Útgerðarmaður á Snæfellsnesi vill sjókvíaeldið úr SFS: „Þetta er ófyrirgefanlegt“

Ólaf­ur Rögn­valds­son, út­gerð­ar­mað­ur hjá Hrað­frysti­húsi Hell­is­sands, hef­ur skipt um skoð­un á sjókvía­eldi á laxi eft­ir slysaslepp­ing­una hjá Arctic Fish í Pat­reks­firði. Hann er einn af þeim út­gerð­ar­mönn­um sem er ósátt­ur við að sjókvía­eld­is­fyr­ir­tæk­in sé und­ir sama hatti og SFS:

Útgerðarmaður á Snæfellsnesi vill sjókvíaeldið úr SFS: „Þetta er ófyrirgefanlegt“
Segir slysasleppinguna ófyrirgefanlega Ólafur Rögnvaldsson, útgerðarmaður og einn af eigendum Hraðfrystihúss Hellissands, vill sjóakvíaeldisfyrirtækin út úr SFS. Ástæðan er slysasleppingin hjá Arctic Fish í Patreksfirði fyrr í sumar.

Ólafur Rögnvaldsson, útgerðarmaður og einn af eigendum Hraðfrystihúss Hellissands, segir að slysasleppingin hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í sumar  hafi leitt til þess að hann sé orðinn mótfallinn greininni. Hraðfrystihúsið er í 18. sæti yfir stærstu útgerðir landsins miðað við kvóta.

„Ég hef verið mjög hlynntur sjókvíaeldi út af byggðarlegu sjónarmiði en þessir atburðir þarna fyrir vestan hafa deyft það algjörlega niður. Því miður hefur mér snúist algjörlega hugur. Ég er búinn að lifa og hrærast í sjávarútvegi alla tíð og ef við gerum einhver mistök þá er okkur hegnt fyrir einn, tveir og bingó. Þarna virðist þetta hafa verið algjörlega eftirlitslaust. Þarna var opin kví í þrjá mánuði. Þetta er ófyrirgefanlegt, algjörlega,“ segir Ólafur í samtali við Heimildina. 

„Ég er algjörlega á móti því að þetta sé undir hatti SFS, algjörlega á móti því.“
Ólafur Rögnvaldsson,
útgerðarmaður …
Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ég vil ekki gera lítið úr þessu en núna allt í einu, þegar þúsundir laxa sleppa og ógna íslenska laxinum, verður andstaða gegn sjókvíaeldi.
    Eins og fólk kæri sig kollótt (eða hafi gert hingað til) um öll hin umhverfisspjöll sem fylgja sjóeldi: gríðarleg lyfjanotkun, koparhúðun (eitur!) neta, mengun af völdum úrgangs laxsins, plastagnir sem skolast í sjóinn þegar fóðrið er blásið í gegn um plaströr.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu