Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Misstu annað heimili sitt þegar allt fór að skjálfa

Venesú­elsk­ir hæl­is­leit­end­ur sem bjuggu í Grinda­vík sakna bæj­ar­ins. Mörg­um hverj­um líð­ur eins og þeir hafi nú misst seinna heim­ili sitt, enda lík­aði þeim af­skap­lega vel við Grind­vík­inga og bæ­inn sjálf­an. Þetta seg­ir einn hæl­is­leit­end­anna, No­ver Pirela.

Misstu annað heimili sitt þegar allt fór að skjálfa
Í Hvalfirði Nover Pirela hér við Hótel Glym þar sem um 20 venesúelskir hælisleitendur sem bjuggu í Grindavík dvelja nú. Þau vona að ástandið fari að batna og þau geti snúið aftur til Grindavíkur, bæjar sem var orðinn nýja heimilið þeirra eftir að þau flúðu Venesúela.

Um 40 venesúelskir hælisleitendur sem bjuggu í sömu byggingunni í Grindavík dvelja nú í Hvalfirði, við Laugarvatn og í Reykjavík. Þau voru send þangað í kjölfar rýmingar vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.

Nover Pirela er einn þessara hælisleitenda en hann dvelur nú á hótel Glymi með systur sinni Verónicu og um tuttugu öðrum fullorðnum hælisleitendum.

„Við sem erum hér á Hótel Glym höfum það fínt þó við séum langt í burtu,“ segir Nover. „Í Reykjavík er þetta verra. Þar er fólk sem býr ekki við góðar aðstæður, fjölskyldur með börn og óléttar konur.“ 

Ákall um hjálp fyrir hóp hælisleitendanna var sett inn á Facebook-hópinn Aðstoð við Grindvíkinga í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjöunda tug manns buðu fram aðstoð sína í formi fatnaðar og nauðsynja við færsluna. 

„Við erum mjög þakklát því við höfum fengið mikla aðstoð,“ segir Nover. „Allir eru að reyna að hjálpa okkur.“

BoltinnVenesúelskir hælisleitendur og grindvískir vinir á fótboltaleik.

„Við vorum mjög ánægð í Grindavík“

Nover segir að til að byrja með hafi hann ekki verið hræddur við skjálftana í Grindavík. En þegar þeir voru orðnir mjög stórir fór honum ekki að standa á sama og hræðsla greip um sig í hópnum.

„Á föstudaginn varð allt vitlaust,“ segir Nover. „Við erum sorgmædd vegna þess að við vorum mjög ánægð í Grindavík og okkur líkaði vel við fólkið. Þetta var nýtt heimili, langt frá heimilinu okkar.“

SystkiniNover og systir hans Verónica. Þau hafa bæði sótt um alþjóðlega vernd hér á landi.

Þannig að þið misstuð í raun annað heimili ykkar?

„Já, við erum að missa annað heimilið okkar og aðra fjölskyldu.“ 

Nover vonar það besta fyrir Grindavík. 

„Við söknum svo bæjarins okkar og við höfum áhyggjur af honum og Grindvíkingum. Við viljum komast þangað aftur eins fljótt og hægt er.“

Kirkjukór GrindavíkurVenesúelskir hælisleitendur hafa tekið þátt í starfi kórsins að undanförnu.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár