Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum

Bók þeirra Rán­ar og Hjör­leifs er bæði skemmti­leg og fróð­leg. Hún er ekki stíl­uð inn á til­tek­inn ald­urs­hóp frek­ar en fyrri bæk­ur þeirra en fjöl­breytt­ar og líf­leg­ar frá­sagnar­að­ferð­ir ættu að höfða til les­enda á ólík­um aldri.

Álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum
Höfundar Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring
Bók

Álf­ar

Myndir: Rán Flygering
Höfundur Hjörleifur Hjartarson
Angústúra
184 blaðsíður
Niðurstaða:

Fjölbreytt og hrífandi verk sem glæðir þjóðsagnapersónur nýju lífi í myndum og texta.

Gefðu umsögn

Út er kominn þriðji hluti í sameiginlegum ópus þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring en áður hafa þau fjallað um hesta og fugla í samnefndum bókum. Nú beina þau sjónum sínum að álfum, þessum dularfullu þjóðsagnapersónum sem hafa fylgt þjóðinni um aldir. Líkt og þau benda á eru álfarnir eins og spegilmynd af okkur sjálfum; líkir okkur í útliti og háttum en þó stórbrotnari og draumkenndari, jafnvel eins og útópísk útgáfa af íslenska sveitasamfélaginu. Í álfheimum rísa glæsilegar dómkirkjur, söngurinn ómar, dansinn dunar og glæsileikinn leiftrar af íbúum stokka og steina.

Í bókum Hjörleifs og Ránar er engin leið að aðskilja myndir og texta eða gefa öðru vægi umfram hitt. Hér styður hvort við annað, fléttast saman og teygir á merkingu á mun skarpari hátt en ná mætti fram með textalausum myndum eða myndalausum texta. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að kímnigáfan er kjarninn í sköpunarverki þeirra – hvort sem er saman eða sitt í hvoru lagi – og með húmorinn að vopni vekja þau nýjar hugmyndir og vangaveltur um álfa í íslenskri menningu. Húmor jafngildir hér sannarlega ekki grunnhyggni heldur setur gamalkunnug stef í glænýtt samhengi – og skemmtir lesandanum.

Bókinni er skipt lauslega í nokkra kafla eftir umfjöllunarefni, svo sem Umskiptinga, Heiftrækna háskagripi og Álfa í nútíð, en hana má allt eins lesa eftir eigin höfði og einnig er hægt að grípa niður í hana á handahófskenndan hátt. Þau Hjörleifur og Rán vinna með þjóðsögur, kvæði og ýmis stef er tengjast álfum og nálgun þeirra er fjölbreytt; stundum er myndasöguforminu beitt til að koma efninu til skila, jafnvel sett upp blaðagrein úr svokölluðum Afdalafréttum. Þessi ófyrirsjáanleiki í efnistökum gerir það að verkum að jafnvel kunnuglegar sögur og kvæði sem lesandinn kann utan að lifna við á nýjan hátt. Gjarnan er bundnu máli gefið gott pláss þar sem það stendur samfléttað myndum – ljóðunum er treyst til að eiga við okkur erindi.

„Með húmorinn að vopni vekja þau nýjar hugmyndir og vangaveltur um álfa í íslenskri menningu.“

Það allra skemmtilegasta við myndir Ránar í Álfum eru eins konar felumyndir sem finna má nánast á hverri síðu með því að hreyfa bókina til, halla undir flatt og leita. Þessar feluteikningar endurspegla umfjöllunarefnið fullkomlega og umbreyta myndunum rétt eins og nærvera álfa breytir lögmálum mannheima. Þessi myndtækni minnir á þá sögu sem sögð er í bókinni af konu sem öðlast álfasjón á öðru auga og getur með því séð álfanna heim í bland við okkar eigin. Líkt og í heimi þjóðsagnanna er ávallt annað lag í myndheimi bókarinnar sem birtist þeim sem vanda sig við að sjá.

Bók þeirra Ránar og Hjörleifs er bæði skemmtileg og fróðleg. Hún er ekki stíluð inn á tiltekinn aldurshóp frekar en fyrri bækur þeirra en fjölbreyttar og líflegar frásagnaraðferðir ættu að höfða til lesenda á ólíkum aldri og með mismikla þekkingu á efninu. Hæglega má koma að henni án þess að þekkja nokkuð til íslenskra álfasagna en fyrir fróða lesendur getur hún vakið nýjar vangaveltur. Hjá þeirri sem hér skrifar kveikti bókin löngun til að lesa meira, rifja upp fleiri álfasögur og halda áfram að skoða efnið frá fleiri sjónarhornum sem eru sannarlega meðmæli.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár