Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hreinræktaður uppvakningasplatter

Æv­ar Þór Bene­dikts­son geng­ur skemmti­lega langt í hryll­ingn­um og það er nóg af blóði, gori, slími og spring­andi holdi í bók­inni. Ari H. G. Ya­tes slær hár­rétt­an tón í mynd­um sín­um sem und­ir­strika húm­or­inn í frá­sögn­inni og eru hvorki of hroll­vekj­andi né of barna­leg­ar.

Hreinræktaður uppvakningasplatter
Höfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Skóla­slit 2

Dauð viðvörun
Höfundur Ævar Þór Benediktsson/ Ari H.G Yates myndskreytir
Forlagið
219 blaðsíður
Niðurstaða:

Hressandi uppvakningasplatter fyrir krakka með húmor, spennu og rotnandi holdi.

Gefðu umsögn

Eins og svo margt sem höfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson tekur sér fyrir hendur er nýjasta bók hans, Skólaslit 2, hluti af stærri heild. Hrollvekjurnar í bókaflokki þessum birtast fyrst á netinu sem framhaldssögur og tilheyra verkefni sem kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ höfðu frumkvæði að. Markmiðið er að búa til óvenjulega og hvetjandi lestrarupplifun sem er sérstaklega ætlað að ná til drengja (þótt verkefnið taki til allra nemenda), að ræða um og við stráka sem lesendur á jákvæðan máta. Af umfjöllun um verkefnið má sjá að kennarar og nemendur hafa tekið Skólaslitum fegins höndum og unnið með sögurnar á afar skapandi hátt. Ævar Þór hefur unnið ötullega að lestrarhvatningu um árabil, talað til ólíkra hópa og beitt ýmsum aðferðum en ávallt með smitandi sagnagleði í fyrirrúmi. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er nú komin út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en vefútgáfan, eins og höfundur útskýrir – en vert að geta þess að Skólaslit 3: Öskurdagur birtist í köflum á heimasíðu verkefnisins í október, bæði til lestrar og hlustunar.

Skólaslit 2 er sjálfstætt framhald fyrstu sögunnar og hreinræktaður uppvakningasplatter í bókarformi. Við upphaf sögunnar kemst lesandinn að því að heil unglingadeild úr skóla á Reykjanesi er horfin eftir skólaferðalag. Að lögreglustöð á svæðinu skjögrar blóðugur unglingur og stynur upp úr sér að þau séu öll dáin. Þannig hefst spennandi frásögn sem er sviðsett samkvæmt helstu formúlum hryllingsmynda og -bókmennta, án þess að formúlunálgunin sé ókostur enda markhópurinn lesendur sem hafa haft styttri kynni af slíkum aðferðum en fullorðnir lesendur. Við kynnumst hópi unglinga (og einum ógæfusömum kennara) sem verða hetjur sögunnar, aukapersónur dúkka upp og drepast með dramatískum hætti eins og vera ber, veðrið og náttúruöflin eiga stóran þátt í að magna upp andrúmsloftið og með reglulegu millibili verða óvæntar sviptingar. Illi krafturinn sem ungmennin berjast við kallar fram hugrenningatengsl við Stranger Things sem er auðvitað annað dæmi um skáldskap þar sem þekktum hryllingsstefjum er beitt af sköpunargleði.

Stundum hefði mátt lofta betur um frásögnina, spennuþrungin framvindan er keyrð hratt áfram eftir að óhugnaðurinn skellur á fyrir alvöru og þeir sem gleypa í sig söguna í einu bretti eins og sú sem hér skrifar gætu þurft að draga andann djúpt nokkrum sinnum og líta upp úr bókinni til að kaflarnir renni ekki saman í öllum hraðanum. Keyrslan er þó brotin upp með persónulegum sögum aðalpersónanna sem eru dregnar næmum dráttum og minna lesandann á að ekki er allt sem sýnist og að öll eigum við okkur fleiri hliðar en þær sem við kjósum að sýna út á við. Eins og ein persónan segir þá erum við öll svo margt.

Ævar gengur skemmtilega langt í hryllingnum og það er nóg af blóði, gori, slími og springandi holdi í bókinni. Ari H. G. Yates slær hárréttan tón í myndum sínum sem undirstrika húmorinn í frásögninni og eru hvorki of hrollvekjandi né of barnalegar.

Það er óþarfi að hafa lesið fyrstu bókina í flokknum til að hafa gaman af Skólaslitum 2 en þær fléttast þó saman á hátt sem undirbyggir um leið þriðju og síðustu söguna. Skólaslitabækurnar bera stílræn merki Ævars sem höfundar en eru þó hressandi öðruvísi en flest sem skrifað er fyrir krakka á íslensku, og til þess er leikurinn gerður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár