Svo safaríkar og vellyktandi að mörgum finnst algjörlega ómissandi að rífa utan af þeim og bíta hressilega í þær til að fá jólaandann yfir sig. En þær eru ekki ókeypis. Hafa reyndar hækkað í verði um heil 22 prósent frá því í fyrra. Kassinn af Robin-klementínunum kostar nú yfir þúsund kall í Bónus.
Fyrir jólin árið 2016 kostaði kassi af Robin-klementínum í Bónus 698 krónur. Þremur árum síðar var hann kominn upp í 795 kr. Árið 2020 var verð á þessum 2,3 kílóa kassa af klementínum kominn í 898 krónur og það kostaði hann líka í fyrra. En svo fóru að nálgast jólin í ár. Og nú kosta þessar gómsætu appelsínugulu jólabollur 1.098 krónur – komnar yfir þúsund króna þröskuldinn.
Þessi hækkun er töluvert meiri en sem nemur ársbreytingu á vísitölu neysluverðs sem er nú 7,9 prósent.
Klementínur eru frekar nýleg mandarínutegund og á ræktun þeirra uppruna að rekja til …
En þá gilda áfram hin kapítalísk lögmál að framboð og eftirspurn ráða verði og hefur verðbólgan þar mjög lítið að segja.