Vincent de Canniere, sem gegnir lykilhlutverki í fjárfestingum sem fram fara í gegnum aflandsfélaganet þriggja kvenna sem eiga fátt sameiginlegt annað en að vera giftar fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka, sem fjallað var um í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar á föstudag, hefur áður unnið fyrir sama fólk. Nafn Vincent birtist í Panamaskjölunum en þá kom hann fram fyrir hönd Tortólafélagsins Robinson Associates Inc., sem var stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Chartwell & Partners í Sviss, fyrirtækis sem samkvæmt bandarískum dómskjölum í ótengdu máli er fyrirtæki Vincents.
Robinson var stofnað fyrir Hreiðar Má Sigurðsson árið 2010. Eftir að hafa hlotið dóm í Al Thani-málinu svokallaða í desember árið 2013, var gerð breyting á eignarhaldinu og tóku Anna Lísa, eiginkona hans, og Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupthings og eins nánasta samstarfsmanns Hreiðars, við sem eigendur Robinsons. Í tölvupóstsamskiptum á milli starfsfólks Mossack Fonseca, lögmannsstofunnar panamísku sem sá um Robinson, þótti …
En eins og vanalega er horft á "vonda kallinn" eða þessu tilfelli "vondu konuna" en ekki á það eina sem skiftir máli... kerfið... n.b. "flæddu í gegnum sjóðsstýringafélag Arion banka ".
Sorgleg staðreynd að sjá hvernig bankarnir eru saklausir leiksoppar "vonda fólksins" ... svo er líka Golden Gate brúin á sérstaklega heppilegu verði í dag.