Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Einhvern daginn verður gos“

Bene­dikt G. Ófeigs­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur seg­ir það stress­andi, spenn­andi, skemmti­legt og krefj­andi að vera jarð­eðl­is­fræð­ing­ur í dag.

„Einhvern daginn verður gos“
Jarðeðlisfræðingur Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum, skoðar bæði hið líklega og ólíklega sem lesa má úr jarðhræringum og kvikuinsskotum á Reykjanesskaga. Mynd: Aðsend

„Það er ekki hægt að segja: „Það er örugglega að koma gos“,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Öflugasti jarðskjálftinn frá því að landris hófst norðvestan við Þorbjörn á Reykjanesskaga fyrir tveimur vikum varð aðfaranótt fimmtudags, 4,8 að stærð. Stærð skjálfta þarf þó ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun og engin merki eru um að kvika færist nær yfirborði. 

Óvissan er enn mikil, rétt eins og í síðustu fjórum kvikuinnskotum sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því í upphafi árs 2021. Þrisvar hafa innskotin endað með eldgosi. Kvikan er sem stendur á um fimm kílómetra dýpi. „Við erum að skoða hvort þetta geti haft áhrif á kvikusöfnunina, annaðhvort hafi kvika farið að leggja af stað eða sé lögð á stað, þá mögulega endar það í gosi. Það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Benedikt. 

En þegar kvika fer upp á yfirborðið, þá byrja lætin, að sögn Benedikts, og það er lærdómurinn sem draga megi af fyrri eldgosum á Reykjanesskaga síðustu misseri. „Við vitum í rauninni ekkert um líkurnar á að það komi gos úr þessu, því við erum ekki að sjá kviku á ferðinni að nálgast yfirborð. En ef það gerist, þá er líklegast að við séum að horfa á að minnsta kosti nokkra klukkutíma áður en kvika kemur upp.“

„Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“

Óvissan hefur áður leikið á Benedikt en það vakti athygli þegar hann sagði í kvöldfréttum RÚV 19. mars 2021 að hann ætti síður von á eldgosi. Nokkrum klukkutímum síðar hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Benedikt kippir sér ekki upp við að rifja það upp. „Ég „triggerast“ ekkert af því, það er bara allt í góðu lagi. Ég var að reyna að halda inni einhverri óvissu og koma því til skila að við héldum að þetta væri að stoppa, það leit þannig út. Og ég sagði þetta á mjög óheppilegum tíma.“

Benedikt segir það geta verið snúið að svara spurningum fjölmiðla þegar mögulegt eldgos er yfirvofandi. „Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“ Það endar þannig, einhvern daginn verður gos daginn eftir.“

Það eru því blendnar tilfinningar að vera jarðeðlisfræðingur á þessum miklu eldsumbrota- og jarðhræringatímum. „Það er náttúrlega mjög stressandi þegar svona er í gangi. En það er mjög spennandi, skemmtilegt og krefjandi. En maður þarf stundum að halda niðri í sér andanum og telja upp á tíu.“ Þó svo að fræðimenn séu sífellt að svara því sem líklega mun gerast þýðir það ekki að gert sé ráð fyrir því ólíklega. „Við erum líka að gera ráð fyrir að eitthvað óvænt gerist sem við höldum að gerist ekki og erum að leita í öllum mögulegum gögnum að vísbendingum.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu