Það er ómögulegt að gera skil á hversu margir hafa slasast í stríðinu í Úkraínu. Stór hluti þjóðarinnar er enn undir hersetu Rússa og óljóst hver staðan er á heilbrigðisþjónustu herteknu svæðanna.
Ef fólk hefur bolmagn til að leita sér hjálpar þá er það oft til minni sjúkrahúsa eða heilsugæsla víðs vegar um landið og enginn miðlægur gagnagrunnur er til um þá sem leita sér heilbrigðisþjónustu. Þó er óhætt að álykta að tala slasaðra, bæði á meðal hermanna og óbreyttra borgara, telji á hundruð þúsunda.
Frá upphafi innrásar Rússa 2022 hefur Lviv verið miðstöð fyrir mannúðarstörf í landinu. Borgin hefur tekið á móti meira en fimm milljónum Úkraínumanna sem yfirgáfu heimili sín til að flýja stríðið. Til að svara auknum straumi flóttafólks, sem strax var farið að setja mikinn þrýsting á heilbrigðiskerfið í borginni, var ákveðið að reist yrði sérstök miðstöð fyrir einstaklinga sem hafa slasast í stríðinu. Úr því …
Athugasemdir