Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Næstum annar hver Íslendingur vantreystir Seðlabanka Íslands

Hlut­fall þeirra lands­manna sem bera lít­ið traust til Seðla­bank­ans hef­ur þre­fald­ast á tveim­ur ár­um og van­traust í hans garð hef­ur ekki mælst meira í yf­ir ára­tug. Ein­ung­is tæp­ur fjórð­ung­ur lands­manna treyst­ir bank­an­um vel. Sá hóp­ur hef­ur rúm­lega helm­ing­ast frá 2021.

Næstum annar hver Íslendingur vantreystir Seðlabanka Íslands
Dvínandi vinsældir Traust til Seðlabanka Íslands tók kipp eftir að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra. Vextir voru lágir og kaupmáttur jókst mikið. Síðustu ár hefur orðið mikill viðsnúningur með viðvarandi hárri verðbólgu og svimandi háum stýrivöxtum sem hafa dregið verulega úr kaupmætti landsmanna. Samhliða hafa vinsældir bankans hríðfallið. Mynd: Heiða Helgadóttir


Alls bera 47 prósent landsmanna lítið traust til Seðlabanka Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vantraust á bankann hefur ekki mælst svo mikið síðan á árinu 2012, eða fyrir ellefu árum síðan. Á tveimur árum hefur vantraust á Seðlabankann farið úr því að mælast 16 prósent í áðurnefnda tölu, 47 prósent. 

Einungis 23 prósent landsmanna segjast bera mikið traust mikið traust til bankans nú en í desember 2021 sögðust 54 prósent aðspurðra treysta honum vel. Áratugur er síðan að svo lágt hlutfall landsmanna svaraði því til að hann treysti Seðlabankanum svo lítið. 

Kjósendur stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, treysta Seðlabankanum mun betur en kjósendur annarra flokka. Á meðal kjósenda stjórnarflokkanna mælist mikið traust á bankann á bilinu 38 til 46 prósent en hjá kjósendum annarra flokka er það á bilinu níu til 27 prósent. Mest er vantraustið hjá kjósendum Fólks flokksins og Sósíalistaflokksins þar sem 70 til 75 prósent treysta Seðlabanka Íslands lítið.

Már Guðmundsson gegndi stöðu seðlabankastjóra í um áratug, frá árinu 2009 og fram í ágúst 2019. Ásgeir Jónsson var skipaður eftirmaður hans af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og hefur því setið í stóli seðlabankastjóra í rúmlega þrjú ár, en skipunartimi hans er til fimm ára.

Davíð, Már og Ásgeir

Þegar Már tók við sem seðlabankastjóra var stutt liðið frá bankahruni og traust almennings á Íslandi gagnvart helstu stofnunum samfélagsins almennt afar lítið. Þannig var líka með traust gagnvart Seðlabanka Íslands, en í september 2009 sögðust 53 prósent landsmanna vantreysta honum og einungis 13 prósent að þeir bæru mikið traust til bankans. Það var þó mun betri staða en hafði verið í desember 2009, þegar Davíð Oddsson var aðalbankastjóri, formaður þriggja manna bankastjórnar. Þá sagðist þriðji hver landsmaður að hann bæri lítið traust til Seðlabankans og einn af hverjum tíu að hann treysti bankanum vel. Lögum var breytt þannig að hægt yrði að koma Davíð úr starfi en hann ákvað að segja af sér áður en það gerðist. Norðmaðurinn Svein Harald Øygard settist í stólinn í nokkra mánuði á árinu 2009 áður en Már var formlega skipaður

Í síðustu mælingu Maskínu áður en að Már hætti, sem var framkvæmd í apríl 2019, sagðist fjórðungur treysta bankanum vel en 37 prósent treystu honum litið. Eftir að Ásgeir tók við lagaðist staðan hratt og traust til Seðlabanka Íslands fór í methæðir. Í desember 2021 mældist vantraust á hann einungis tólf prósent og í september árið eftir sögðust 54 prósent landsmanna að þeir treystu bankanum mikið. Á þessum árum voru stýrivextir í lágmarki, þeir fór lægst í 0,75 prósent vorið 2021. Peningar voru ódýrari en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni og kaupmáttur jókst gríðarlega, meðal annars vegna þessa. Landsmenn færðu sig í stórum stil yfir í óvertryggð lán meðal annars vegna þess að Ásgeir hvatti til þess opinberlega. Í viðtölum greindi hann frá því að í fyrsta sinn væri það „raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti og þannig afnema verðtrygginguna að eigin frumkvæði af sínum lánum“. Afleiðingin varð sú að hlutfall óverðtryggðra lána fór úr því að vera um 30 prósent allra íbúðarlána fyrir kórónuveirufaraldur í að vera yfir helmingur allra lána þegar stýrivextir fóru að hækka á árinu 2021. 

Allt breytt á Íslandi

Síðan hefur orðið algjör kúvending á Íslandi. Verðbólga hefur verið mikil um langt skeið og mælist í dag 7,9 prósent. Til að takast á við þessa stöðu hefur Seðlabanki Íslands ítrekað hækkað stýrivexti og þeir standa nú í 9,25 prósent. Vegna þessa hafa íbúðalánavextir á óverðtryggðum lánum farið úr því að vera á milli fjögur og fimm prósent í að vera um og yfir ellefu prósent. Mánaðarleg greiðslubyrði slíkra lána hefur í mörgum tilvikum tvöfaldast. Kaupmáttur launa hefur nú dregist saman fjóra ársfjórðunga í röð og vaxtagreiðslur heimila á fyrri hluta ársins 2023 voru 22,5 milljörðum krónum hærri en á sama tímabili í fyrra.

Heimili landsins hafa fyrir vikið flúið í stórum stíl aftur í verðtryggð lán. Frá byrjun árs 2023 og út septembermánuð tóku heimili landsins verðtryggð íbúðalán hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, fyrir samtals 100 milljarða króna umfram það sem þau greiddu slík lán niður. Það er næstum því þreföld sú upphæð sem bankar landsins lánuðu verðtryggt allt árið í fyrra.

Í septembermánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent. 

Samhliða þessu hefur traust á Seðlabanka Íslands hríðfallið og vantraust á bankann stóraukist. Á tveimur árum hefur vantraustið næstum þrefaldast úr 16 prósent í 47 prósent.

Könnunin fór fram dagana 12. til 18. október 2023 og voru svarendur 1.259 talsins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár