Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldgos Ránar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs

Rán Flygenring hlaut í kvöld barna- og ung­linga­bók­mennta­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs ár­ið 2023 fyr­ir bók­ina Eld­gos. Dan­ir fóru heim með kvik­mynda­verð­laun há­tíð­ar­inn­ar, Sví­ar með bók­mennta­verð­laun­in og um­hverf­is­verð­laun­in og Finn­ar með tón­list­ar­verð­laun­in.

Eldgos Ránar hlaut verðlaun Norðurlandaráðs

„Þúsund þakkir. Milljón þakkir,“ sagði Rán Flygenring þegar hún tók við barna- og unglingabókaverðlaunum Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Óperuhúsinu í Osló í kvöld. Rán þakkaði einnig meðal annars forlaginu Angústúru sem gaf bókina út og mömmu sinni og pabba.

Í kynningu á bókinni á vef Norðurlandaráðs segir að eldgosið sem hófst snemma árs 2021 nærri helsta þéttbýlisstað Íslands hafi vakið óttablandna hrifningu hjá börnum og fullorðnum. Í bókinni Eldgos er uggurinn sem þessi atburður vakti afbyggður með hjálp hversdagsógna sem okkur klæjar undan. Við fylgjumst með degi í lífi Kaktusar. Þennan dag tekur mamma hans, Brá, Kaktus með sér í vinnuna til að halda honum frá lúsafaraldri í skólanum. Brá starfar sem leiðsögumaður og þau leggja af stað með fulla rútu af ferðamönnum og skoða fjöll og náttúrufyrirbrigði. Kaktus kemur skyndilega auga á nokkuð óvenjulegt út um gluggann: eldgos! Brá tekur skyndiákvörðun og hleypir ferðalöngunum úr rútunni …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár