Valdablokkir í Matador um Marel
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valdablokkir í Matador um Marel

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.

Eyrir Invest hefur lengi verið eitt stærsta fjárfestingafélag landsins. Snemma á öldinni var félagið kjölfestufjárfestir í tveimur íslenskum félögum sem hugðu á mikinn alþjóðlegan vöxt, Össur og Marel. Árið 2011 seldi Eyrir allan eftirstandandi hlut sinn í Össuri til að einbeita sér að einni kjarnaeign, Marel, en Eyrir hefur verið stærsti hluthafi þess félags síðan 2005. Umfang Marels óx gríðarlega á þessum árum, meðal annars með yfirtökum á fyrirtækjum utan Íslands. Í dag er félagið í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Marel hafði lýst því yfir að félagið stefndi að tólf prósent meðalvexti á ári á tímabilinu 2017 til 2026. Þar af átti innri vöxtur að vera fjögur til sex prósent og fimm til sjö prósent átti að koma í gegnum fyrirtækjakaup. 

Sumarið 2019 voru hlutabréf í félaginu tekin til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam …

Kjósa
141
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Alveg mögnuð grein, skildi ekki heilminginn en lærði ótrúlega mikið, Þetta er það sem almenningur þarf að lesa, Fólk þarf að fara að oppna augun,
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Endurtekið efni frá hruni og sami mannskapur í brúnni. Takk fyrir greinargóð skrif.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er Samherji að taka yfir öll fyrirtæki landsins?
    2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hvernig er plottið hjá Arion Banka í sambandi við að afhenda Samherja og Stoðum ,,þynntan" hlut í Eyri Invest? Þessi grein vekur hjá mér fleiri spurningar en hún svarar.
    0
    • MGÁ
      Marteinn Gísli Árnason skrifaði
      Sammala þer,vandamalið er ef maður spyr spurninga fær maður ekki svör.

      Rifjum upp "sma" mal þegar rikisstjorn Islands akvað að loka uppl.,i smb., við hrunið
      til u.þ.b. 100 ara otrulegt en satt.
      0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    'Uff,maður skilur ekki nema 1% af þeassari grein.Þeir felagar sem rituðu þessa grein hafa augljoslega lagt mikla vinnu i þetta eg treysti þeim algjörlega,þetta eru menn asamt öðrum hja Heimildinni sem ÞORA að tala og lata ekki bugast þott ÖFLIN geri allt til að knesetja þa.

    Gat svosem verið að Samherji væri með lukurnar slimugu i þessu alveg otrulega osvifnir naungar.
    8
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ætli sagnfræðingar framtíðar eigi eftir að kalla okkar tíma "Samherjaöldina" líkt og við tölum um þrettándu öldina sem " Sturlungaöld. Það er ástæða til að poppa og fylgjast vel með þegar höfðingjarnir fara að vega hvern annan.
    6
  • BGH
    Bardur G Halldorsson skrifaði
    Mjög greinargott og varndað.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár