Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Mættu með blóðrauða lófa: „Gangi ykkur vel með mannréttindin“

„Þú berð ábyrgð á því að ata hend­ur okk­ar blóði,“ kall­aði mót­mæl­andi á Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar hún steig úr pontu eft­ir opn­un­ar­ræðu á mál­þingi um mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar í gær. Á með­an hún tal­aði héldu þrír al­menn­ir borg­ar­ar uppi rauð­um lóf­um.

Mættu með blóðrauða lófa: „Gangi ykkur vel með mannréttindin“
Mótmæli Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, heldur uppi rauðum lófa, sem er þó ekki útataður blóði heldur málningu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði nýlokið opnunarræðu sinni fyrir málþing um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar í Háskólanum í Reykjavík í gær þegar mótmælendur með rauðmálaða lófa á lofti ávörpuðu hana. 

„Katrín Jakobsdóttir,“ byrjaði einn mótmælenda – Salka Gullbrá Þórarinsdóttir. „Ef þú lætur þér annt um mannréttindi þá skaltu tala fyrir hönd palestínsku þjóðarinnar fyrir friði.“

Með Sölku voru Margrét Kristín Blöndal og Ólafur Ólafsson en þau voru mætt til þess að láta í sér heyra vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda við árásum Ísraelshers á Gasasvæðið. 10.000 manns hafa látið lífið í árásunum sem skollið hafa á Gasasvæðinu undanfarinn mánuð, þar af 4.000 börn. 

Fundarstjóri greip inn í ávarp mótmælendanna: „Mig langar til að biðja alla gesti um að setjast niður og hafa ró. Umræður er hægt að taka síðar.“ 

„Hvenær er hægt að taka þær umræður?“ spurði Margrét þá. 

„Þessi fundur er um annað. Hann heldur áfram núna,“ svarði fundarstjórinn. 

„Við erum að fara að ræða um mannréttindi,“ sagði maður í salnum.

„Þið eruð að fara að ræða um mannréttindi? Þannig að við þurfum að fara,“ sagði Margrét. 

„Gangi ykkur vel með mannréttindin,“ skaut Salka inn í.

Rauðir lófarHér sést Katrín Jakobsdóttir flytja sitt ávarp og Magga Stína og Ólafur með rauða lófa á lofti.

Dómarinn og lögfræðingurinn Róbert R. Spanó, einn af frummælendum á málþinginu, þakkaði mótmælendunum fyrir: „Takk fyrir kærlega að iðka tjáningarfrelsi ykkar. Það er mjög mikilvægt.“

Mótmæla vikulega og leyfa ekki vinnufrið

Mótmæli þremenninganna eru ekki þau einu sem sprottið hafa upp að undanförnu vegna átakanna á Gasasvæðinu og þess sem mótmælendur telja skort á ákalli íslenskra stjórnvalda eftir vopnahléi. Hópur mótmælenda hefur mótmælt vikulega fyrir utan ráðherrabústaðinn á meðan ríkisstjórnin fundar þar og gerði hópurinn það síðast í morgun. Þá mættu mótmælendur á málstofu í Háskóla Íslands um gervigreind og mannréttindi í hádeginu í dag og hrópuðu aftur og aftur: „Vopnahlé strax,“ á meðan forsætisráðherra talaði. Mótmælendunum var vísað út að því loknu.

„Þau fá ekki vinnufrið á meðan þau taka ekki skýra afstöðu í þessu máli,“ segir Salka í samtali við Heimildina. Mótmælin í gær voru, að hennar sögn, örþrifaráð vegna „þjóðarmorðs í beinni“ sem íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt. 

Lætur í sér heyra„Mér finnst ekki rétt að ríkisstjórn Íslands fái að taka svona á máli eins og hún hefur gert án þess að almenningur hafi eitthvað um það að segja,“ segir Salka sem hefur lengi látið málefni Palestínu sig varða.

„Við erum bara almennir borgarar sem geta eiginlega ekki setið auðum höndum í þessum hörmungum og finnst ríkisstjórnin verða að fordæma þessar viðbjóðslegu hörmungar,“ segir Salka. „Þetta er örþrifaráð almennings – þegar það er ekki nóg að skrifa undir undirskriftalista eða mæta á boðuð mótmæli.“ 

Ís­land sat hjá þeg­ar álykt­un um taf­ar­laust vopna­hlé fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs var sam­þykkt á neyð­ar­fundi alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu þjóð­anna í lok október. Sú ákvörðun, sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi utanríkisráðherra tók, hefur verið gagnrýnd harðlega. Katrín hefur gefið það út að hún og hennar þingflokkur – Vinstri Græn – hefðu talið rétt að styðja tillöguna. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    íslenska valdstjórnin styður þjóðarmorð/stræipsglæpi á gaza og ætti því að segja af sér strax . . . ísland þarf að segja upp öllu stórnmálasambandi við zæónistan strax . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
6
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
9
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár