Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Í furðustofu sögunnar

Í And­lit­um til sýn­is ger­ir Krist­ín Lofts­dótt­ir grein fyr­ir því skelfi­lega kerfi of­beld­is sem býr á bak við brjóst­mynd­irn­ar á Kana­rísafn­inu. Hún skýr­ir frá sögu ný­lendu­stefn­unn­ar og kyn­þátta­hyggj­unn­ar sem fylgdi henni. Bók Krist­ín­ar er gott yf­ir­lit yf­ir þá skelf­ingu sem leiddi okk­ur hing­að og við­vör­un gagn­vart því sem koma skal.

Í furðustofu sögunnar
Bók

And­lit til sýn­is

Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu
Höfundur Kristín Loftsdóttir
Sögufélag
328 blaðsíður
Niðurstaða:

Andlit til sýnis er greinargott og afar metnaðarfullt yfirlit yfir sögu nýlendustefnunnar og skelfilegra afleiðinga hennar. Bókin á hins vegar til að taka sér fullmikið í fang og líður fyrir það.

Gefðu umsögn

Í upphafi bókar lýsir höfundur, mannfræðingurinn Kristín Loftsdóttir, þeirri upplifun að koma inn í Kanarísafnið (El Museo Canario) á eyjunni Gran Canaria og vera leidd inn í herbergi sem virtist frosið í tíma. Herbergið er troðið frá gólfi til rjáfurs af munum inni í dökkum viðarskápum sem eitt sinn höfðu átt að tákna framgang vísindanna og siðmenningarinnar gagnvart barbarisma og vanþekkingu. Hér voru múmíur frumbyggja Kanaríeyjanna, fornir munir horfinna samfélaga og síðast en ekki síst, fjöldi brjóstmynda af dularfullum, nafnlausum einstaklingum alls staðar að úr heiminum, eða raunar ekki alls staðar, því sumir gerðu brjóstmyndirnar og aðrir sátu fyrir þær og engin hending hver var hvað.

Eins og Kristín rekur eru brjóstmyndirnar hrein afurð nýlendustefnu Vesturveldanna sem, frá 15. öld og fram til dagsins í dag, hafa brotið undir sig heiminn með ofbeldi af stærðargráðu sem erfitt er að lýsa. En hernámið sjálft var bara byrjunin. Í sviðin fótspor landnemanna …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár