Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Skýjuð sköp

Sam­band Elías­ar við ís­lensk­una er ein­stakt, enda er eins og hann sé frjáls und­an þeim ósögðu hefð­um sem lymsku­lega þjaka flesta þá sem yrkja á eig­in móð­ur­máli.

Skýjuð sköp
Bók

Áð­ur en ég breyt­ist

Höfundur Elías Knörr
Forlagið
94 blaðsíður
Niðurstaða:

Áður en ég breytist er sýnidæmi fyrir einstakan stíl Elíasar Knarrar og hans afar frumlegu efnistök. Bókin virðist fjalla um togstreituna milli listarinnar og heimsins og er í sjálfu sér mögnuð afurð þeirrar togstreitu.

Gefðu umsögn

Það fyrsta sem grípur lesanda nýjustu ljóðabókar Elíasar Knarrar er kápumyndin: Píka úr skýjum. Myndin er lýsandi, en í bókinni finnast einmitt ljóð sem virðast blanda saman hinu himneska og hinu holdlega. Þótt lesandinn þurfi að hafa fyrir því að viðhalda samhenginu, þá virðist bókin hafa ljóðmælanda, Evgeníu að nafni, samkvæmt saurblaði bókarinnar.

Evgenía virðist vera skáldagyðja eða músa sem vaknar til himnesks lífs sköpunarkraftsins: „Ljósblá og skýjuð sköp / sváfu á himninum“. Hún vaknar „í leit að dómsdeginum … þar sem uppheimar myndu opnast / líkt og geispandi blómarós“. Sköpunin mun kalla fram „þyrniblóm“ sem „rumska / í hjarta / kirkjugarðsins“.

Blómin eru ljóðin sem í bókinni finnast (nema mér skjátlist hrapallega) og spyr ljóðmælandinn: „Ætli blóm / tungumálsins / dreymi? … ætli orð dreymi / um að vera það / sem þau voru / áður en þau / urðu til?“ Elías ætlar sér sem sagt stóra hluti í þessari bók, allt frá himneskri sköpun til ragnaraka með blóm listarinnar á milli. 

„Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar.“

Íslenskt ljóðaáhugafólk ætti að þekkja Elías vel, en þetta galisísk/íslenska skáld vekur athygli á öllum upplestrum sem hann kemur fram á. Hann blandar saman hinsegin gjörningalist og miðaldasöng á fjölda tungumála og fer það alls ekki á milli mála hvers konar tungumálaséní Elías er. Samband Elíasar við íslenskuna er einstakt, enda er eins og hann sé frjáls undan þeim ósögðu hefðum sem lymskulega þjaka flesta þá sem yrkja á eigin móðurmáli. Elías skapar nýyrði og nýstárlegar samsetningar hægri vinstri, flest þeirra stórkostleg (nokkur dæmi úr bókinni: eindæma, drulluhærður, hamskeri, laufleysi, morgunhæna, örlöglaus, glyrnulegur, bensíngrár). Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar. Það er einfaldlega þannig að fæstir aðrir íslenskir höfundar myndu láta sér detta í hug að óska eftir „gamaldags síma / til að hengja mig“.

Í bókinni virðast bítast á sköpunarkrafturinn og heimurinn í kring sem svo auðveldlega kæfir sköpunina í fæðingu. Tíufréttirnar bresta á og það er eins og andinn sökkvi niður í kalda gröf; stundum ímyndar skáldið sér „krafsið í kistunni“. „Höfundurinn hrasaði / ofan í bræðsluofninn / meðan tungumálið brann / til svartra kola“, segir í einu ljóði, en „glæðurnar eru fastheldnar / á gamlar venjur // aftur kviknar í draumnum / og í brjóstinu er fortíðin / logandi / bókabál“. Eins og segir annars staðar þurfa menntagyðjur að vera styttur „úr bronsi // viðkvæmt dýrðareðli þeirra / þarf á sterkum stoðgrindum að halda // músur eru / mýksta / áttfætlan“. Að viðhalda tengslunum við menntagyðjuna skiptir ekki aðeins máli fyrir ljóðmælandann persónulega heldur hefur víðari skírskotun. Baráttan milli listarinnar og heimsins er pólitískt- og tilvistarspursmál. Eins og segir á bakhlið bókarinnar, þá er líf músunnar samtvinnað lífi jaðarhópa sem „er ekki leyft að lifa heldur aðeins að láta sig dreyma“. Þannig öðlast lokalínur bókarinnar sína miklu vigt: „Ætli íslenska / tungu dreymi / einhvern / sannleika?“ Ef hún gerir það einhvers staðar, þá er það hjá Elíasi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár