„Við fengum leyfið klukkan 10 um morgun og sendum þá sms á allar konurnar sem voru komnar á tíma: Leyfið er komið,“ byrjar framkvæmdastjóri Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Emma M. Swift, lýsingu sýna á fyrstu 24 klukkustundunum eftir opnun þess. „Um nóttina hringja þrjár konur í byrjandi fæðingu þannig að á þessum fyrsta sólarhring fæddust hér þrjú börn.“
Meðstofnandi hennar og stjórnarformaður, Embla Ýr Guðmundsdóttir, man vel eftir þessum fyrstu klukkutímum: „Þetta er ótrúlegt,“ segir hún með bros á vör.

Gengu lengi með hugmyndina
Emma og Embla Ýr eru báðar með doktorspróf í ljósmóðurfræði og hafa mikla reynslu af störfum á því sviði. Þær höfðu lítið sem ekkert unnið saman en kynntust betur við kennslu í Háskóla Íslands. „Við …
Athugasemdir