Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Heimilin hafa tekið verðtryggð lán upp á 100 milljarða frá áramótum

Enn eitt met­ið var sett í töku verð­tryggðra lána í síð­asta mán­uði. Heim­il­in eru að flýja óverð­tryggðu íbúðalán­in í stærri stíl en nokkru sinni áð­ur, þar sem greiðslu­byrði þeirra hef­ur í mörg­um til­vik­um tvö­fald­ast.

Heimilin hafa tekið verðtryggð lán upp á 100 milljarða frá áramótum
Íbúðaverð gæti hækkað Seðlabankanum hefur tekist vel til við að kæla íbúðamarkaðinn og verð hefur verið að lækka. Miklar vaxtahækkanir hafa hins vegar líka gert það að verkum að mikill samdráttur hefur orðið á fjölda nýrra framkvæmda. Það gæti búið til stöðu þar sem eftirspurn verður mun meiri en framboð á næsta ári og stuðlað að verðhækkunum að nýju. Mynd: Shutterstock

Frá byrjun árs 2023 og út septembermánuð tóku heimili landsins verðtryggð íbúðalán hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, fyrir samtals 100 milljarða króna umfram það sem þau greiddu slík lán niður. Það er næstum því þreföld sú upphæð sem bankar landsins lánuðu verðtryggt allt árið í fyrra.

Í síðasta mánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent.  

Þetta kemur fram í nýbirtum hagtölum Seðlabanka Íslands um íslenska bankakerfið.  

Umfang verðtryggðra lána aldrei meira

Á sama tíma og heimilin flýja á methraða í verðtryggð lán eru þau að greiða upp óverðtryggð íbúðalán á áður óþekktum hraða. Alls hafa þau greitt slík niður um 59,2 milljarða króna frá áramótum, og …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár