Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka en tólf mánaða verðbólga lækkaði lítillega

Mat­ur, drykkja­vara, veit­ing­ar­stað­ir og hús­næð­is­kostn­að­ur eru allt und­ir­lið­ir sem hafa hækk­að mik­ið síð­ast­lið­ið ár og vigta þungt í þeirri stöðu að ár­s­verð­bólga mæl­ist enn 7,9 pró­sent þrátt fyr­ir að stýri­vext­ir Seðla­bank­ans séu 9,25 pró­sent.

Vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka en tólf mánaða verðbólga lækkaði lítillega
Dýrtíð Verðlag hefur hækkað verulega síðustu mánuði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hækkaði um 0,6 prósent í október. Þar munaði mestu um að búseta í eigin húsnæði hækkaði um tvö prósent milli mánaða, verð á matvöru um eitt prósent og verð á tómstundum og menningu hækkaði sömuleiðis um eitt prósent. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu íslands.

Tólf mánaða verðbólga lækkar lítillega, fer úr átta prósent í 7,9 prósent. Áfram sem áður er sá undirliður sem hækkað hefur mest síðastliðið ár matur og drykkjarvara, en hann hefur hækkað um 11,7 prósent. Húsnæðiskostnaður, ásamt hita og rafmagni, hefur hækkað um 9,6 prósent og verð fyrir gistingu á hótelum og að borða á veitingastöðum hefur hækkað um 10,3 prósent. 

Þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir upp í 9,25 prósent, til þess að bremsa af hagkerfið með því að gera alla fjármögnun dýrari, þá hefur verðbólgan ekki lækkað meira en þetta. Hún náði hápunkti í febrúar þegar tólf mánaða verðbólga mældist 10,2 prósent en hefur lægst mælst á þessu ári 7,6 prósent í júlí. 

Met sett í verðtryggðum útlánum

Hækkandi stýrivextir hafa haft mikil áhrif á greiðslubyrði heimila og fyrirtækja og hratt hefur dregið úr lántökum þeirra. Hærri greiðslubyrði heimila, sem hefur í mörgum tilvikum allt að tvöfaldast hjá þeim sem eru með óverðtryggð lán, hefur leitt til þess að sífellt fleiri færa sig úr því lánaformi og yfir í verðtryggð íbúðalán. Þau hafa þann kost að greiðslubyrðin er lægri en þann vankant að verðbætur leggjast á höfuðstól lána í mikilli verðbólgu. 

Á því vaxtahækkunartímabili sem hófst 2021 og stóð óslitið fram að síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans voru raunvextir óverðtryggðra lántakenda lengi vel neikvæðir. Það þýðir að vextirnir sem þeir borguðu voru lægri en verðbólgan. Sömu sögu er að segja að innlánsvöxtum. Vextirnir sem fólk fékk fyrir að geyma peninganna sína í banka voru almennt lægri en verðbólgan og því rýrnaði raunvirði sparnaðarins. 

Á síðustu mánuðum hefur það snúist við og raunvextir eru nú ekki lengur neikvæðir. 

Sú staða, ásamt því að mörg fastvaxtalán á óverðtryggðum vöxtum hafa verið að losna, hefur stóraukið flutning heimila yfir í verðtryggð lán. 

Í síðasta mánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent.  

Mun halda áfram

Búast má við að tilfærslan yfir í verðtryggð lán muni halda áfram næstu ár að óbreyttu. Allt í allt eru um 706 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum með endurskoðunarákvæði. Fram til loka árs 2025 munu 569 milljarðar króna, 80 prósent allra þeirra lána, losna og lántakarnir að óbreyttu færðir úr mjög lágum vöxtum yfir í mjög háa vexti. Vegnir meðalvextir lána sem losna á næsta ári eru 4,5 prósent en lán sem koma til endurskoðunar árið 2025 bera 5,1 prósent vegna meðalvexti. Í dag eru lægstu breytilegu óverðtryggu vextir hjá bönkunum í kringum ellefu prósent. 

Í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að heimili með háa greiðslubyrði séu þegar byrjuð, og eigi væntanlega eftir í miklum mæli, að færa sig yfir í verðtryggð lán þegar til fyrrnefndrar endurskoðunar kemur. Vilji þeir ekki færa sig yfir í slík lán að öllu leyti eða hluta stendur einnig til boða að lengja í lánum, greiða sparnað inn á lán eða semja um að færa hluta af vöxtum á höfuðstól.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár