Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Smartland sálarinnar

Einn helsti veik­leiki bók­ar­inn­ar er að hún er hrein­lega of stutt, það eru ákveðn­ir þætt­ir sem hefði gjarn­an mátt kafa dýpra í, skrif­ar Ás­geir H. Ing­ólfs­son gagn­rýn­andi.

Smartland sálarinnar
Bók

Melan­kól­ía vakn­ar

Höfundur Sölvi Björn Sigurðsson
Sögur útgáfa
224 blaðsíður
Niðurstaða:

Melankólía vaknar er ort inn í form hælisbókmenntanna, samfélag og manneskja eru sálgreind samtímis í forvitnilegri samtímalýsingu sem hefði þó mátt vera örlítið lengri til að ná almennilega utan um helstu söguefnin.

Gefðu umsögn

Embla er tvíkynhneigður tvíburi sem sér stundum tvíhöfða veru. Hún syrgir líka tvær stórar ástir í lífi sínu og það eru þónokkrir tvífarar á sveimi í þessari bók.

„„Ég held reyndar, Melankólía mín, að þú sért eitthvað að plata mig.“ Hann hafði kallað hana þessu nafni frá því þau voru börn. Þau höfðu rekist á orðið áður en þau skildu hvað það merkti og fundist það fallegt. Síðar, þegar merkingin laukst upp fyrir þeim, fannst Bjarka engin ástæða til að hætta að nota það um systur sína. Hún var ekki beinlínis döpur en þó lá yfir henni alvara, eins og hluti af henni hefði einhvers staðar orðið eftir og henni hefði aldrei gefist færi á að endurheimta hann.“

Þessi orðaskipti eiga sér stað í byrjun bókar og jú, hún er að plata Bjarka, tvíburabróður sinn. Hún þykist ætla að taka að sér tímabundna vinnu í sólinni í Lecce en er þvert á móti á leiðinni á dularfullt heilsuhæli norður í landi. Sem er laustengt þessu sem var í fréttunum fyrir nágrannaerjur fyrir nokkrum misserum, eitt af nokkrum dæmum þar sem veruleiki fréttanna villist inn á síður bókarinnar.

En þetta er kyndugt hæli. Embla bíður sífellt eftir að fá leiðsögn einhvers sálfræðings eða jógakennara eða annara sérfræðinga, en þess í stað virðist Siggó sjá um allt, maður sem er óþolandi hress en hræðist þó alltaf dýpið og er lýst á einum stað eins og „forstjóri íþróttadeildar í einhverjum af nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur“ og annars staðar eins og bankamanni. Óhóflega hress skemmtanastjóri kemur líka upp í hugann.

„Eins og oft í hælisbókmenntum er frekar verið að sálgreina fjöldann en einstaklinginn, hælið er svipmynd af samfélagi yfirborðsins“

Langlengsti kafli bókarinnar fjallar svo um langan fund þar sem flestir gestir hælisins eru beðnir um að létta af sér hugarvíli sínu, en tekst það misvel, enda Siggó sífellt að grípa fram í. Sögurnar eru sjaldnast nógu krassandi eða frumlegar – en vandinn er kannski frekar hans eigin athyglisbrestur. Sögurnar reynast vissulega margar keimlíkar, kannski af því ákveðnir hlutir eru í tísku, mögulega er þetta fuglabjarg samfélagsmiðla þar sem allir játa á sig þau áföll sem eru í umræðunni, eða reyna allavega að finna slíkan vinkil. Þetta er líka ádeila á hina snubbóttu frásögn, sögurnar verða síbylja þegar þær enduróma hver aðra í fátæklegri fjölmiðlaútgáfu, en eru sértækar og áhugaverðar þegar kafað er í djúpið, sem Siggó leyfir þeim sjaldnast.

Bókin kallast á við ýmsar bækur á hæli, og gengst fúslega við því. „Hún hafði átt von á Töfrafjallinu, Kveðjuvalsinum, Gaukshreiðrinu, Norwegian Wood […] allt skáldsögur sem gerðust á hælum; listinn var endalaus.“

Töfrafjallið vofir sannarlega yfir, þarna er ævafornt fjall yfir setrinu, eins og klassísk skáldsaga sem gnæfir yfir þessari, og eins og oft í hælisbókmenntum er frekar verið að sálgreina fjöldann en einstaklinginn, hælið er svipmynd af samfélagi yfirborðsins sem er gersamlega ómögulegt að gægjast undir, jafnvel þótt slökkt sé á netinu úti í sveit. Þannig þvælast Smartland, Seðlabankinn og loftslagshamfarir fyrir bata persónanna, og þær þurfa að takast á við það ómögulega verkefni að lækna sjálfa sig og heiminn líka. En innst inni vita þær þó að fyrst þurfa þær að finna hið einstaka, að finna kjarnann – sem er ekki endilega auðvelt fyrir klofinn tvíbura.

Á hælinu er þó ekki allt sem sýnist. Snemma í bókinni er Embla sett í einhvers konar dáleiðslutæki og hin furðu hversdagslega Vera með tvö höfuð dúkkar reglulega upp, það er eitthvað skakkt hérna, eitthvað örlítið á skjön við raunveruleikann, sem er ekki óalgengt stef hjá Sölva Birni.

Það togast svo í mér hvort endirinn gangi nógu vel upp – en eiginlega er helsti veikleiki bókarinnar að hún smitast aðeins af Siggó og er hreinlega of stutt, það eru ákveðnir þættir sem hefði gjarnan mátt kafa dýpra í. Miðkaflinn langi er í raun passlega langur, en það hefði vel mátt lengja og dýpka bæði það sem kemur á undan og eftir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár