Kýpurfélag Lovísu Maríu Gunnarsdóttir, eiginkonu Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, sem tók yfir eignarhluti hennar í Tortólafélaginu Habitat Finance, eignum í stýringu frá Sviss og arðsömum fasteignaverkefnum á Spáni, eignaðist árið 2018 líka hlut í breska félaginu CHC Acquisition Limited. Félag sem stofnað var af starfsfólki Kviku utan um fjárfestingu í einkareknum breskum hjúkrunarheimilum.
Það var stofnað 22. ágúst árið 2018 af Gunnari Sigurðssyni, starfsmanni Kviku Securities í London. Hluthafar í þessu breska félagi koma úr ólíkum áttum. Þar á meðal er Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-stjarna, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem fékk fangelsisdóm fyrir innherjasvik eftir að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum í aðdraganda hrunsins, og Einar Páll Indriðason, læknir og mágur Margeirs Péturssonar, stofnanda MP banka, sem síðar sameinaðist öðrum fjármálafyrirtækjum og mynduðu Kviku banka. Til viðbótar eru í hluthafahópnum nokkur íslensk einkahlutafélög. Til að mynda félagið GT 1 ehf., dótturfélag GT One Trust, sem er sjóður …
Athugasemdir