Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“

Bjarni Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra Ís­lands, seg­ir það sem gerð­ist í Jabalia-flótta­manna­búð­un­um á Gaza „skelfi­legt“ en að það hafi ekki ver­ið árás held­ur hafi Ísra­el­ar ver­ið að verja sig gegn hryðju­verka­mönn­um. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna tel­ur loft­árás Ísra­ela á búð­irn­ar, þar sem um 200 manns féllu, geta ver­ið stríðs­glæp.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“
Orðaskak Bjarni Benediktsson vill ekki nota orðið árás um árás Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra,“ svaraði fréttamaður NRK. Mynd: Skjáskot

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Það heyrðist mér.“

Þannig brást utanríkisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, við spurningu fréttamanns norska ríkisútvarpsins á blaðamannafundi utanríkisráðherra á Norðurlandaþingi í Ósló í gær. Fréttamaðurinn hafði spurt ráðherrana hvaða orð þeir myndu nota um árás Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar.

Það kom hik á fréttamanninn við svar Bjarna en svo sagði hann: „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra.“

Bjarni greip fram í og hélt áfram: „Ef þú ert að biðja mig að bregðast við árás á flóttamannabúðir, þá ertu að segja að það hafi verið árás á flóttamannabúðir.“

„Ég skil,“ sagði fréttamaðurinn, „leyfðu mér að umorða þetta: Hvaða orð myndir þú nota yfir það sem Ísraelar hafa gert í tengslum við Jabalia-flóttamannabúðirnar?“

Gegn alþjóðalögum

„Sko, það fer eftir því hvernig þú nálgast þetta,“ svaraði ráðherrann íslenski þá. „Eins og ég sé þetta er í gangi stríð gegn hryðjuverkamönnum. Allt það sem gerist, eins og við höfum séð í fjölmiðlum í flóttamannabúðum, er algjörlega skelfilegt. Eitthvað sem ætti alltaf að forðast. Er gegn alþjóðalögum. En þú getur ekki slitið þetta úr samhengi. Það eru hryðjuverkamenn núna að berjast gegn Ísraelum, þeir eru enn að því. Og það er ákveðið viðbragð við því. Við höfum séð mörg dæmi þess að hryðjuverkamenn noti almenna borgara sem skildi. Og það er það sem gerir þetta gríðarlega flókið. Þannig að það sem við erum að sjá í fjölmiðlum er skelfilegt og hryggir okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við köllum eftir mannúðarvopnahléi.“

Setið hjá um mannúðarhlé

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat á föstudag hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að mannúðarvopnahléi yrði komið á tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza tvo daga í röð og er talið að um 200 manns hafi látið lífið við árásina. Ísraelsk stjórnvöld segja árásina hafa verið gerða til að fella háttsetta Hamas-liða og fullyrða að það ætlunarverk hafi náðst. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ sagði nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í gær.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?"
    Fréttamaðurinn átti að kalla þetta sínu rétta nafni, slátrun.
    Netanjahu er að komast í hóp mestu íllmenna sögunnar.
    1
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Skömm er að!
    1
  • Thorey Thorkelsdottir skrifaði
    https://www.dagbladet.no/nyheter/sa-du-angrep/80443330
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hann er bara einsog alltaf i Vafningum , Falson og öðru smastussi her og þar.

    Þinn timi er löngu kominn B.B. lattu þig hverfa i þinni luxus ibuð sem þu "gleymdir"
    að telja fram og skilaðu til baka þessum milljörðum sem voru afskrifaðar a sinum tima.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skelfilegt. Á hvaða stað er þessi ráðherra?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það þarf að losna við BB. Hann er þjóðinni til skammar.
    7
  • Kári Jónsson skrifaði
    Íslensk stjórnvöld hafa tapað öllum áttum og þar með mennsku sinni í stuðningi við stríðsglæpamanninn og forsætis í Ísrael, sem gengur fram af miklu offorsi og GRIMMD á Casa þessa daganna, sem og undangengin ár og áratugi og alþjóðasamfélagið hefur horft á með blinda auganu, sannarlega er það hryðjuverk þegar Hamas ræðst á almenna borgara í Ísrael. Ísland verður að krefjast vopnahlés í öllum stríðsátökum og tala fyrir FRIÐI stanslaust og ef það hefur farið framhjá Bjarna Ben utanríkis, þá hafa íslensk stjórnvöld samþykkt sjálfstæði Palenstínu rétt einsog sjálfstæði Ísraels. það er skylda stjórnvalda að hér fari saman hljóð og mynd.
    9
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hefur maðurinn rétt til að tala svona fyrir hönd okkar Íslendinga?
    8
  • Halldóra Hafdís Arnardóttir skrifaði
    Ógeðfelldur málaflutningur hjá utanríkisráðherra 🤮
    9
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það er gott að vita að utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins er með morðum á börnum á Gasa. En ég hélt að utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn VG liða, og þá eru VG liðar meðmæltir ?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár