Uppbygging lúxusfasteigna á Spáni er meginstarfsemi og tekjulind í aflandsfélaganeti Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, Lovísu Maríu Gunnarsdóttur og Þórhildi Einarsdóttur, sem birtist í Kýpurlekanum. Konurnar virðast eiga fátt sameiginlegt annað en að vera giftar þremur fyrrverandi lykilstjórnendum Kaupþings á Íslandi og í Lúxemborg.
„Þetta er leikvöllur milljónamæringa með strandklúbbum, ofursnekkjum sem liggja við höfn og langri línu af börum, klúbbum og hönnunarverslunum meðfram vatninu.“
Þrjú spænsk félög, sem Azmidi á í gegnum annað Kýpurfélag, Coastal View Capital, virðast enn starfandi. La Cala Views I og II hefur verið steypt saman í eitt og stendur fyrir byggingu nútímalegra lúxusvilla í „lokuðu samfélagi, nálægt ströndinni og með frábært útsýni yfir hafið“, eins og þær eru kynntar á vefsíðu fasteignafélagsins. „La Cala Views er nýtt þróunarverkefni staðsett á hinu einstaka og eftirsótta svæði La Cala de Mijas (e. Mijas Bay). Verkefnið samanstendur af 21 hönnunar lúxus einbýlishúsi, 16 …
Athugasemdir (1)