Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Í furðustofu sögunnar

Í And­lit­um til sýn­is ger­ir Krist­ín Lofts­dótt­ir grein fyr­ir því skelfi­lega kerfi of­beld­is sem býr á bak við brjóst­mynd­irn­ar á Kana­rísafn­inu. Hún skýr­ir frá sögu ný­lendu­stefn­unn­ar og kyn­þátta­hyggj­unn­ar sem fylgdi henni. Bók Krist­ín­ar er gott yf­ir­lit yf­ir þá skelf­ingu sem leiddi okk­ur hing­að og við­vör­un gagn­vart því sem koma skal.

Í furðustofu sögunnar
Bók

And­lit til sýn­is

Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu
Höfundur Kristín Loftsdóttir
Sögufélag
328 blaðsíður
Niðurstaða:

Andlit til sýnis er greinargott og afar metnaðarfullt yfirlit yfir sögu nýlendustefnunnar og skelfilegra afleiðinga hennar. Bókin á hins vegar til að taka sér fullmikið í fang og líður fyrir það.

Gefðu umsögn

Í upphafi bókar lýsir höfundur, mannfræðingurinn Kristín Loftsdóttir, þeirri upplifun að koma inn í Kanarísafnið (El Museo Canario) á eyjunni Gran Canaria og vera leidd inn í herbergi sem virtist frosið í tíma. Herbergið er troðið frá gólfi til rjáfurs af munum inni í dökkum viðarskápum sem eitt sinn höfðu átt að tákna framgang vísindanna og siðmenningarinnar gagnvart barbarisma og vanþekkingu. Hér voru múmíur frumbyggja Kanaríeyjanna, fornir munir horfinna samfélaga og síðast en ekki síst, fjöldi brjóstmynda af dularfullum, nafnlausum einstaklingum alls staðar að úr heiminum, eða raunar ekki alls staðar, því sumir gerðu brjóstmyndirnar og aðrir sátu fyrir þær og engin hending hver var hvað.

Eins og Kristín rekur eru brjóstmyndirnar hrein afurð nýlendustefnu Vesturveldanna sem, frá 15. öld og fram til dagsins í dag, hafa brotið undir sig heiminn með ofbeldi af stærðargráðu sem erfitt er að lýsa. En hernámið sjálft var bara byrjunin. Í sviðin fótspor landnemanna …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár