Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Óttar Pálsson hafnar sökum sem á hann er bornar og segir þær meiðandi

Lög­mað­ur sem hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ýms­um vef­miðl­um síð­ustu daga vegna ætl­aðs of­beld­is­brots seg­ir að lýs­ing­ar þeirra af at­vik­inu séu „að veru­legu leyti ósann­ar“ og til þess falln­ar að valda „sárs­auka þeirra sem síst skyldi“.

Óttar Pálsson hafnar sökum sem á hann er bornar og segir þær meiðandi
Lögmaður Óttar Pálsson er lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsstofu. Mynd: LOGOS

Óttar Pálsson, lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar LOGOS, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar ýmissa vefmiðla síðustu daga af ætlaðri líkamsárás sem nafn hans hefur verið tengt við. Í yfirlýsingunni segir Óttar að lýsingar af umræddu atviki „sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“

Hann segist ekki ætla að tjá mig frekar um málið að sinni.

Sú umfjöllun sem Óttar vísar í hófst með frétt sem vefurinn Mannlíf birti á föstudag. Í þeirri umfjöllun var enginn nafngreindur en því haldið fram að samkvæmt heimildum Mannlífs hefði þekktur hæstaréttarlögmaður gengið í skrokk á öðrum manni í vitna viðurvist með þeim afleiðingum að hann hefði nefbrotnað og rifbein brákast. Þar var því einnig haldið fram að kæra væri yfirvofandi í málinu. 

Aðrir miðlar: Vísir, DV og mbl.is, tóku málið upp á sömu forsendum, án þess að nafngreina hlutaðeigandi en með því að vísa í að maðurinn sem grunaður væri um ofbeldi væri meðeigandi einnar stærstu lögmannsstofu landsins og ætti sæti í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Bæði Vísir og mbl.is birtu fréttir um skilnað Óttars við eiginkonu sína um liðna helgi án þess að setja í beint samband við annan fréttaflutning miðlanna af ætluðu ofbeldisbroti. 

Mannlíf nafngreindi Óttar svo í morgun og sagði hann vera manninn sem væri borinn þeim sökum að hafa ráðist á annan mann í verslun þess síðarnefnda í miðborg Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. DV fylgdi í kjölfarið og birti frétt þar sem Óttar var nafngreindur, en vísað í frétt Mannlífs því til stuðnings. Vísir birti einnig frétt síðdegis þar sem greint var nánar frá því hvernig þeir tveir menn sem snerta atburðarásina beint sjá hana, án þess að nafngreina þá. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
6
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.
Konur deyja úr kynferðisofbeldi
9
Fréttir

Kon­ur deyja úr kyn­ferð­isof­beldi

Töl­fræð­in um al­gengi kyn­bund­is of­beld­is á Ís­landi er sú sama og í öðr­um vest­ræn­um lönd­um. Tíðni kven­morða er sú sama og í mörg­un öðr­um vest­ræn­um lönd­um sem Ís­lend­ing­ar eiga að standa fram­ar þeg­ar það kem­ur að jafn­rétti. Þetta kom fram í er­indi Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur, stjórn­ar­konu Öfga, á kerta­vöku til minn­ing­ar um kon­ur sem hafa lát­ið líf­ið vegna kyn­ferð­isof­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
3
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár