Breytt kynlífshandrit eftir fæðingu: „Ég veit að þetta er erfitt“

Það get­ur reynst ný­bök­uð­um for­eldr­um erfitt að fóta sig aft­ur í kyn­lífi. Breytt dýna­mík í sam­band­inu, álag og lík­am­leg­ir verk­ir geta spil­að þar inn í en kyn­fræð­ing­ur seg­ir mik­il­vægt að nýbak­að­ir for­eldr­ar sýni sér mildi og ræði um áskor­an­irn­ar.

Breytt kynlífshandrit eftir fæðingu: „Ég veit að þetta er erfitt“
Móðir „Ég þarf líka að minna sjálfa mig á að sýna mér sjálfsmildi með breyttan líkama og breytta dýnamík og allt þetta,“ segir Indíana. Mynd: Birta Sveinbjörnsdóttir

„Þær voru nokkuð hljóðlátar í dag,“ fær Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur gjarnan að heyra frá starfsfólki eftir að hún kemur inn á foreldramorgna á bókasöfnum og í kirkjum og fræðir mæður um kynlíf eftir meðgöngu. 

Mæðurnar eru áhugasamar en segja ekki mikið. 

„Þetta er feimnismál en það er eiginlega alltaf þannig með kynlíf og kynfræðslu almennt,“ segir Indíana, sem hefur auk þess að koma inn á foreldramorgna verið einn af fjórum fagaðilum sem standa fyrir námskeiðinu Endurheimt  sem snýr að endurheimt móður í nýjum og breyttum aðstæðum – hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur. 

„Fólk er alveg til í að tala um kynlíf ef það er eitthvað skemmtilegt en svo þegar þetta er orðið „vandamál“ – þegar það er eitthvað ekki eins og það á að vera, þá er svo erfitt að tala um það,“ segir Indíana. 

Oftar en ekki upplifa nýbakaðir foreldrar að þeir séu einir í vandræðum sínum með …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár