Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka en tólf mánaða verðbólga lækkaði lítillega

Mat­ur, drykkja­vara, veit­ing­ar­stað­ir og hús­næð­is­kostn­að­ur eru allt und­ir­lið­ir sem hafa hækk­að mik­ið síð­ast­lið­ið ár og vigta þungt í þeirri stöðu að ár­s­verð­bólga mæl­ist enn 7,9 pró­sent þrátt fyr­ir að stýri­vext­ir Seðla­bank­ans séu 9,25 pró­sent.

Vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka en tólf mánaða verðbólga lækkaði lítillega
Dýrtíð Verðlag hefur hækkað verulega síðustu mánuði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hækkaði um 0,6 prósent í október. Þar munaði mestu um að búseta í eigin húsnæði hækkaði um tvö prósent milli mánaða, verð á matvöru um eitt prósent og verð á tómstundum og menningu hækkaði sömuleiðis um eitt prósent. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu íslands.

Tólf mánaða verðbólga lækkar lítillega, fer úr átta prósent í 7,9 prósent. Áfram sem áður er sá undirliður sem hækkað hefur mest síðastliðið ár matur og drykkjarvara, en hann hefur hækkað um 11,7 prósent. Húsnæðiskostnaður, ásamt hita og rafmagni, hefur hækkað um 9,6 prósent og verð fyrir gistingu á hótelum og að borða á veitingastöðum hefur hækkað um 10,3 prósent. 

Þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir upp í 9,25 prósent, til þess að bremsa af hagkerfið með því að gera alla fjármögnun dýrari, þá hefur verðbólgan ekki lækkað meira en þetta. Hún náði hápunkti í febrúar þegar tólf mánaða verðbólga mældist 10,2 prósent en hefur lægst mælst á þessu ári 7,6 prósent í júlí. 

Met sett í verðtryggðum útlánum

Hækkandi stýrivextir hafa haft mikil áhrif á greiðslubyrði heimila og fyrirtækja og hratt hefur dregið úr lántökum þeirra. Hærri greiðslubyrði heimila, sem hefur í mörgum tilvikum allt að tvöfaldast hjá þeim sem eru með óverðtryggð lán, hefur leitt til þess að sífellt fleiri færa sig úr því lánaformi og yfir í verðtryggð íbúðalán. Þau hafa þann kost að greiðslubyrðin er lægri en þann vankant að verðbætur leggjast á höfuðstól lána í mikilli verðbólgu. 

Á því vaxtahækkunartímabili sem hófst 2021 og stóð óslitið fram að síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans voru raunvextir óverðtryggðra lántakenda lengi vel neikvæðir. Það þýðir að vextirnir sem þeir borguðu voru lægri en verðbólgan. Sömu sögu er að segja að innlánsvöxtum. Vextirnir sem fólk fékk fyrir að geyma peninganna sína í banka voru almennt lægri en verðbólgan og því rýrnaði raunvirði sparnaðarins. 

Á síðustu mánuðum hefur það snúist við og raunvextir eru nú ekki lengur neikvæðir. 

Sú staða, ásamt því að mörg fastvaxtalán á óverðtryggðum vöxtum hafa verið að losna, hefur stóraukið flutning heimila yfir í verðtryggð lán. 

Í síðasta mánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent.  

Mun halda áfram

Búast má við að tilfærslan yfir í verðtryggð lán muni halda áfram næstu ár að óbreyttu. Allt í allt eru um 706 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum með endurskoðunarákvæði. Fram til loka árs 2025 munu 569 milljarðar króna, 80 prósent allra þeirra lána, losna og lántakarnir að óbreyttu færðir úr mjög lágum vöxtum yfir í mjög háa vexti. Vegnir meðalvextir lána sem losna á næsta ári eru 4,5 prósent en lán sem koma til endurskoðunar árið 2025 bera 5,1 prósent vegna meðalvexti. Í dag eru lægstu breytilegu óverðtryggu vextir hjá bönkunum í kringum ellefu prósent. 

Í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að heimili með háa greiðslubyrði séu þegar byrjuð, og eigi væntanlega eftir í miklum mæli, að færa sig yfir í verðtryggð lán þegar til fyrrnefndrar endurskoðunar kemur. Vilji þeir ekki færa sig yfir í slík lán að öllu leyti eða hluta stendur einnig til boða að lengja í lánum, greiða sparnað inn á lán eða semja um að færa hluta af vöxtum á höfuðstól.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
10
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár