Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Blaðamannafélagið kærir takmarkað aðgengi fjölmiðla að Grindavík

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands tel­ur að tak­mörk­un á að­gengi fjöl­miðla að hættu­svæð­inu við Grinda­vík, sé veru­lega um­fram það sem nauð­syn­legt geti tal­ist í skiln­ingi tján­ing­ar­frels­isákvæð­is stjórn­ar­skrár­inn­ar. Kæra var lögð fram til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Blaðamannafélagið kærir takmarkað aðgengi fjölmiðla að Grindavík
Grindavík Loftmynd frá Grindavík, sem ljósmyndari Heimildarinnar tók síðasta laugardag. Mynd: Golli

Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu í og við Grindavík. Blaðamannafélagið krefst þess í kærunni að fyrirmæli lögreglustjóra verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blaðamannafélaginu, en í kærunni sem lögð var fram í dag er meðal annars fjallað um að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og að engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafi eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga.

Þess í stað hafa stjórnvöld haft þann háttinn á að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu að fara inn á svæðið til kvik- og ljósmyndunar, með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. 

Tjáningarfrelsi takmarkað umfram það sem nauðsynlegt er

Í kærunni segir að stjórnvöldum, sem fari með …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár