Hreinræktaður uppvakningasplatter

Æv­ar Þór Bene­dikts­son geng­ur skemmti­lega langt í hryll­ingn­um og það er nóg af blóði, gori, slími og spring­andi holdi í bók­inni. Ari H. G. Ya­tes slær hár­rétt­an tón í mynd­um sín­um sem und­ir­strika húm­or­inn í frá­sögn­inni og eru hvorki of hroll­vekj­andi né of barna­leg­ar.

Hreinræktaður uppvakningasplatter
Höfundurinn Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Skóla­slit 2

Dauð viðvörun
Höfundur Ævar Þór Benediktsson/ Ari H.G Yates myndskreytir
Forlagið
219 blaðsíður
Niðurstaða:

Hressandi uppvakningasplatter fyrir krakka með húmor, spennu og rotnandi holdi.

Gefðu umsögn

Eins og svo margt sem höfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson tekur sér fyrir hendur er nýjasta bók hans, Skólaslit 2, hluti af stærri heild. Hrollvekjurnar í bókaflokki þessum birtast fyrst á netinu sem framhaldssögur og tilheyra verkefni sem kennsluráðgjafar í Reykjanesbæ höfðu frumkvæði að. Markmiðið er að búa til óvenjulega og hvetjandi lestrarupplifun sem er sérstaklega ætlað að ná til drengja (þótt verkefnið taki til allra nemenda), að ræða um og við stráka sem lesendur á jákvæðan máta. Af umfjöllun um verkefnið má sjá að kennarar og nemendur hafa tekið Skólaslitum fegins höndum og unnið með sögurnar á afar skapandi hátt. Ævar Þór hefur unnið ötullega að lestrarhvatningu um árabil, talað til ólíkra hópa og beitt ýmsum aðferðum en ávallt með smitandi sagnagleði í fyrirrúmi. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er nú komin út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en vefútgáfan, eins og höfundur útskýrir – en vert að geta þess að Skólaslit 3: Öskurdagur birtist í köflum á heimasíðu verkefnisins í október, bæði til lestrar og hlustunar.

Skólaslit 2 er sjálfstætt framhald fyrstu sögunnar og hreinræktaður uppvakningasplatter í bókarformi. Við upphaf sögunnar kemst lesandinn að því að heil unglingadeild úr skóla á Reykjanesi er horfin eftir skólaferðalag. Að lögreglustöð á svæðinu skjögrar blóðugur unglingur og stynur upp úr sér að þau séu öll dáin. Þannig hefst spennandi frásögn sem er sviðsett samkvæmt helstu formúlum hryllingsmynda og -bókmennta, án þess að formúlunálgunin sé ókostur enda markhópurinn lesendur sem hafa haft styttri kynni af slíkum aðferðum en fullorðnir lesendur. Við kynnumst hópi unglinga (og einum ógæfusömum kennara) sem verða hetjur sögunnar, aukapersónur dúkka upp og drepast með dramatískum hætti eins og vera ber, veðrið og náttúruöflin eiga stóran þátt í að magna upp andrúmsloftið og með reglulegu millibili verða óvæntar sviptingar. Illi krafturinn sem ungmennin berjast við kallar fram hugrenningatengsl við Stranger Things sem er auðvitað annað dæmi um skáldskap þar sem þekktum hryllingsstefjum er beitt af sköpunargleði.

Stundum hefði mátt lofta betur um frásögnina, spennuþrungin framvindan er keyrð hratt áfram eftir að óhugnaðurinn skellur á fyrir alvöru og þeir sem gleypa í sig söguna í einu bretti eins og sú sem hér skrifar gætu þurft að draga andann djúpt nokkrum sinnum og líta upp úr bókinni til að kaflarnir renni ekki saman í öllum hraðanum. Keyrslan er þó brotin upp með persónulegum sögum aðalpersónanna sem eru dregnar næmum dráttum og minna lesandann á að ekki er allt sem sýnist og að öll eigum við okkur fleiri hliðar en þær sem við kjósum að sýna út á við. Eins og ein persónan segir þá erum við öll svo margt.

Ævar gengur skemmtilega langt í hryllingnum og það er nóg af blóði, gori, slími og springandi holdi í bókinni. Ari H. G. Yates slær hárréttan tón í myndum sínum sem undirstrika húmorinn í frásögninni og eru hvorki of hrollvekjandi né of barnalegar.

Það er óþarfi að hafa lesið fyrstu bókina í flokknum til að hafa gaman af Skólaslitum 2 en þær fléttast þó saman á hátt sem undirbyggir um leið þriðju og síðustu söguna. Skólaslitabækurnar bera stílræn merki Ævars sem höfundar en eru þó hressandi öðruvísi en flest sem skrifað er fyrir krakka á íslensku, og til þess er leikurinn gerður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár