Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Gasalega forvitnilegur fortíðardans

„Skín­andi dæmi um ríki­dæmi ís­lenskr­ar sviðslista- og menn­ing­ar­sögu.“ Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á rann­sókn­ar­reví­una Pipar­fólk­ið.

Gasalega forvitnilegur fortíðardans
Piparfólkið Leikhópurinn Díó sýnir rannsóknarrevíuna Piparfólkið.
Leikhús

Pipar­fólk­ið

Höfundur Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Guðni gas (Guðni Eyjólfsson/Gylfi)
Leikstjórn Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Leikarar Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson Tónskáld: Georg Kári Hilmarsson Aðstoð við dramatúrgíu: Hannes Óli Ágústsson

Gefðu umsögn

Leikhópurinn Díó er mættur aftur á svið eftir alltof langa fjarveru. Í síðasta verki sínu skoðuðu Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir blakiðkun áhugafólks. Í rannsóknarrevíunni Piparfólkið fara þær allt aðrar leiðir og bjóða litlum hópi áhorfenda í Kornhlöðuna á Bankastræti að ferðast aftur í tímann. Sögusviðið er fyrstu áratugir tuttugustu aldarinnar á höfuðborgarsvæðinu þegar Reykjavík var að slíta barnsskónum og aðalpersóna verksins, sem áhorfendur heyra í en sjá aldrei, er Guðni Eyjólfsson, langafi Aðalbjargar.

Stórmerkileg heimild

Guðni, betur þekktur sem Guðni gas, enda starfsmaður á Gasstöðinni í Reykjavík, átti sér nefnilega leynisjálf sem gamanvísna- og revíuhöfundurinn Gylfi. Þegar Aðalbjörg uppgötvar þessa óvæntu staðreynd hefur hún samband við Ylfu og þær leggja af stað í rannsóknarleiðangur. Illa gengur að finna höfundarverk Gylfa nema þá helst á síðum dagblaðanna, í formi pistla og gamanvísna. En einn góðan veðurdag fá þær símtal frá starfsmanni á Handritasafni Landsbókasafns sem biður þær um að koma skjótt. Í litlu skjalasafni undir safnmarkinu Lbs 5481 4to er forláta stílabók sem inniheldur leikrit í einum þætti að nafninu Piparfólkið. Kemur í ljós að einþáttungurinn er eftir engan annan en Guðna gas.

Piparfólkið er kannski ekki góður pappír samkvæmt nútímastöðlum en er stórmerkileg heimild, ekki einungis um gamanleikrit fyrri tíma heldur einnig daglegt líf í Reykjavík á þeim tíma þegar leikþátturinn er skrifaður. Með því að rýna í smáatriði textans þræða Aðalbjörg og Ylfa saman framvindu leikritsins inn í menningarsögu Reykjavíkurborgar. Stöllurnar fá síðan leynigesti til liðs við sig til að koma leikriti Guðna/Gylfa til skila, ekki einungis í brúðuformi heldur líka af holdi og blóði.

Ríkidæmi íslenskrar sviðslista- og menningarsögu

Leikmyndina hannar Brynja Björnsdóttir af natni. Engu er ofaukið, enda leiksviðið afar smátt. Hún vinnur laglega með dýpt og stærð, liti og hlutföll. Aðalbjörg og Ylfa eru með drífandi og skemmtilega sviðsnærveru. Frásögn þeirra er grípandi, danssporin bráðfyndin og húmorinn smitandi. Aftur á móti er tónninn og frásagnarmátinn stundum of hástemmdur, eins og þær séu að flýta sér í gegnum sýninguna. Hannes Óli Ágústsson aðstoðar við dramatúrgíu en leikkonurnar leikstýra, ásamt því að standa á sviði og skrifa handritið. Hér hefði verið gott að fá annað par af höndum til að ramma sum atriði betur inn, eða jafnvel hægja á þeim. Í raun mætti Piparfólkið vera lengra, nægur er efniviðurinn og vel þess virði að staldra við sum atriði.  

Eins og góðum revíum sæmir þá eru það lögin sem standa upp úr en þau eru tvö undir frábærri tónlist Georgs Kára Hilmarssonar. Annars vegar lag um baráttu gasfólksins við andgasfólkið og Lögregluljóðin eftir Gylfa og hið síðara sungið undir laginu Álfareiðin, betur þekkt eftir fyrstu línunni: „Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg“. Piparfólkið í höndum Díóparsins er skínandi dæmi um ríkidæmi íslenskrar sviðslista- og menningarsögu, sneisafullt af forvitnilegum sögum sem bíða eftir fleiri rannsakendum.


Niðurstaða: Bráðskemmtileg en hástemmd rannsóknarrevía.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu