Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óttar Pálsson hafnar sökum sem á hann er bornar og segir þær meiðandi

Lög­mað­ur sem hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ýms­um vef­miðl­um síð­ustu daga vegna ætl­aðs of­beld­is­brots seg­ir að lýs­ing­ar þeirra af at­vik­inu séu „að veru­legu leyti ósann­ar“ og til þess falln­ar að valda „sárs­auka þeirra sem síst skyldi“.

Óttar Pálsson hafnar sökum sem á hann er bornar og segir þær meiðandi
Lögmaður Óttar Pálsson er lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsstofu. Mynd: LOGOS

Óttar Pálsson, lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar LOGOS, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar ýmissa vefmiðla síðustu daga af ætlaðri líkamsárás sem nafn hans hefur verið tengt við. Í yfirlýsingunni segir Óttar að lýsingar af umræddu atviki „sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“

Hann segist ekki ætla að tjá mig frekar um málið að sinni.

Sú umfjöllun sem Óttar vísar í hófst með frétt sem vefurinn Mannlíf birti á föstudag. Í þeirri umfjöllun var enginn nafngreindur en því haldið fram að samkvæmt heimildum Mannlífs hefði þekktur hæstaréttarlögmaður gengið í skrokk á öðrum manni í vitna viðurvist með þeim afleiðingum að hann hefði nefbrotnað og rifbein brákast. Þar var því einnig haldið fram að kæra væri yfirvofandi í málinu. 

Aðrir miðlar: Vísir, DV og mbl.is, tóku málið upp á sömu forsendum, án þess að nafngreina hlutaðeigandi en með því að vísa í að maðurinn sem grunaður væri um ofbeldi væri meðeigandi einnar stærstu lögmannsstofu landsins og ætti sæti í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Bæði Vísir og mbl.is birtu fréttir um skilnað Óttars við eiginkonu sína um liðna helgi án þess að setja í beint samband við annan fréttaflutning miðlanna af ætluðu ofbeldisbroti. 

Mannlíf nafngreindi Óttar svo í morgun og sagði hann vera manninn sem væri borinn þeim sökum að hafa ráðist á annan mann í verslun þess síðarnefnda í miðborg Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. DV fylgdi í kjölfarið og birti frétt þar sem Óttar var nafngreindur, en vísað í frétt Mannlífs því til stuðnings. Vísir birti einnig frétt síðdegis þar sem greint var nánar frá því hvernig þeir tveir menn sem snerta atburðarásina beint sjá hana, án þess að nafngreina þá. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár