Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni

Nátt­úru­ham­far­ir virð­ast elta Rakel Ein­ars­dótt­ur og fjöl­skyldu. Eig­in­mað­ur henn­ar var tveggja mán­aða þeg­ar gaus í Vest­manna­eyj­um, þar sem fjöl­skyld­an dvel­ur nú eft­ir að hafa flú­ið jarð­hrær­ing­ar í Grinda­vík. En nú er hættu­stig í Eyj­um.

Náttúruhamfarir fylgja fjölskyldunni
Í Eyjum Hjónin í Vestmannaeyjum á góðri stund. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur til Grindavíkur, það hefur alltaf verið draumur að flytja aftur til Eyja. Mynd: Aðsend

Rakel Einarsdóttir og Bjarki Guðnason flúðu neyðarstig Almannavarna vegna jarðhræringa í Grindavík til Vestmannaeyja. Eftir nokkra daga í öruggu skjóli í sumarhúsi fjölskyldunnar lýstu Almannavarnir yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn. Þá fyrst fékk Rakel hnút í magann. 

Þetta byrjaði allt föstudaginn 10. nóvember, daginn sem Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi og Grindavík var rýmd. Rakel kom heim úr vinnunni og bað son sinn að sækja jóladótið upp á háaloft. „Ég ætlaði að fara að lýsa upp heimilið fyrir Grindavíkurbæ. Ég ætlaði að láta lífið ganga sinn vanagang og fara að gera föstudagspitsuna þegar allt fer að skjálfa,“ segir Rakel. Hún hafði ekki fundið fyrir hræðslu í skjálftahrinunni. „Ég hef verið meiri stuðningur, en svo hætti manni algjörlega að lítast á blikuna þegar maður fann eins og það væri flæði undir gólfinu. Það var allt á fullu.“

MíaKisa kann vel við sig í Eyjum.

Hjónin ákváðu að fara í bíltúr og enduðu í Hafnarfirði hjá bróður Bjarka. Sonur þeirra, sem er tvítugur, var hjá vini sínum og dóttir þeirra var á heimili sínu í Kópavogi. Heimiliskötturinn, Mía, varð ein eftir í Grindavík. Planið var að fara aftur heim um kvöldið. „Svo fengum við bara símtal um að það væri neyðarrýming. Þá fóru þeir bræður af stað til að ná í Míu. „Hann hefði vaðið eld og brennistein, hann Bjarki minn, fyrir Míu. Þetta var smá stress. En hann tók engin föt, bara köttinn,“ segir Rakel. 

Eftir þrjár nætur hjá bróður Bjarka fengu þau afnot af íbúð vinahjóna í miðbæ Reykjavíkur en ákváðu svo að fara til Vestmannaeyja. Bjarki er fæddur þar en var aðeins tveggja mánaða í Heimaeyjargosinu og flúði með fjölskyldu sinni. Hús fjölskyldunnar fór á kaf og er nú miðpunktur Eldheima, gossafnsins í Vestmannaeyjum. Rakel er Grindvíkingur og hjónin hófu búsetu þar en fluttu svo til Vestmannaeyja árið 2006 og voru búsett þar í ellefu ár en fluttu svo aftur til Grindavíkur. „Nú erum við komin aftur hingað og höfum fengið þvílíkt góðar móttökur.“ Börn hjónanna eru á höfuðborgarsvæðinu og þau eru því bara tvö í kotinu í Eyjum. „Og auðvitað Mía.“

Af neyðarstigi í skjól yfir í hættustig

Þau voru aðeins búin að vera í Eyjum í nokkra daga þegar Almannavarnir höfðu aftur áhrif á líf þeirra, nú var það hættustig vegna skemmda á neysluvatnslögn, einu neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk hnút í magann. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég fyllti þrjá stóra kjötsúpupotta af vatni. Tengdamamma ráðlagði mér það, hún veit hvernig það er að vera vatnslaus í Vestmannaeyjum,“ segir Rakel. Tilhugsunin um hættustig og enn meiri óvissu er óþægileg. „Ég er nýbúin að pakka niður til að flýja mögulegt gos og ég gat ekki hugsað mér að vera vatnslaus. Nú hef ég allavega smá vatn til að sturta niður og hella upp á kaffi. En þetta hafði pínu áhrif á mig ofan á allt hitt. Maður er að reyna vera jákvæður. Það eiga margir mjög erfitt.“

„Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kvikugangurinn er undir heimili fjölskyldunnar í Grindavík. Rakel er ekki viss hvort þau snúi aftur heim. „Nú er ég bara pínu smeyk. Maður fann vel fyrir hraunflæðinu undir húsinu. Get ég lent í því að það sé hola í blettinum mínum?“

Maður og sonur Rakelar eru búnir að kanna aðstæður í húsinu og það virðist vera heilt. „En það er á þessu hættusvæði, það er vestan megin við sprunguna, kvikan á að vera storknuð en við vitum ekkert. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir að fara aftur. Ekki fyrr en einhver segir mér að ég og mitt fólk séum 100 prósent örugg. Það eru margir sem ég þekki sem geta ekki hugsað sér eða treysta sér að fara aftur. Svo eru húsin þeirra í lagi en þau standa verðlaus, fólk þarf að reyna að byrja aftur upp á nýtt.“

 „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar“

Rakel er jákvæð að eðlisfari og trúir því að allt fari vel að lokum. „Ég segi alltaf að ég syrgi ekki dauða hluti því ég hef þurft að syrgja á annan hátt, sem ég veit að er miklu erfiðara. Ég veit alveg að við förum aftur í öruggt skjól, það eina sem ég þarf að gera er að pakka öllu aftur niður.“

Aðspurð hvort það komi til greina að flytja aftur til Eyja segir Rakel að það hafi alltaf verið draumurinn. „Við náttúrlega elskum Vestmannaeyjar þannig það er eitthvað sem gæti alveg orðið. En við erum ekki að fara að búa í þessu sumarhúsi.“

Enn sem stendur er framtíðin óljós. „Við tökum bara einn dag í einu, við erum bæði þar. Við erum mjög jákvætt fólk og erum ekkert að búa til of mikið drama. Það gerist bara það sem gerist. Við vitum ekkert.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“
Allt af létta

„Við er­um ekki að taka upp stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í út­lend­inga­mál­um“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það bull að um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd ógni inn­við­um á Ís­landi. Sam­fylk­ing­in hafi sína stefnu sem sé sam­þykkt á lands­fundi og hafi ekki breyst í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns í hlað­varp­inu Ein pæl­ing á dög­un­um.
„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Allt af létta

„Fagn­að­ar­óp um alla ganga og öll­um rým­um skól­ans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár