Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spurningaþraut Illuga 10. nóvember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 10. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 10. nóvember 2023
Mynd 1 Konan er Vilhjálmsdóttir en hvað heitir hún að fornafni?

1.  Hver af þessum evrópsku höfuðborgum er nyrst? Amsterdam, Berlín, London, Moskva, Varsjá.

2.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Búkarest?

3.  Hver er talinn höfundur Ódysseifsskviðu?

4.  Hvaða dýr eða kvikindi er á fána Veils?

5.  Hvað heita þær ferjur sem lengst af hafa siglt um Breiðafjörð?

6.  Margrét Indriðadóttir varð fyrir rúmum 50 árum fyrst kvenna á Íslandi og raunar á Norðurlöndunum til að vera ráðin sem ... hvað?

7.  Ein af vinsælustu og yngstu söngkonum Íslands um þessar mundir átti egifskan móðurafa sem fluttist hingað 1965. Hver er söngkonan?

8.  Hvað hét fyrri eiginkona Napóleons Frakkakeisara?

9.  Hún hefur skrifað bækur um margvísleg efni, ekki síst mat. Hún er nú búin að gefa út skáldsögu sem nefnist Valskan. Hvað heitir hún?

10.  Hvað hét fyrsta konan sem settist á Alþingi Íslendinga?

11.  Zoe Saldaña lék fyrir áratug aðalkvenrulluna í mjög vinsælli kvikmynd og sennilega mun hún á endanum leika í alls 5–6 framhaldsmyndum. Hvað heitir sú myndasería?

12.  Fátítt er að ráðherrar á Íslandi þurfi að segja af sér vegna gagnrýni sem þeir verða fyrir. Árið 1987 sagði einn ráðherra þó nauðugur af sér. Hvað hét hann?

13.  1994 sagði annar ráðherra nauðugur af sér en svo gerðist það ekki aftur í háa herrans tíð. Hver sagði af sér 1994?

14.  „Lóan er komin að kveða burt snjóinn, / að kveða burt leiðindin ...“ Hvernig er svo framhaldið?

15.  Hver orti þetta?

Mynd 2Hvað tákna þessir punktar?

Svör við myndaspurningum:
Konan á fyrri myndinni heitir Tara Margrét en Tara dugar. Punktarnir á seinni myndinni tákna stjörnumerkið Karlsvagninn (Big Dipper á ensku).
Svör við almennum spurningum:
1.  Moskva.  —  2.  Rúmeníu.  —  3.  Hómer.  —  4.  Dreki.  —  5.  Baldur.  —  6.  Fréttastjóri á ríkisfréttastofu.  —  7.  Bríet.  —  8.  Jósefína.  —  9.  Nanna Rögnvaldardóttir.  —  10.  Ingibjörg H. Bjarnason.  —  11.  Avatar.  —  12.  Albert Guðmundsson.  —  13.  Guðmundur Árni.  —  14,  „... það getur hún.“  15.  Páll Ólafsson.
Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu