Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Raunir hins móralska meðalmanns

Men fjall­ar meist­ara­lega um með­al­mennsku og þá „sýnd­ar­mennsku sem límdi sam­an póli­tík, pen­inga og list­sköp­un í þessu þjóð­fé­lagi“, eins og það er orð­að í bók­inni.

Bók

Men

Vorkvöld í Reykjavík
Höfundur Sigrún Pálsdóttir
Forlagið
145 blaðsíður
Niðurstaða:

Men er feikilega fyndin og vel stíluð bók um íslenska spillingu og hvernig íslenski meðalmaðurinn fótar sig, misstígur sig og rís aftur upp innan hennar. Knappt formið lætur mann stundum óska eftir meiru en maður fær.

Gefðu umsögn

Undir lokin á kvikmyndinni Amadeus (1984) fyllist aldraða tónskáldið Salieri andagift eftir að hafa játað syndir sínar, morðið á sjálfum Mozart, fyrir presti. „Ég mun tala fyrir þína hönd, faðir“, segir hann prestinum eftir játninguna: „Ég tala fyrir alla meðalmenn heimsins. Ég er þeirra talsmaður og verndardýrlingur.“ Meðan hann er færður í gegnum geðveikrahælið sem hann er vistaður á lyftir hann tveimur fingrum á loft og hrópar til sjúklinganna: „Meðalmenni hvaðanæva að! Ég veiti ykkur aflausn! Ég veiti ykkur aflausn!“

Salieri var auðvitað aðeins meðalmenni að hæfileikum ef miðað var við sjálfan Mozart og þar deilir hann hlutskipti með okkur öllum. Lausn Salieris var að stuðla að dauða keppinautar síns, nokkuð sem gerði hann að allt öðru en meðalmanni, sérstaklega á hinu siðferðislega sviði. En það er ekki öllum gefið að fá svo auðvelda lausn á meðalmennsku sinni. Hvað ef það er enginn Mozart sem skyggir á mann heldur eitthvað miklu óræðara, einhver ímynd sem maður hefur af sjálfum sér, sem maður veit ekki hvaðan kom en alltaf gerir mann að ómerkingi í samanburði?

Rétt eins og Amadeus fjallar Men eftir Sigrúnu Pálsdóttur um meðalmann í heimi klassískrar tónlistar, uppgjafarflautuleikarann Baldvin, og ferðalag hans í gegnum heim annarra meðalmanna sem engu að síður hafa eignast auð og völd langt handan við það sem ekki bara þau sjálf, heldur nokkur manneskja á skilið. Baldvin hefur í upphafi bókar lagt flautuna á hilluna í bili og tekið að sér starf sem hann ætti, lífsskoðana sinna vegna, ekki að líta við: Menningarblaðamaður á eina eftirlifandi dagblaði Íslands sem er í eigu gjörspilltra peningaafla sem Baldvin hefur ímugust á. En Baldvin á von á barni og þarf að greiða leigu, og þarf ekki menningin einhvers staðar að vera, jafnvel þótt henni sé haldið uppi af djúpum vösum ættgengrar spillingar sem nær bæði inn í viðskiptalíf og stjórnmál og raunar þurrkar mörkin á milli þeirra út? Baldvin sannfærir sig nokkuð auðveldlega um að svo sé og er það aðeins eitt dæmið af mörgum um gráglettnar, vafasamar siðferðislegar málamiðlanir í bókinni.

Dag einn fær blaðamaðurinn Baldvin það verkefni að taka hátíðarviðtal við konu sem er sjaldnast kölluð annað en Men, sem er skammstöfun á nafni hennar. Talið er að Men eigi dagblaðið gjörspillta á bak við tjöldin en hefur lítið látið til sín fréttast síðan árið 2003, þegar hún, sem utanríkisráðherra ákveðins ónefnds stjórnmálaflokks, kom Íslandi á lista hinna „viljugu þjóða“ sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak. Skemmst er frá því að segja að viðtalið fer ekki eins og það átti að gera og í því miðju ratar (eða hrapar) Baldvin alveg óvart ofan í sjálft hjarta íslenskrar spillingar. Sú spilling er auðvitað einstök: svo hjákátleg, svo grátleg, svo barnaleg, svo misheppnuð, svo full af innistæðulausum þótta.

Men fjallar þannig meistaralega um „þá sýndarmennsku sem límdi saman pólitík, peninga og listsköpun í þessu þjóðfélagi“, eins og það er orðað í bókinni, en algjörlega án þess að predika eða rausa. Eins og lesendur fyrri bóka Sigrúnar kannast við er stíllinn knappur og beinn. Höfundur tekur sér enga yfirburðastöðu yfir umfjöllunarefni sínu heldur gefur í skyn að listsköpun á þessu landi geti vart losað sig úr þeim samfélagslega vef sem henni er búin, sérstaklega ekki fyrir „móralska meðalmenn“ eins og Baldvin (og við erum jú flest eins og Baldvin). 

Lesendur fyrri bóka Sigrúnar munu kannast við ýmislegt í Men, til dæmis skelfileg skakkaföll sem henda karakterana upp úr engu; tilviljunin leikur líklega stærra hlutverk í bókum Sigrúnar en flestra annarra íslenskra höfunda. Þó sker Men sig úr höfundarverkinu að því leyti að hún er drepfyndin. Þannig endurspeglar hún ágætlega þetta blessaða land okkar þar sem menn komast til metorða og í álnir í gegnum aulahrollsvaldandi blöndu af meðvirkni, frændhygli og hendingu. Það sem sameinar okkur er meðalmennskan, stundum yfirskyggð af sannfæringu um eigin yfirburði. Hver ætti að veita okkur aflausn? Salieri myndi fórna höndum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár