Frá byrjun árs 2023 og út septembermánuð tóku heimili landsins verðtryggð íbúðalán hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, fyrir samtals 100 milljarða króna umfram það sem þau greiddu slík lán niður. Það er næstum því þreföld sú upphæð sem bankar landsins lánuðu verðtryggt allt árið í fyrra.
Í síðasta mánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent.
Þetta kemur fram í nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands um íslenska bankakerfið.
Umfang verðtryggðra lána aldrei meira
Á sama tíma og heimilin flýja á methraða í verðtryggð lán eru þau að greiða upp óverðtryggð íbúðalán á áður óþekktum hraða. Alls hafa þau greitt slík niður um 59,2 milljarða króna frá áramótum, og …
Athugasemdir