„Þær voru nokkuð hljóðlátar í dag,“ fær Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur gjarnan að heyra frá starfsfólki eftir að hún kemur inn á foreldramorgna á bókasöfnum og í kirkjum og fræðir mæður um kynlíf eftir meðgöngu.
Mæðurnar eru áhugasamar en segja ekki mikið.
„Þetta er feimnismál en það er eiginlega alltaf þannig með kynlíf og kynfræðslu almennt,“ segir Indíana, sem hefur auk þess að koma inn á foreldramorgna verið einn af fjórum fagaðilum sem standa fyrir námskeiðinu Endurheimt – sem snýr að endurheimt móður í nýjum og breyttum aðstæðum – hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur.
„Fólk er alveg til í að tala um kynlíf ef það er eitthvað skemmtilegt en svo þegar þetta er orðið „vandamál“ – þegar það er eitthvað ekki eins og það á að vera, þá er svo erfitt að tala um það,“ segir Indíana.
Oftar en ekki upplifa nýbakaðir foreldrar að þeir séu einir í vandræðum sínum með …
Athugasemdir