1. Hver af þessum evrópsku höfuðborgum er nyrst? Amsterdam, Berlín, London, Moskva, Varsjá.
2. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Búkarest?
3. Hver er talinn höfundur Ódysseifsskviðu?
4. Hvaða dýr eða kvikindi er á fána Veils?
5. Hvað heita þær ferjur sem lengst af hafa siglt um Breiðafjörð?
6. Margrét Indriðadóttir varð fyrir rúmum 50 árum fyrst kvenna á Íslandi og raunar á Norðurlöndunum til að vera ráðin sem ... hvað?
7. Ein af vinsælustu og yngstu söngkonum Íslands um þessar mundir átti egifskan móðurafa sem fluttist hingað 1965. Hver er söngkonan?
8. Hvað hét fyrri eiginkona Napóleons Frakkakeisara?
9. Hún hefur skrifað bækur um margvísleg efni, ekki síst mat. Hún er nú búin að gefa út skáldsögu sem nefnist Valskan. Hvað heitir hún?
10. Hvað hét fyrsta konan sem settist á Alþingi Íslendinga?
11. Zoe Saldaña lék fyrir áratug aðalkvenrulluna í mjög vinsælli kvikmynd og sennilega mun hún á endanum leika í alls 5–6 framhaldsmyndum. Hvað heitir sú myndasería?
12. Fátítt er að ráðherrar á Íslandi þurfi að segja af sér vegna gagnrýni sem þeir verða fyrir. Árið 1987 sagði einn ráðherra þó nauðugur af sér. Hvað hét hann?
13. 1994 sagði annar ráðherra nauðugur af sér en svo gerðist það ekki aftur í háa herrans tíð. Hver sagði af sér 1994?
14. „Lóan er komin að kveða burt snjóinn, / að kveða burt leiðindin ...“ Hvernig er svo framhaldið?
15. Hver orti þetta?
Athugasemdir (3)