Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stjörnukíkir inn á við

Tekst skáld­sag­an á við nú­tím­ann, við heim­inn og á hún að gera það? Skáld­sag­an á tím­um lofts­lags­ham­fara, stríða og gervi­greind­ar. Sam­tal við rit­höf­unda, þýð­end­ur, kenn­ara, borg­ar­full­trúa og hljóð­bókafram­leið­end­ur.

Stjörnukíkir inn á við
Skáldsagan er sérhannaður sjónauki Oddný Eir Ævarsdóttir líkir skáldsögunni við sjónauka sem er ekki beint út í loftið heldur inn á við, inn í samtímann, samfélög og innra með manneskjum í tengslum þeirra við alheiminn. Mynd: Stilla úr kvikmynd

Skáldsagan, hvað í fjandanum er hún? Á hún erindi, er einhver að lesa? Stútar gervigreindin henni, eru algóryþmar Facebook og TikTok að fela hana fyrir okkur? Týnist hún í fortíðinni eða úti í geimi, er hún föst í borginni eða vaknaði hún timbruð og týnd eftir sveitaball? Er eitthvert pláss fyrir hana í heimi stríða og frétta af hamförum, hlutabréfum og ójöfnuði?

Tekst skáldsagan á við nútímann, við heiminn – og á hún að gera það? Er erindisleysið kannski einmitt erindið? Sem minnir okkur á það sem skiptir alltaf máli, þegar fréttirnar hafa dáleitt okkur um að ákveðnir hlutir skipti öllu máli, hvort sem það er hrunið, kófið, nýjasta stríðið eða nýjustu náttúruhamfarirnar.

Þetta er vissulega eilífðarspurning. En skáldsagan snýst líka um eilífðarspurningarnar. Við spurðum rithöfunda, þýðendur, kennara, borgarfulltrúa og hljóðbókaframleiðendur að þessu og ýmsu öðru varðandi skáldsöguna.

Skáldsagan er sérhannaður sjónauki

„Skáldsagan er leikur. Að lesa og að …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er alltaf hollt tómstundagaman að sökkva sér niður í bæði fróðlega og skemmtilega bók að lesa og það má hrósa happi heldur betur yfir því að hafa þó kunnáttu og getu til þess
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár