Teprurnar
Teprurnar - *
eftir Anthony Neilson
Borgarleikhúsið
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Leikarar: Jörundur Ragnarsson og Vala Kristín Eiríksdóttir
Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui
Lýsing: Fjölnir Gíslason
Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir
Þýðing: Ingunn Snædal
Andri og Eva standa á tímamótum eftir tæplega tíu ára samband. Síðasta árið hefur verið þeim erfitt. Þau hafa ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði og fjóra daga. Samt er ekkert að. Eða hvað? Í kvöld er komið að lokauppgjörinu, fyrir framan alþjóð. Annaðhvort gera þau það eða ekki.
Litla sviðið í Borgarleikhúsinu er einkar hentugt fyrir leikverk eins og Teprurnar eftir Skotann Anthony Neilson. Leikritið takmarkast við tímabundnar aðstæður í takmörkuðu rými. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og gengur til verksins staðfastur. Hann leggur áherslu á persónur verksins og söguna í samvinnu við Sean Mackaoui, sem hannar leikmynd og búninga. Við erum stödd í hliðarheimi, þar sem leikendur eru meðvituð um nærveru áhorfenda og í stöðugum samskiptum við tæknifólk leikhússins. Með þeim í liði er Ingunn Snædal, sem þýðir og staðfærir textann einstaklega vel, þar stendur setningin „Illa fengin standpína“ upp úr.
Áföllum kvenna hent inn í framvindu
Vala Kristín …
Athugasemdir