Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf

Brjósta­gjöf hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um síð­ustu ár og með út­gáfu sér­stakr­ar hand­bók­ar vilja höf­und­arn­ir, sem all­ar eru ljós­mæð­ur, vald­efla kon­ur í brjósta­gjöf.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf
Ljósmæður Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Hildur Ármannsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir vilja valdefla konur með fræðslu um brjóstagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ljósmæður undirbúa útgáfu handbókar um brjóstagjöf. Þær safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund þar sem allar bókaútgáfurnar sem þær leituðu til neituðu. „Þeim fannst þetta algjörlega óþarfi,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, sem stendur að útgáfu bókarinnar ásamt Hallfríði Kristínu Jónsdóttur, Ingibjörgu Eiríksdóttur, Hildi Ármannsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að búa að áratuga reynslu þegar kemur að brjóstagjafaráðgjöf og hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að skrifa bók. 

Sár á geirvörtum ekki eðlileg

„Við finnum að okkur langar að valdefla konur af því að þær fá misvísandi skilaboð. Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt. Sem dæmi má nefna sár á geirvörtum, það er fullt af fólki sem segir að það sé eðlilegt, sem er ekki rétt. Þær eiga að geta leitað sér hjálpar ef þær ná ekki tökum á þessu sjálfar,“ segir Hulda Lína. 

„Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt“

Bókin er hugsuð fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Bókin miðar að því að útskýra ferli brjóstagjafar og leiða foreldra í gegnum hvert tímabil í brjóstagjöfinni ásamt þeim helstu áskorunum sem foreldrar mæta. „Hún er á mannamáli en ætti líka að gagnast fagfólki sem vill styrkja sína þekkingu,“ segir Hulda Lína. 

Árlega fæðast um fimm þúsund börn á Íslandi og er tíðni brjóstagjafar ekki há, miðað við Norðurlöndin. „Það er margt í brjóstagjöf sem hefur breyst á síðustu 20 árum af því sem við erum að kenna, segja og gera. Við finnum svolítið fyrir því að við þurfum að koma þessari þekkingu áleiðis, það er ekki allt eins og það var fyrir 30 árum eða 50 árum. Það eru ekki allar ráðleggingar eins. Við erum búnar að vinna lengi sem brjóstagjafaráðgjafar og langar að miðla okkar þekkingu,“ segir Hulda Lína.

Þá segir hún skipta máli að miðla þekkingunni þar sem við lifum í samfélagi þar sem finna má misvísandi upplýsingar og ráð víða. „Þess vegna ákváðum við að setjast niður og skrifa þessa bók.“ 

Heita má á útgáfu bókarinnar á Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 11. nóvember.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár