Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni

Nátt­úru­ham­far­ir virð­ast elta Rakel Ein­ars­dótt­ur og fjöl­skyldu. Eig­in­mað­ur henn­ar var tveggja mán­aða þeg­ar gaus í Vest­manna­eyj­um, þar sem fjöl­skyld­an dvel­ur nú eft­ir að hafa flú­ið jarð­hrær­ing­ar í Grinda­vík. En nú er hættu­stig í Eyj­um.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni
Í Eyjum Hjónin í Vestmannaeyjum á góðri stund. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur til Grindavíkur, það hefur alltaf verið draumur að flytja aftur til Eyja. Mynd: Aðsend

Rakel Einarsdóttir og Bjarki Guðnason flúðu neyðarstig Almannavarna vegna jarðhræringa í Grindavík til Vestmannaeyja. Eftir nokkra daga í öruggu skjóli í sumarhúsi fjölskyldunnar lýstu Almannavarnir yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn. Þá fyrst fékk Rakel hnút í magann. 

Þetta byrjaði allt föstudaginn 10. nóvember, daginn sem Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi og Grindavík var rýmd. Rakel kom heim úr vinnunni og bað son sinn að sækja jóladótið upp á háaloft. „Ég ætlaði að fara að lýsa upp heimilið fyrir Grindavíkurbæ. Ég ætlaði að láta lífið ganga sinn vanagang og fara að gera föstudagspitsuna þegar allt fer að skjálfa,“ segir Rakel. Hún hafði ekki fundið fyrir hræðslu í skjálftahrinunni. „Ég hef verið meiri stuðningur, en svo hætti manni algjörlega að lítast á blikuna þegar maður fann eins og það væri flæði undir gólfinu. Það var allt á fullu.“

MíaKisa kann vel við sig í Eyjum.

Hjónin ákváðu að fara í bíltúr og enduðu í Hafnarfirði hjá bróður Bjarka. Sonur þeirra, sem er tvítugur, var hjá vini sínum og dóttir þeirra var á heimili sínu í Kópavogi. Heimiliskötturinn, Mía, varð ein eftir í Grindavík. Planið var að fara aftur heim um kvöldið. „Svo fengum við bara símtal um að það væri neyðarrýming. Þá fóru þeir bræður af stað til að ná í Míu. „Hann hefði vaðið eld og brennistein, hann Bjarki minn, fyrir Míu. Þetta var smá stress. En hann tók engin föt, bara köttinn,“ segir Rakel. 

Eftir þrjár nætur hjá bróður Bjarka fengu þau afnot af íbúð vinahjóna í miðbæ Reykjavíkur en ákváðu svo að fara til Vestmannaeyja. Bjarki er fæddur þar en var aðeins tveggja mánaða í Heimaeyjargosinu og flúði með fjölskyldu sinni. Hús fjölskyldunnar fór á kaf og er nú miðpunktur Eldheima, gossafnsins í Vestmannaeyjum. Rakel er Grindvíkingur og hjónin hófu búsetu þar en fluttu svo til Vestmannaeyja árið 2006 og voru búsett þar í ellefu ár en fluttu svo aftur til Grindavíkur. „Nú erum við komin aftur hingað og höfum fengið þvílíkt góðar móttökur.“ Börn hjónanna eru á höfuðborgarsvæðinu og þau eru því bara tvö í kotinu í Eyjum. „Og auðvitað Mía.“

Af neyðarstigi í skjól yfir í hættustig

Þau voru aðeins búin að vera í Eyjum í nokkra daga þegar Almannavarnir höfðu aftur áhrif á líf þeirra, nú var það hættustig vegna skemmda á neysluvatnslögn, einu neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk hnút í magann. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég fyllti þrjá stóra kjötsúpupotta af vatni. Tengdamamma ráðlagði mér það, hún veit hvernig það er að vera vatnslaus í Vestmannaeyjum,“ segir Rakel. Tilhugsunin um hættustig og enn meiri óvissu er óþægileg. „Ég er nýbúin að pakka niður til að flýja mögulegt gos og ég gat ekki hugsað mér að vera vatnslaus. Nú hef ég allavega smá vatn til að sturta niður og hella upp á kaffi. En þetta hafði pínu áhrif á mig ofan á allt hitt. Maður er að reyna vera jákvæður. Það eiga margir mjög erfitt.“

„Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kvikugangurinn er undir heimili fjölskyldunnar í Grindavík. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur heim. „Nú er ég bara pínu smeyk. Maður fann vel fyrir hraunflæðinu undir húsinu. Get ég lent í því að það sé hola í blettinum mínum?“

Maður og sonur Rakelar eru búnir að kanna aðstæður í húsinu og það virðist vera heilt. „En það er á þessu hættusvæði, það er vestan megin við sprunguna, kvikan á að vera storknuð en við vitum ekkert. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að fara aftur. Ekki fyrr en einhver segir mér að ég og mitt fólk séum 100 prósent örugg. Það eru margir sem ég þekki sem geta ekki hugsað sér eða treysta sér að fara aftur. Svo eru húsin þeirra í lagi en þau standa verðlaus, fólk þarf að reyna að byrja aftur upp á nýtt.“

 „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar“

Rakel er jákvæð að eðlisfari og trúir því að allt fari vel að lokum. „Ég segi alltaf að ég syrgi ekki dauða hluti því ég hef þurft að syrgja á annan hátt, sem ég veit að er miklu erfiðara. Ég veit alveg að við förum aftur í öruggt skjól, það eina sem ég þarf að gera er að pakka öllu aftur niður.“

Aðspurð hvort það komi til greina að flytja aftur til Eyja segir Rakel að það hafi alltaf verið draumurinn. „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar þannig það er eitthvað sem gæti alveg orðið. En við erum ekki að fara að búa í þessu sumarhúsi.“

Enn sem stendur er framtíðin óljós. „Við tökum bara einn dag í einu, við erum bæði þar. Við erum mjög jákvætt fólk og erum ekkert að búa til of mikið drama. Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu