Blaðamannafélagið kærir takmarkað aðgengi fjölmiðla að Grindavík

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands tel­ur að tak­mörk­un á að­gengi fjöl­miðla að hættu­svæð­inu við Grinda­vík, sé veru­lega um­fram það sem nauð­syn­legt geti tal­ist í skiln­ingi tján­ing­ar­frels­isákvæð­is stjórn­ar­skrár­inn­ar. Kæra var lögð fram til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Blaðamannafélagið kærir takmarkað aðgengi fjölmiðla að Grindavík
Grindavík Loftmynd frá Grindavík, sem ljósmyndari Heimildarinnar tók síðasta laugardag. Mynd: Golli

Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu í og við Grindavík. Blaðamannafélagið krefst þess í kærunni að fyrirmæli lögreglustjóra verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blaðamannafélaginu, en í kærunni sem lögð var fram í dag er meðal annars fjallað um að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og að engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafi eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga.

Þess í stað hafa stjórnvöld haft þann háttinn á að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu að fara inn á svæðið til kvik- og ljósmyndunar, með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. 

Tjáningarfrelsi takmarkað umfram það sem nauðsynlegt er

Í kærunni segir að stjórnvöldum, sem fari með …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár