Miklar umræður hafa skapast um Hillary Clinton og Iceland Noir-bókmenntahátíð og þá gagnrýni sem hefur komið fram. Nokkrir rithöfundar hafa ákveðið að sniðganga hátíðina, þar á meðal María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, sem áttu að koma fram á pallborðsumræðum á hátíðinni, ásamt því að búið er að stofna undirskriftalista sem fleiri höfundar hafa skrifað undir, þeirra á meðal, Kristín Eiríksdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Steinar Bragi, Hallgrímur Helgason og Eiríkur Örn Norðdahl. Í hvatningarbréfi til rithöfunda til sniðgöngu vegna Hillary, afstöðu hennar og stuðnings við Ísraelsríki segir:
„Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Að velja að sniðganga stofnun eða hátíð sem þessa er ekki persónuleg árás á skipuleggjendur eða bakhjarla hátíðarinnar, heldur aðgerð til að vekja athygli á stærra samhengi og samverkan hluta. Aðgerð til að hafa áhrif í heimi þar sem fæstar …
Athugasemdir (4)