Um þrjúhundruð manns voru saman komin fyrir framan ráðherrabústaðinn klukkan 9 í morgun. Fólkið mótmælti árásum Ísraelshers á almenna borgara í Palestínu, krafðist meðal annars vopnahlés og frelsun Palestínu.
Ríkisstjórnarfundur hófst um hálftíma eftir að mótmælin hófust og stóð í tvær klukkustundir. Mótmælendur voru farnir þegar fundi ráðherranna lauk.
Lítill tími eftir langan fund
„Bara tvær mínútur fyrir hvert ykkar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fjölmiðlafólk sem beið í anddyri ráðherrabústaðsins. Og bætti við að hún væri að verða of sein á annan fund.
Spurð hvort utanríkisstefna Íslands hvað varðar átökin fyrir botni Miðjarðarhafs hefði verið rædd á ríkisstjórnarfundinum sagði Katrín svo ekki hafa verið.
„Nei ekki núna en á síðasta fundi,“ sagði hún.
Katrín sagði að Ísland hafi talað mjög skýrt fyrir því undanfarna daga að …
Athugasemdir