Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku

Vincent de Canniere, sem gegnir lykilhlutverki í fjárfestingum sem fram fara í gegnum aflandsfélaganet þriggja kvenna sem eiga fátt sameiginlegt annað en að vera giftar fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka, sem fjallað var um í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar á föstudag, hefur áður unnið fyrir sama fólk. Nafn Vincent birtist í Panamaskjölunum en þá kom hann fram fyrir hönd Tortólafélagsins Robinson Associates Inc., sem var stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Chartwell & Partners í Sviss, fyrirtækis sem samkvæmt bandarískum dómskjölum í ótengdu máli er fyrirtæki Vincents. 

Robinson var stofnað fyrir Hreiðar Má Sigurðsson árið 2010. Eftir að hafa hlotið dóm í Al Thani-málinu svokallaða í desember árið 2013, var gerð breyting á eignarhaldinu og tóku Anna Lísa, eiginkona hans, og Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupthings og eins nánasta samstarfsmanns Hreiðars, við sem eigendur Robinsons. Í tölvupóstsamskiptum á milli starfsfólks Mossack Fonseca, lögmannsstofunnar panamísku sem sá um Robinson, þótti …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Hreiðar var í mörg ár með um 300 milljónir í árslaun svo hluti fjárins gæti verið löglega fengin.
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Getur Sérstakur saksóknari ekki hafið að nýju rannsókn mála í ljósi nýrra upplýsinga?
    5
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Var nokkuð ólöglegt þarna á ferðinni ???

      En eins og vanalega er horft á "vonda kallinn" eða þessu tilfelli "vondu konuna" en ekki á það eina sem skiftir máli... kerfið... n.b. "flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka ".

      Sorgleg staðreynd að sjá hvernig bankarnir eru saklausir leiksoppar "vonda fólksins" ... svo er líka Golden Gate brúin á sérstaklega heppilegu verði í dag.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leyndarmál Kýpur

Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Kýpur hunsar ódæðisverk Rússa og þvingunaraðgerðir Vesturlanda til að skýla auðæfum ólígarka
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur huns­ar ódæð­isverk Rússa og þving­un­ar­að­gerð­ir Vest­ur­landa til að skýla auðæf­um ólíg­arka

Rann­sókn­in Leynd­ar­mál Kýp­ur, leidd af al­þjóð­leg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaða­manna ICIJ, af­hjúp­ar hvernig Kýp­ur hef­ur knú­ið pen­inga­vél stjórn­valda í Kreml með því að flytja fjár­magn fyr­ir auð­kýf­inga, harð­stjóra og glæpa­menn, þar með tal­ið eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár