Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísfélagið dæmt til að greiða svikin laun vegna Namibíuverkefnis

Ís­fé­lag­ið hf. í Vest­manna­eyj­um var á dög­un­um dæmt til að greiða Þor­geiri Páls­syni, nú­ver­andi sveit­ar­stjóra Stranda­byggð­ar, tæp­lega þrjár millj­ón­ir króna í van­greidd laun. Ís­fé­lag­ið sagt hafa svik­ið sam­komu­lag við Þor­geir sem fært hafði fyr­ir­tæk­inu við­skipta­tæki­færi í hrossamakrílsút­gerð í Namib­íu ár­ið 2017.

Ísfélagið dæmt til að greiða svikin laun vegna Namibíuverkefnis
2-0 gegn Ísfélaginu Þorgeir Pálsson hefur nú í tvígang haft sigur gegn Ísfélaginu hf fyrir dómi. Krafan sem hann fékk viðurkennda og dæmda, er þó ekki nema bort af þeim kostnaði sem Ísfélagið heufr sjálft lagt í málaferlin. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Ég er gríðarlega sáttur en fyrst og fremst feginn að þessu sé loksins að ljúka,“ sagði Þorgeir Pálsson í samtali við Heimildina eftir að ljóst var að Landsréttur hafði staðfest dóm héraðsdóms um að Ísfélagið í Vestmannaeyjum skyldi greiða honum 3 milljónir króna í vangoldin laun.

Málið snýst um viðskiptatækifæri sem Þorgeir hafði milligöngu um að kynna fyrir forsvarsmönnum Ísfélagisns árið 2017. Tilboð um aðgang að verðmætum kvóta í Namibíu sem Ísfélagið gæti nýtt sér. Þorgeir, sem hafði starfað í Namibíu á vegum utanríkisráðuneytisins og síðar verið fenginn til að vinna rekstraráætlun fyrir hugsanlegt samstarf Samherja og ríkisútgerðarinnar namibísku, hafði komist í kynni við athafnamenn í Namibíu sem höfðu yfir að ráða hrossamakrílskvóta. Tilboð sem Þorgeir kynnti fyrir stórútgerðinni í Vestmannaeyjum sem samþykkti að kanna málið frekar og handsalaði um það samning við Þorgeir. Þegar kom til þess að fara utan til Namibíu, fékk Þorgeir hins vegar skyndilega meldingu frá …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Ég veit ekkert hversu rétt mál Helgi Seljan fer með í þessari grein, sem farið hefur í efnisflokkinn "Fréttir" hjá Heimildinni. En veit þó að þessi setning hlýtur að vera röng:

    "Þorgeir var vegna þessara starfa sinna kallaður til sem vitni í rannsókn Héraðssaksóknara á mútubrotum 9 núverandi og fyrrverandi Samherjamanna hér á landi." því að þarna hlýtur að vera um meint mútubrot að ræða, þar sem engir dómar hafa fallið enn.

    Ég minni á að ég komst á blað hjá Stundinni sálugu, öðrum af 2 undanförnum Heimildarinnar, fyrir nærri 3 árum vegna þess að ég véfengdi þá að rétt væri að Helgi Seljan dæmdi í málum og taldi réttara að dómstólar sæju um það. Og fékk læk á þá rökleiðslu mína frá gömlum skólabróður (ég skil enn ekki hvernig nokkrum getur mislíkað að dómarar dæmi í málum, frekar en fréttamenn). Eftir þetta hefur lítið gerst í mínu lífi sem blaðamenn Heimildarinnar eða undanfara hennar hafa talið til tíðinda. Helst kannski talið fréttaefni að nafn mitt hafi borið á góma í einkaskilaboðum milli tveggja Norðlendinga, sem einhvern veginn römbuðu í fréttir hjá Stundinni.

    En varðandi þessa grein Helga sem hér er kommentað á: án þess að ég ætli að álykta neitt meira um áreiðanleika bloggs Páls Vilhjálmssonar en um skrif Helga, þá kann að vera að nýjasta blogg Páls varpi frekara ljósi á greinHelga. Hér er hlekkur á nýjasta bloggið: https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2295773/
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Sæskimsli er retta orðið yfir þetta hyski e.t.v. getur Kristjan i Hval gert ut a
    þessi skrimsli og geymt i frystigamum og hætt þessu hvala busli sem er bara hans "hobby".
    Það er illmögulegt að eiga við þessi skrimsli eg vil oska Þorgeiri til hamingju.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sjávarútvegurinn með sægreifa í broddi fylkingar ber öll merki ógnarstjórnar, þ.e. mafíustarfsemi.

    "Málareksturinn tafðist von úr viti, enda tók það dómara í héraði heilar 23 tilraunir að finna sérhæfðan matsmann til að meta meint tjón Þorgeirs. Það er að sögn kunnugra fáheyrt að svo illa gangi að fá einhvern til slíkra verka. Þorgeir lýsti því í viðtali fyrir rúmu ári að ástæðan sem álitlegir matsmenn hafi gefið hafi verið sú að þeir vildu ekki styggja stórfyrirtækið Ísfélagið. "
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár