Palestínskri fjölskyldu var í nótt vísað til Spánar, þar sem þau millilentu á leið sinni frá Palestínu til Íslands. Um er að ræða móður, Jawaher Badran, með sex börn, á aldrinum fimm til sautján ára, og tvær dætur á þrítugsaldri, sem flúðu heimili sitt á Vesturbakkanum í desember á síðasta ári. Önnur dætranna er enn á Íslandi en Badran var send burt með yngri börnin.
Kona sem aðstoðað hefur Badran á Íslandi segir ekkert bíða fjölskyldunnar á Spáni.
„Þau eru ekki með vernd þar. Þetta er Dyflinnarmál. Þau komu til Íslands í gegnum Spán og voru aldrei á Spáni nema til að taka flug til Íslands,“ segir Morgane Priet-Maheo, sjálfboðaliði hjá Rétti barna á flótta, sem hefur verið fjölskyldunni innan handar. „Við vitum ekki hvernig líðanin er hjá þeim. Börnin eru frekar lítil enn þá; það yngsta er fimm ára og tíu ára dóttir hennar er flogaveik.“
Ein dóttir Badran, …
Athugasemdir (4)