Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mættu með blóðrauða lófa: „Gangi ykkur vel með mannréttindin“

„Þú berð ábyrgð á því að ata hend­ur okk­ar blóði,“ kall­aði mót­mæl­andi á Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar hún steig úr pontu eft­ir opn­un­ar­ræðu á mál­þingi um mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar í gær. Á með­an hún tal­aði héldu þrír al­menn­ir borg­ar­ar uppi rauð­um lóf­um.

Mættu með blóðrauða lófa: „Gangi ykkur vel með mannréttindin“
Mótmæli Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, heldur uppi rauðum lófa, sem er þó ekki útataður blóði heldur málningu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði nýlokið opnunarræðu sinni fyrir málþing um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar í Háskólanum í Reykjavík í gær þegar mótmælendur með rauðmálaða lófa á lofti ávörpuðu hana. 

„Katrín Jakobsdóttir,“ byrjaði einn mótmælenda – Salka Gullbrá Þórarinsdóttir. „Ef þú lætur þér annt um mannréttindi þá skaltu tala fyrir hönd palestínsku þjóðarinnar fyrir friði.“

Með Sölku voru Margrét Kristín Blöndal og Ólafur Ólafsson en þau voru mætt til þess að láta í sér heyra vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda við árásum Ísraelshers á Gasasvæðið. 10.000 manns hafa látið lífið í árásunum sem skollið hafa á Gasasvæðinu undanfarinn mánuð, þar af 4.000 börn. 

Fundarstjóri greip inn í ávarp mótmælendanna: „Mig langar til að biðja alla gesti um að setjast niður og hafa ró. Umræður er hægt að taka síðar.“ 

„Hvenær er hægt að taka þær umræður?“ spurði Margrét þá. 

„Þessi fundur er um annað. Hann heldur áfram núna,“ svarði fundarstjórinn. 

„Við erum að fara að ræða um mannréttindi,“ sagði maður í salnum.

„Þið eruð að fara að ræða um mannréttindi? Þannig að við þurfum að fara,“ sagði Margrét. 

„Gangi ykkur vel með mannréttindin,“ skaut Salka inn í.

Rauðir lófarHér sést Katrín Jakobsdóttir flytja sitt ávarp og Magga Stína og Ólafur með rauða lófa á lofti.

Dómarinn og lögfræðingurinn Róbert R. Spanó, einn af frummælendum á málþinginu, þakkaði mótmælendunum fyrir: „Takk fyrir kærlega að iðka tjáningarfrelsi ykkar. Það er mjög mikilvægt.“

Mótmæla vikulega og leyfa ekki vinnufrið

Mótmæli þremenninganna eru ekki þau einu sem sprottið hafa upp að undanförnu vegna átakanna á Gasasvæðinu og þess sem mótmælendur telja skort á ákalli íslenskra stjórnvalda eftir vopnahléi. Hópur mótmælenda hefur mótmælt vikulega fyrir utan ráðherrabústaðinn á meðan ríkisstjórnin fundar þar og gerði hópurinn það síðast í morgun. Þá mættu mótmælendur á málstofu í Háskóla Íslands um gervigreind og mannréttindi í hádeginu í dag og hrópuðu aftur og aftur: „Vopnahlé strax,“ á meðan forsætisráðherra talaði. Mótmælendunum var vísað út að því loknu.

„Þau fá ekki vinnufrið á meðan þau taka ekki skýra afstöðu í þessu máli,“ segir Salka í samtali við Heimildina. Mótmælin í gær voru, að hennar sögn, örþrifaráð vegna „þjóðarmorðs í beinni“ sem íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt. 

Lætur í sér heyra„Mér finnst ekki rétt að ríkisstjórn Íslands fái að taka svona á máli eins og hún hefur gert án þess að almenningur hafi eitthvað um það að segja,“ segir Salka sem hefur lengi látið málefni Palestínu sig varða.

„Við erum bara almennir borgarar sem geta eiginlega ekki setið auðum höndum í þessum hörmungum og finnst ríkisstjórnin verða að fordæma þessar viðbjóðslegu hörmungar,“ segir Salka. „Þetta er örþrifaráð almennings – þegar það er ekki nóg að skrifa undir undirskriftalista eða mæta á boðuð mótmæli.“ 

Ís­land sat hjá þeg­ar álykt­un um taf­ar­laust vopna­hlé fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs var sam­þykkt á neyð­ar­fundi alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu þjóð­anna í lok október. Sú ákvörðun, sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi utanríkisráðherra tók, hefur verið gagnrýnd harðlega. Katrín hefur gefið það út að hún og hennar þingflokkur – Vinstri Græn – hefðu talið rétt að styðja tillöguna. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    íslenska valdstjórnin styður þjóðarmorð/stræipsglæpi á gaza og ætti því að segja af sér strax . . . ísland þarf að segja upp öllu stórnmálasambandi við zæónistan strax . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu