Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég er ekki slasaður, ég er uppfærður!“

Tal­ið er að um 25 þús­und manns hafi misst út­lim í stríð­inu í Úkraínu frá því að það hófst í fe­brú­ar 2022. Það gera um 40 ein­stak­ling­ar á dag að með­al­tali. Ósk­ar Hall­gríms­son heim­sótti Un­broken Center, mið­stöð sem byggð var við rík­is­sjúkra­hús­ið í Lviv þar sem boð­ið er upp á með­ferð fyr­ir þenn­an hóp.

„Ég er ekki slasaður, ég er uppfærður!“

Það er ómögulegt að gera skil á hversu margir hafa slasast í stríðinu í Úkraínu. Stór hluti þjóðarinnar er enn undir hersetu Rússa og óljóst hver staðan er á heilbrigðisþjónustu herteknu svæðanna.

Ef fólk hefur bolmagn til að leita sér hjálpar þá er það oft til minni sjúkrahúsa eða heilsugæsla víðs vegar um landið og enginn miðlægur gagnagrunnur er til um þá sem leita sér heilbrigðisþjónustu. Þó er óhætt að álykta að tala slasaðra, bæði á meðal hermanna og óbreyttra borgara, telji á hundruð þúsunda.

Frá upphafi innrásar Rússa 2022 hefur Lviv verið miðstöð fyrir mannúðarstörf í landinu. Borgin hefur tekið á móti meira en fimm milljónum Úkraínumanna sem yfirgáfu heimili sín til að flýja stríðið. Til að svara auknum straumi flóttafólks, sem strax var farið að setja mikinn þrýsting á heilbrigðiskerfið í borginni, var ákveðið að reist yrði sérstök miðstöð fyrir einstaklinga sem hafa slasast í stríðinu. Úr því …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár