Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reykjavík á móti útvistun starfa nema frumkvæðið komi frá stjórnendum

Fé­lags­manni í Sam­eyki var ný­ver­ið sagt upp störf­um í eld­húsi á leik­skóla í höf­uð­borg­inni. Reykja­vík seg­ist hvorki styðja einka­væð­ingu op­in­ber­ar þjón­ustu né út­vist­un á störf­um. Hún geri þó ekki at­huga­semd við það ef stjórn­end­ur leik- eða grunn­skóla út­visti mötu­neyt­um til einka­að­ila.

Reykjavík á móti útvistun starfa nema frumkvæðið komi frá stjórnendum
Börn Sú þróun hefur átt sér stað að stjórnendur leik- og grunnskóla endurskipuleggi, í auknum mæli, rekstur sinn með því að útvista starfsemi mötuneyta til einkaaðila. Mynd: Unsplash

Félagsmanni í Sameyki sem starfað hefur í eldhúsi leikskóla í Reykjavík var nýverið sagt upp störfum í hagræðingaskyni. Ástæðan var sú að leikskólinn ákvað að fara þá leið að útvista þjónustunni til einkafyrirtækis í stað þess að vera með eigin fast starfsfólk. Frá þessu er greint í nýútkomnu tímariti Sameykis. 

Þar kemur fram að þegar haft var samband við mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar og spurt hvort það væri stefna borgarinnar að einkavæða opinbera þjónustu, eða hvort um einstaka geðþóttaákvarðanir á vegum stjórnenda hafi verið að ræða, hafi borgin svarað því til að hún styðji hvorki einkavæðingu né útvistun á störfum. Hins vegar sé borgin ekki á móti því ef það kemur til að frumkvæði stjórnenda leikskólans. 

Orðrétt segir í svarinu: „Varðandi fyrirspurn stéttarfélagsins um hvort það sé stefna Reykjavíkurborgar að útvista störfum í eldhúsum í leikskólum borgarinnar er því til að svara að svo er ekki.“

Sú þróun hafi hins vegar átt sér stað að stjórnendur leik- og grunnskóla endurskipuleggi, í auknum mæli, rekstur sinn með þessum hætti. „Þar hefur verið horft til t.d. áhrifa á skipulag daglegs starfs, utanumhald af hálfu starfsstaðar hvað varðar mönnun vegna forfalla, pöntun aðfanga, lager fyrir matvöru og umsjón með réttri geymslu matvæla. Aðkeypt mötuneytisþjónusta felur einnig í sér þjónustu við samsetningu matseðla sem tekur mið af manneldismarkmiðum, matarstefnu og sérþörfum þegar við á, sem er oft á tíðum flókið utanumhald á starfsstöðum sviðsins.“

Í umfjöllun tímarits Sameykis segir að þegar Reykjavíkurborg hafi kallað til einkafyrirtæki sem rekið er með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi svo hægt sé að losna undan þeirri ábyrgð að reka eldhús í leikskóla í borginni hafi strax verið hafist handa við að segja upp starfsfólki. „Það þekkist vel að þegar opinber starfsemi er einkavædd þá hækkar verð á þjónustunni og gæði minnka, auk þess sem eftirlit með réttindum, kaupi og kjörum starfsfólks hverfur sökum þess að slík fyrirtæki ráða til sín verktaka eins og nú er í tísku að kalla „giggara“ og skrifað hefur verið áður um í tímarit Sameykis.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár