Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mögulega gert að játa á sig landráð

Tals­menn og lög­menn Venesúela­búa sem voru send­ir til heima­lands­ins í gær hafa feng­ið skila­boð um að fólki í hópn­um hafi ver­ið gert að játa á sig land­ráð við kom­una til Venesúela. Hóp­ur­inn er nú í haldi venesú­elskra yf­ir­valda við bág­ar að­stæð­ur.

Mögulega gert að játa á sig landráð
Frá vellinum Mynd sem Venesúelabúi sendi Heimildinni í gærkvöldi. Fólkið fékk ekki að hitta ættingja sem biðu þeirra á flugvellinum. Þeim var ekið í húsnæði þar sem þeim hefur verið gert að dvelja í tvo daga hið minnsta. Þar hafa farið fram ítrekaðar yfirheyrslur.

Ef Útlendingastofnun telur að þetta fólk verði ekki merkt og því mismunað í framtíðinni þá er sú frásögn með algjörum ólíkindablæ,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður um hóp 180 Venesúelabúa sem sendir voru frá Íslandi til Venesúela í lögreglufylgd í gær. 

Helgi Þorsteinsson SilvaTelur að íslensk stjórnvöld ættu að gera hlé á öllum vísunum til Venesúela.

Lögreglumenn tóku á móti hópnum á venesúelska vellinum, tóku af þeim vegabréfin og létu fólkið skrifa undir skjöl án lögfræðiaðstoðar. Þá eru sömuleiðis óstaðfestar heimildir um að ferðastyrkur sem hælisleitendurnir fengu frá íslenskum stjórnvöldum hafi verið tekinn af þeim við komuna til Venesúela. Talsmenn fólksins hér á Íslandi hafa jafnframt heyrt af því að einhverjum hafi verið gert að játa á sig landráð, segir Jón Sigurðsson – formaður stjórnar félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd (FTA). 

„Þetta er einn af mörgum slæmum hlutum sem maður hefur heyrt að hafi átt sér stað þarna við komuna,“ segir Jón. „Það er ekki staðfest nákvæmlega hvað hefur gerst, við höfum þetta eftir fólkinu sjálfu og skjólstæðingum okkar sem eru hér á landi og eru í beinu sambandi við þau. Ég hef að minnsta kosti séð myndband af því þegar er verið að láta þau skrifa undir eitthvað svona plagg á vellinum með fulltrúum yfirvalda. En ég hef enga sérstaka ástæðu til þess að draga [frásagnir fólksins] í efa.“ 

„Ef þetta snýst um að það vanti einhver gögn um að þau myndu verða fyrir einhverjum pólitískum ofsóknum þá þurftum við ekki að bíða lengi eftir því“
Jón Sigurðsson

Fellur ekki í fjöldann

Svo stór endursending til Venesúela hefur ekki verið framkvæmd áður.

„Það var lítið vitað um það hvernig er að vera endursendur til Venesúela í einni flugvél sem kemur sérstaklega í þeim tilgangi,“ segir Helgi. „Það er ekki eins og þú fallir í fjöldann. Yfirvöld vita að þessi vél kemur frá Íslandi með fólk sem er búið að flýja. Það er ekkert eins og að vera eitt af hundrað sætum.“

Fyrirsjáanlegt að þetta yrði niðurstaðan

Jón telur rannsóknarskyldu nú hvíla á íslenskum stjórnvöldum um að taka atburðina til skoðunar. 

Jón SigurðssonSegir að atburðirnir hafi verið fyrirsjáanlegir.

„Ég tel að það liggi í augum uppi að íslensk yfirvöld þurfa að taka þessar upplýsingar til greina og þetta hlýtur að koma til álita í tengslum við allar þær umsóknir sem eru til meðferðar og allar þær kærur sem eru til meðferðar,“ segir Jón. „Okkur sem störfum á þessum vettvangi fannst þetta mjög fyrirsjáanlegt. Íslensk stjórnvöld töldu öruggt að senda þetta fólk til baka og svo það sem mætir þeim er augljóst brot á réttindum þeirra.“ 

Styrkja þessir atburðir málstað þeirra venesúelsku ríkisborgara sem eru að sækja um vernd á Íslandi? 

„Mér finnst það augljóst. Ef þetta snýst um að það vanti einhver gögn um að þau myndu verða fyrir einhverjum pólitískum ofsóknum þá þurftum við ekki að bíða lengi eftir því,“ segir Jón. 

Og hvað með fólkið sem hefur mögulega játað á sig landráð? Hvað er gert við mann ef maður er landráðamaður í Venesúela? 

„Það er refsivert brot að vera landráðamaður, það er það líka á Íslandi. Venesúela er alræðisríki og það er alveg viðurkennt að pólitískar ofsóknir tíðkast í Venesúela. Þeir sem gerast sekir um landráð – án þess að vera sérfróður um venesúelsk lög þá er augljóst að það mun koma sér mjög illa fyrir fólk,“ segir Jón.  

„Hagsmunir stjórnvalda af því að bíða í einhverja daga eru svo litlir miðað við þá hagsmuni sem verða fyrir borð bornir ef þetta fer á versta veg“
Helgi Þorsteinsson Silva

Ættu að bíða með frekari endursendingar

Helgi telur að eftir atburðina í Venesúela ættu stjórnvöld að bíða með að senda fleiri þangað. 

„Hagsmunir stjórnvalda af því að bíða í einhverja daga eru svo litlir miðað við þá hagsmuni sem verða fyrir borð bornir ef þetta fer á versta veg,“ segir Helgi. 

Í nokkur ár veittu íslensk stjórnvöld nánast öllum þeim Venesúelabúum sem sóttu hér um hæli viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í Venesúela. Fyrr á þessu ári staðfesti kærunefnd útlendingamála nokkra neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa þar sem aðstæður í heimalandinu hefðu batnað. 

Þessu hafa Venesúelabúar mótmælt harðlega enda eru aðstæðurnar í Venesúela enn mjög slæmar, glæpatíðnin þar er ein sú hæsta í heimi, fáir hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu og flestir almennir borgarar eiga erfitt með að mæta grunnþörfum sínum.

„Ég vil ítreka það sem ég hef áður sagt: Að í þessari stöðu þar sem eru vísbendingar um hugsanlega ögn betra ástand þá hefði verið í betra samræmi við mannúð og meðalhóf að bíða aðeins og fá reynslu mögulega frá öðrum löndum um það hvernig er að endursenda til Venesúela,“ segir Helgi.

Fjöldi hælisumsókna venesúelskra ríkisborgara hér á landi hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum – þær fóru úr 14 árið 2018 í 1.209 í fyrra en frá janúar til september á þessu ári voru þær enn fleiri: 1.318. Eftir að kærunefnd útlendingamála staðfesti neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar fór umsóknunum að fækka.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    AF HVERJU ISLAND? ENGIN HERSKYLDA!!
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Núna hefur Ríkistjórnin hugsanlega orðið völd að morðum. Hafið ævarandi skömm fyrir.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Forfaðir minn, Bjarni Hermannsson, sá til þess í hans tíð sem hreppsstjóri, að sem flestir hreppsómagar yrðu færður útfyrir hreppsmörk, enda hreppurinn óvenju fjársterkur í hanns tíð.
    Enn efast ég um gjörning minns forföður!!!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár