Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Samfylkingin mælist með jafn marga þingmenn og allir stjórnarflokkarnir

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins og Vinstri græn mæl­ast með minnst fylgi allra flokka sem eiga sæti á Al­þingi. Hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja gæti mynd­að þriggja flokka stjórn mið­að við stöðu mála í könn­un­um en rík­is­stjórn­in myndi tapa 17 þing­mönn­um og fá jafn marga og Sam­fylk­ing­in.

Samfylkingin mælist með jafn marga þingmenn og allir stjórnarflokkarnir
Formaður Rúmt ár er síðan að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni. Síðan þá hefur fylgi flokksins aukist mikið. Frá síðustu kosningum hefur það næstum þrefaldast. Mynd: Sindri Swan

Miðað við niðurstöðu nýjasta þjóðarpúls Gallup væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn skipaða stjórnarandstöðuflokkum ef kosið yrði í dag

Samfylkingin, sem hefur mælst stærsti flokkur landsins allt þetta ár, mælist með 29,1 prósent fylgi sem myndi skila henni 21 þingmanni. Píratar myndu fá 10,2 prósent og vera þriðji stærsti flokkur landsins með sex þingmenn. Viðreisn, sem hefur starfað með Samfylkingu og Pírötum í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil, mælist svo með 7,5 prósent fylgi sem myndi að óbreyttu skila þeim fimm þingmönnum. Samanlagt mælast því þessir þrír flokkar, sem fengu samtals 26,8 prósent atkvæða og 17 þingmenn í kosningunum haustið 2021, nú með 46,8 prósent fylgi sem myndi skila þeim 32 þingmönnum, og minnsta mögulega meirihluta sem hægt er að hafa á Alþingi. 

Þetta kemur fram í frétt RÚV um niðurstöðu nýjustu könnunar Gallup

21 á móti 21 þingmanni

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli mánaða og mælist með 20,5 prósent fylgi. Það myndi þýða að þingmannafjöldi flokksins færi úr 17 í 14. Alls hefur flokkurinn tapað tæpum fjórum prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Það er mun minna en samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn. Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, hefur rúmlega helmingast á þeim rúm 25 mánuðum sem liðnir eru frá síðustu kosningum. Þá fengu Vinstri græn 12,6 prósent atkvæða en mælist nú með sex prósent fylgi sem gerir hann að fylgisminnsta flokknum af þeim átta sem eiga nú sæti á þingi. Framsóknarflokkurinn, sem var sigurvegari síðustu kosninga þegar 17,3 prósent kjósenda töldu það besta að kjósa Framsókn, hefur tapað enn meira, næstum tíu prósentustigum, og mælist nú með 7,4 prósent fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, sem var 54,4 prósent eftir síðustu kosningar, mælist nú 33,9 prósent. Það er nánast sama hlutfall og styður ríkisstjórnina. Að óbreyttu myndi þingmannafjöldi stjórnarflokkanna fara úr 38 í 21. Af þeim myndi Framsókn einungis fá fjóra og Vinstri græn þrjá, eða jafnmarga þeim ráðherrum sem flokkurinn hefur í ríkisstjórn sem stendur. Þingmannafjölddi ríkisstjórnarflokkanna samanlagt mælist því sá sami og Samfylkingin mælist með.

Fyrir utan Samfylkinguna er Miðflokkurinn sá stjórnarandstöðuflokkur sem hefur bætt við sig mestu fylgi, en það mælist nú 8,6 prósent. Flokkur fólksins er aðeins að hressast í könnunum Gallup og mælist nú með 6,5 prósent, sem er þó minna en hann fékk í kosningunum í september 2021. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 4,1 prósent sem myndi ekki duga honum inn á þing.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Þessar skoðanakannanir eru algert rugl, alltaf sama fólkið spurt aftur og aftur, og engir yfir sextugt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
8
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár