Þar hefur verið horft til t.d. áhrifa á skipulag daglegs starfs, utanumhald af hálfu starfsstaðar hvað varðar mönnun vegna forfalla, pöntun aðfanga, lager fyrir matvöru og umsjón með réttri geymslu matvæla. Aðkeypt mötuneytisþjónusta felur einnig í sér þjónustu við samsetningu matseðla sem tekur mið af manneldismarkmiðum, matarstefnu og sérþörfum þegar við á, sem er oft á tíðum flókið utanumhald á starfsstöðum sviðsins.“

Í umfjöllun tímarits Sameykis segir að þegar Reykjavíkurborg hafi kallað til einkafyrirtæki sem rekið er með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi svo hægt sé að losna undan þeirri ábyrgð að reka eldhús í leikskóla í borginni hafi strax verið hafist handa við að segja upp starfsfólki. „Það þekkist vel að þegar opinber starfsemi er einkavædd þá hækkar verð á þjónustunni og gæði minnka, auk þess sem eftirlit með réttindum, kaupi og kjörum starfsfólks hverfur sökum þess að slík fyrirtæki ráða til sín verktaka eins og nú er í tísku að kalla „giggara“ og skrifað hefur verið áður um í tímarit Sameykis.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár