Starfsmenn Samherja brutu lög þegar þeir fóru inn á Dropbox-reikning Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara í Namibíumáli Samherja, og skoðuðu þar gögn. Eftir það var fyrirtækið þó í rétti til að afhenda lögreglu afrit af gögnunum, sem hluti af málsvörn sinni í umfangsmikilli múturannsókn sem þá var hafin á fyrirtækinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar vegna kvörtunar sem Jóhannes lagði fram fyrir tveimur árum.
Í niðurstöðu Persónuverndar, sem Heimildin hefur afrit af en er enn óbirt á vef stofnunarinnar, kemur fram að Samherji hafi látið loka aðgengi að vinnupósthólfi Jóhannesar sem og Dropbox-reikningi sem hafði verið stofnaður í tengslum við netfangið sex mánuðum áður en formleg starfslok hans fyrir Samherja hafi átt sér stað.
Er það niðurstaða eftirlitsins að strax þá hafi Samherji átt að bjóða Jóhannesi að yfirfara öll gögn og taka afrit af og eyða persónulegum upplýsingum. Það var hins …
Athugasemdir (1)