„Heimurinn var fáránlegt leikhús“

Kramp seg­ir frá sam­bandi feðg­ina, telp­unn­ar M, sem í upp­hafi sögu er sjö ára og föð­ur henn­ar D, sem er far­and­sölu­mað­ur í Chile á tím­um ógn­ar­stjórn­ar Pin­ochets. Þýð­ing Jón Halls Stef­áns­son­ar hæf­ir sögu­efni bók­ar­inn­ar full­kom­lega en Kramp er áhrifa­rík þroska­saga sem flétt­ast sam­an við sögu Chile.

„Heimurinn var fáránlegt leikhús“
Höfundurinn María José Ferrada
Bók

Kramp

Höfundur María José Ferrada í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar
Angústúra
116 blaðsíður
Niðurstaða:

Kramp er áhrifarík þroskasaga ungrar stúlku sem virðist einföld á yfirborðinu en kafar á dýpi mannlegra tilfinninga og átakamikillar sögu Chile. Þýðing Jóns Halls Stefánssonar hæfir söguefninu fullkomlega, er á einföldu og vönduðu máli og eftirmáli sem hann skrifar að bókinni er mjög fróðlegur.

Gefðu umsögn

Frá árinu 2017 hefur bókaútgáfan Angústúra gefið út áhugaverðar erlendar samtímabókmenntir í vönduðum íslenskum þýðingum. Fjórar þýðingar koma út á ári í bókaflokknum og sú nýjasta er Kramp eftir Maríu José Ferrada sem er fædd árið 1977 í Chile.

Kramp segir frá sambandi feðgina, telpunnar M, sem í upphafi sögu er sjö ára og föður hennar D, sem er farandsölumaður í Chile á tímum ógnarstjórnar Pinochets. Sjónarhorn sögunnar er bundið við telpuna sem ljær frásögninni barnslegan tón. Hún er með öðrum orðum ‚naífur‘ sögumaður sem lýsir atburðum sem hún skilur ekki sjálf fyllilega en þroskaður lesandi meðtekur fljótlega að umhverfið sem þau feðginin hrærast í er að mörgu leyti varhugavert og jafnvel hættulegt. Telpan sjálf er þó eldklár og býr yfir meiri ábyrgðarkennd en faðirinn, eins og kemur æ betur í ljós eftir því sem á söguna líður.

Titill bókarinnar vísar til fyrirtækisins Kramp sem framleiðir járnvörur sem faðirinn selur til verslana í nálægum  bæjum og borgum. M ákveður að gerast aðstoðarmaður hans og með hans aðstoð skrópar hún reglulega í skólanum til að fara með honum í söluferðir. D kemst fljótlega að raun um að það eykur líkurnar á viðskiptum að hafa barnið sér við hlið enda kemur í ljós að telpan kann ýmis góð ráð:

„Örþrifaráðið var að beita klökkvaaugnaráðinu. Það var kynngimagnaðast af þeim öllum. Ef verslunarstjórinn leit í augu mín var hann ekki að horfast í augu við mig heldur öll hugsanleg tilbrigði af harmi: hungrið í heiminum, höggmyndir úr ís sem bráðnuðu og urðu að vatni, tíkina Laíku sem fór hring eftir hring á sporbaug um jörðu í óendanlegri nóttinni. Allt þetta bjó í þessum dökku og smáu sjáöldrum.“ (bls. 35)

Þegar M hefur liðsinnt föður sínum í eitt ár vill hún fá eitthvað fyrir sinn snúð og reynist snjöll í samningatækni og það sama er upp á teningnum þegar annar sölumaður vill fá að njóta hæfileika hennar líka, sem faðir hennar samþykkir: „Rétt fyrir átta ára afmælisdaginn minn var mér orðið ljóst að D var ekki upp á marga fiska sem pabbi en sem atvinnuveitandi var hann frábær“ (bls. 38). Þau feðginin skilja heiminn út frá söluvarningnum; „sérhver manneskja leitast við að útskýra gangverk hlutanna með því sem hendi er næst. Þegar ég var sex ára rétti ég út höndina og fann Kramp-vörulistann“ (bls. 26). Þetta setur létt fáránlegan brag á heimsmynd þeirra og það sama má segja um frásagnir af samfélagi farandsölumanna sem þau kynnast á ferðunum og lygasögur þeirra krydda frásögnina.

„Þýðing Jóns Halls Stefánssonar hæfir söguefninu fullkomlega, er á einföldu og vönduðu máli og eftirmáli sem hann skrifar að bókinni er mjög fróðlegur.“

Þó ekki sé farið sterkum orðum um þau félagslegu vandamál sem M býr við opinberast smám saman mikil örlagasaga sem varðar móður M. Hún á við geðræn vandamál að stríða sem tengist morðinu á æskuunnusta hennar. Móðirin er ófær um að sinna dóttur sinni, er ekki til staðar og veit ekkert um „hliðarmenntun“ dóttur sinnar í söluferðunum: „Allt sem á eftir fylgdi var mögulegt vegna fjarveru mömmu minnar. Ekki af því að hún væri mikið að heiman heldur af því að hluti af henni hafði yfirgefið líkamann og tregðaðist við að snúa aftur […] Ósködduð móðir hefði tekið eftir því. Þýðir það að hún hafi verið óábyrg móðir? Ég held ekki, ég held frekar að lífið hafi komið fram við hana á svolítið óábyrgan hátt“ (bls. 25). Á öðrum stað segir að móðirin „virtist alltaf vera stödd á annarri reikistjörnu“ (bls. 49).

Auk móðurinnar er ein áhugaverðasta persóna sögunnar sýningarstjóri í kvikmyndahúsi bæjarins, E, sem hefur áhuga á svarthvítri ljósmyndun og er á draugaveiðum með ljósmyndavél sinni. Í ljós kemur að „draugarnir“ sem E er að leita að er fólk sem hefur verið drepið (líklega af liðsmönnum Pinochets):

„Nei, draugaljósmyndun var ekki eins og að ljósmynda fólk. Það tók óratíma að finna draugana. Það þurfti að spyrja spurninga, hringja úr símaklefum og tala við fólk sem var hrætt við að segja það sem það vissi. „Þegar draugur skrælnar, verður hann að beini. Og ef hann skrælnar enn meira, verður hann að dufti. Við verðum að finna þá áður en þeir komast á það stig,“ útskýrði E fyrir mér“ (bls. 48).

Æskuunnusti móðurinnar er einn af draugunum sem E leitar og þegar hann finnur hann í gröf með fleiri fórnarlömbum fer af stað uppgjör sem leiðir til morðs og afhjúpunar á samstarfi M og D en einnig til ‚endurkomu‘ móðurinnar: „sá hluti af henni, sem hafði verið fjarverandi öll þessi ár, aftur í einni svipan“ (bls. 81). Mæðgurnar yfirgefa föðurinn og skilja eftir tvenn skilaboð til hans: „Ábyrgðarlausi drullusokkur“ stendur á miðanum frá móðurinni, „Ég elska þig“, skrifar M (bls. 83).

Margt fleira áhugavert mætti ræða í þessari stuttu en flóknu sögu. Tengsl við kvikmyndir mynda áhugaverðan tilvísunarramma, sérstaklega Paper moon (Peter Bogdanovich) og The Kid (Chaplin) sem báðar fjalla um samband barns og fullorðins og mikilvægi þess að tilheyra öðrum; ást M á föður sínum verður að skilja í því ljósi. Bókinni vindur fram um nokkur ár í viðbót og smám saman áttar M sig á ýmsu sem var henni ofviða að skilja sem barn. Sagan hefst á frásögn af fyrstu tungllendingunni og hún endar á tilvísun til sama atburðar:

„Þarna uppi var hnígandi tunglið, það sama og Neil Armstrong hafði stigið fæti sínum á fyrir mörgum árum. En margt annað hafði breyst endanlega. Pabbi skildi við mig á lestarstöðinni, þar sem ég hafði stigið úr lestinni um morguninn. Og við kvöddumst, vitandi að við mundum ekki hittast aftur“ (bls. 103).

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár