Mutter Courage og börnin
Mútta Courage og börnin - ** 1/2
eftir Bertolt Brecht og Margarete Steffin
Þjóðleikhúsið
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikarar: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Almar Blær Sigurjónsson, Oddur Júlíusson, Atli Rafn Sigurðarsson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmar Guðjónsson, Sigurður Sigurjónsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Tónlist: Valgeir Sigurðsson og Helgi Hrafn Jónsson
Myndband: Ásta Jónína Arnardóttir
Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson og Valgeir Sigurðsson
Þýðing: Bjarni Jónsson
Anna Fierling, öðru nafni Mútta Courage, er hörkutól. Hún ferðast um stríðshrjáð lönd með söluvagninn sinn, dreginn áfram af börnunum hennar, með það að markmiði að hagnast á átökunum. Hana skiptir engu hver vinnur eða tapar á meðan aurinn ratar í hennar vasa.
Sögusviðið er þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 þar sem stríðandi kristilegar fylkingar murkuðu lífið úr 12 milljónum einstaklinga og skildu eftir sig sviðna jörð. Sögusviðið gæti verið samtíminn. Stríð er enn þá vettvangur skelfingar og gróða. Mútta Courage og börnin eftir Bertolt Brecht og Margarete Steffin er eitt af stórvirkjum leikhúsbókmennta tuttugustu aldarinnar og orðið tímabært að íslenskt atvinnuleikhús taki leikritið til sýningar. Þjóðleikhúsið stígur nú fram og gefur Múttu Courage loksins sviðið.
Sýninguna skortir pólitískan brodd
Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir heldur um stjórnartaumana á vagninum og stýrir honum þráðbeint eftir miðju vegar frá byrjun til enda. Engar áhættur eru teknar og fátt að frétta …
Athugasemdir