Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri og „gera eitthvað allt annað“

Stefán Ei­ríks­son ætl­ar ekki að sækj­ast eft­ir því að gegna starfi út­varps­stjóra eft­ir að skip­un­ar­tíma hans lýk­ur 1. mars 2025. „Ég hef bara hugs­að um að hætta og fara að gera eitt­hvað allt ann­að.“

Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri og „gera eitthvað allt annað“
Útvarpsstjóri í fimm ár Stefán Eiríksson ætlar ekki að sækjast eftir að halda áfram sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lýkur í mars 2025. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ætlar ekki að sækjast eftir að gegna starfi útvarpsstjóra þegar skipunartíma hans lýkur eftir eitt og hálft ár. Hann greindi frá þessu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Nóttin er ung, maður veit aldrei hvað gerist þegar ég hætti í þessu starfi. Ég hef bara hugsað um að hætta og fara að gera eitthvað allt annað.“ 

Skipunartími Stefáns rennur út 1. mars 2025 en hann hefur ekki rætt það við stjórn RÚV hvort hann haldi áfram en sjálfur hyggst hann ekki gera það. 

„Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Þannig hef ég nálgast öll mín verkefni. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda, bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í Bítinu.

Stefán er lögfræðingur og var borgarritari áður en hann tók við stöðu útvarpsstjóra. Þar áður var hann lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er ellefti karlinn sem gegnir starfi útvarpsstjóra, af ellefu sem gegnt hafa starfinu. Hann tók við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem var skipaður Þjóðleikhússtjóri 1. nóvember 2019. 

Alls sótti 41 um stöðu útvarpsstjóra. Að lokum stóð valið á milli Stefáns og Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra. Kolbrún taldi sig beitta órétti og hennar persónulega mat var að minna hæfur karlmaður hafi verið tekinn fram yfir hæfari konu. Kolbrún óskaði eftir því við Ríkisútvarpið að fá rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns fram yfir hana en var hafnað. Ríkisútvarpið birti hins vegar 14. febrúar 2020 niðurstöðu ráðningarferlisins og þar með rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns. Hins vegar var Kolbrúnu ekki gert viðvart um birtinguna, eða henni sendur umræddur rökstuðningur, heldur var hann einungis birtur á heimasíðu RÚV. 

„Ég hef áhuga á ýmsu, mér finnst gaman að fara í leikhús, ég hef gaman að ljóðum, ég er mikill áhugamaður um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu,“ segir Stefán, aðspurður um hvernig hann ver frítíma sínum, en ekki liggur fyrir hvað hann hyggst gera þegar starfi hans sem útvarpsstjóra lýkur. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár