Koma Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, forsetafrúar og frambjóðanda til forseta, til Íslands olli fjaðrafoki vegna afstöðu hennar til vopnahlés í stríði Ísraels og Hamas. Hillary kom sem gestur á bókmenntahátíðina Iceland Noir að kynna spennuþrillerinn Ríki óttans sem hún skrifaði ásamt Louise Penny og lítið forlag, Ugla, gefur út á Íslandi.
Sjötíu rithöfundar hvöttu til sniðgöngu hátíðarinnar og mótmælti boðinu í harðorðri yfirlýsingu – og sökuðu hátíðina jafnframt um að hafa tekið afstöðu með stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Þess ber að geta að annar höfundur þessarar fréttaskýringar tók þátt í panel á hátíðinni og ræddi hana á Facebook þar sem hún velti því upp að ekki væri sanngjarnt að mála sjálfa aðstandendur hátíðarinnar pólitískum litum.
Atburðarás þessi fór bratt af stað, örfáum dögum fyrir viðburðinn með hinum umdeilda gesti, og í kjölfar ummæla Hillary þess efnis að þeir sem vildu vopnahlé skildu ekki Hamas. Lengi hafði verið vitað um komu …
Athugasemdir