Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu í og við Grindavík. Blaðamannafélagið krefst þess í kærunni að fyrirmæli lögreglustjóra verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blaðamannafélaginu, en í kærunni sem lögð var fram í dag er meðal annars fjallað um að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og að engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafi eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga.
Þess í stað hafa stjórnvöld haft þann háttinn á að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu að fara inn á svæðið til kvik- og ljósmyndunar, með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.
Tjáningarfrelsi takmarkað umfram það sem nauðsynlegt er
Í kærunni segir að stjórnvöldum, sem fari með …
Athugasemdir