Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hér geta hugmyndir vaknað og draumar ræst“

Ljós­mæð­urn­ar Emma M. Swift og Embla Ýr Guð­munds­dótt­ir stofn­uðu Fæð­ing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur fyr­ir rúmu ári síð­an. Þar hafa fæðst í kring­um 70 börn og enn fleiri fjöl­skyld­ur sótt sér að­stoð þar. Markmið Emmu og Emblu Ýr­ar er að geta boð­ið upp á þjón­ustu frá kyn­þroska­aldri og fram að breyt­inga­skeiði.

„Hér geta hugmyndir vaknað og draumar ræst“
Stofnendur Fæðingarheimilis Reykjavíkur Emma M. Swift og Embla Ýr Guðmundsdóttir ljósmæður og stofnendur Fæðingarheimilis Reykjavíkur bjóða upp á þjónustu fyrir konur á öllum aldri. Mynd: Golli

„Við fengum leyfið klukkan 10 um morgun og sendum þá sms á allar konurnar sem voru komnar á tíma: Leyfið er komið,“ byrjar framkvæmdastjóri Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Emma M. Swift, lýsingu sýna á fyrstu 24 klukkustundunum eftir opnun þess. „Um nóttina hringja þrjár konur í byrjandi fæðingu þannig að á þessum fyrsta sólarhring fæddust hér þrjú börn.“

Meðstofnandi hennar og stjórnarformaður, Embla Ýr Guðmundsdóttir, man vel eftir þessum fyrstu klukkutímum: „Þetta er ótrúlegt,“ segir hún með bros á vör.

Ljósmæður Fæðingarheimilis ReykjavíkurÍ dag starfa fimm ljósmæður á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Mikið er lagt upp úr því að hver og ein fái að vinna með sitt sérsvið innan ljósmæðurfræðinnar.

Gengu lengi með hugmyndina

Emma og Embla Ýr eru báðar með doktorspróf í ljósmóðurfræði og hafa mikla reynslu af störfum á því sviði. Þær höfðu lítið sem ekkert unnið saman en kynntust betur við kennslu í Háskóla Íslands. „Við …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár