Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos Ránar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs

Rán Flygenring hlaut í kvöld barna- og ung­linga­bók­mennta­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs ár­ið 2023 fyr­ir bók­ina Eld­gos. Dan­ir fóru heim með kvik­mynda­verð­laun há­tíð­ar­inn­ar, Sví­ar með bók­mennta­verð­laun­in og um­hverf­is­verð­laun­in og Finn­ar með tón­list­ar­verð­laun­in.

Eldgos Ránar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs

„Þúsund þakkir. Milljón þakkir,“ sagði Rán Flygenring þegar hún tók við barna- og unglingabókaverðlaunum Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Óperuhúsinu í Osló í kvöld. Rán þakkaði einnig meðal annars forlaginu Angústúru sem gaf bókina út og mömmu sinni og pabba.

Í kynningu á bókinni á vef Norðurlandaráðs segir að eldgosið sem hófst snemma árs 2021 nærri helsta þéttbýlisstað Íslands hafi vakið óttablandna hrifningu hjá börnum og fullorðnum. Í bókinni Eldgos er uggurinn sem þessi atburður vakti afbyggður með hjálp hversdagsógna sem okkur klæjar undan. Við fylgjumst með degi í lífi Kaktusar. Þennan dag tekur mamma hans, Brá, Kaktus með sér í vinnuna til að halda honum frá lúsafaraldri í skólanum. Brá starfar sem leiðsögumaður og þau leggja af stað með fulla rútu af ferðamönnum og skoða fjöll og náttúrufyrirbrigði. Kaktus kemur skyndilega auga á nokkuð óvenjulegt út um gluggann: eldgos! Brá tekur skyndiákvörðun og hleypir ferðalöngunum úr rútunni …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár