Ólafur Rögnvaldsson, útgerðarmaður og einn af eigendum Hraðfrystihúss Hellissands, segir að slysasleppingin hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish í sumar hafi leitt til þess að hann sé orðinn mótfallinn greininni. Hraðfrystihúsið er í 18. sæti yfir stærstu útgerðir landsins miðað við kvóta.
„Ég hef verið mjög hlynntur sjókvíaeldi út af byggðarlegu sjónarmiði en þessir atburðir þarna fyrir vestan hafa deyft það algjörlega niður. Því miður hefur mér snúist algjörlega hugur. Ég er búinn að lifa og hrærast í sjávarútvegi alla tíð og ef við gerum einhver mistök þá er okkur hegnt fyrir einn, tveir og bingó. Þarna virðist þetta hafa verið algjörlega eftirlitslaust. Þarna var opin kví í þrjá mánuði. Þetta er ófyrirgefanlegt, algjörlega,“ segir Ólafur í samtali við Heimildina.
„Ég er algjörlega á móti því að þetta sé undir hatti SFS, algjörlega á móti því.“
Eins og fólk kæri sig kollótt (eða hafi gert hingað til) um öll hin umhverfisspjöll sem fylgja sjóeldi: gríðarleg lyfjanotkun, koparhúðun (eitur!) neta, mengun af völdum úrgangs laxsins, plastagnir sem skolast í sjóinn þegar fóðrið er blásið í gegn um plaströr.