Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlegð smásölurisans Haga jókst um 1,5 milljarða króna milli ára

Stærsta smá­sölu­sam­stæða lands­ins hagn­að­ist um 2,1 millj­arða króna frá byrj­un júní og út ág­úst­mán­uð. Fram­legð fé­lags­ins, sem rek­ur með­al ann­ars Bónusversl­an­irn­ar, jókst um 18,1 pró­sent í krön­um tal­ið milli ára.

Framlegð smásölurisans Haga jókst um 1,5 milljarða króna milli ára
Krúnudjásnið Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem eru alls 32 talsins víðsvegar um landið. Bónus hefur innleitt ýmsar tæknilausnir í starfsemi sína á síðustu árum sem gera viðskiptavinum kleift að afgreiða sig sjálfir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Smásölurisinn Hagar hagnaðist um 2,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi uppgjörstímabils síns í ár, sem stóð frá 1. júní til 31. ágúst. Það er umtalsvert meiri hagnaður en varð hjá félaginu á sama tímabili í fyrra, þegar hann nam um 2,1 milljarði króna. Í fyrrasumar var hins vegar bókfærður umtalsverður hagnaður vegna áhrifa viðskipta með fasteignaþróunarfélagið Klasa og í nýbirtum árshlutareikningi félagsins kom fram að hagnaður vegna þeirra viðskipta hafi verið 966 milljónir króna. 

Framlegð Haga – tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði – á umræddu tímabili í ár var enda 9,9 milljarðar króna en hafði verið tæplega 8,4 milljarðar króna í fyrra. Framlegð félagsins, sem selur að uppistöðu vörur og þjónustu til viðskiptavina á íslenskum neytendamörkuðum, yfir sumarmánuðina jókst því um 1,5 milljarð króna milli ára. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að framlegð í krónum talið hafi aukist um 18,1 prósent milli ára. Þar segir enn fremur að hækkun á framlegð megi „að mestu rekja til viðskipta stórnotenda hjá Olís en framlegðarhlutfall í dagvöru stendur í stað.“

Markaðsvirði Haga var um 75 milljarðar króna við lok viðskipta í dag og bréf í félaginu hafa hækkað um fimm prósent síðastliðinn mánuð. Markaðsvirðið er þó 6,5 prósent lægra en það var fyrir ári síðan. 

Halda kostnaði í skefjum en selja fyrir meira

Hagar er afar umsvifamikil samstæða sem rekur 39 matvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 45 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. 

Í tilkynningunni er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að sterkur tekjuvöxtur í hafi verið í verslunum og vöruhúsum, en þar undir falla meðal annars  verslanir Bónus og Hagkaups, Eldum rétt, Aðföng og Bananar. „Tekjur jukust um tæplega 17 prósent á milli fjórðunga, en eins og áður má að hluta rekja þessa aukningu til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni undanfarin ár og sérstaklega síðustu 12 mánuði.“

ForstjórinnFinnur Oddsson stýrir Hagasamstæðunni.

Tekjuaukningin er töluvert umfram verðbólgu, sem mældist átta prósent um þessar mundir og jókst lítillega í síðasta mánuði, sem var sá fyrsti eftir að uppgjörstímabili Haga lauk. 

Hagar hafa innleitt ýmsar tæknilausnir í smásölu sína undanfarin misseri sem hafa dregið úr rekstrarkostnaði. Kostnaðarverð seldra vara jókst um einungis 1,1 prósent milli ára á meðan að vörusala skilaði 4,4 prósent meira í kassann á nýliðnu sumri en sumarið 2022. 

Má þar nefna þróun netverslana fyrir Hagkaup, Stórkaup og fleiri og þróun Gripið & Greitt fyrir Bónus, sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn gengur sjálfur í störf sem afgreiðslufólk sinnti áður. Finnur segir í tilkynningunni að þessi þróun hafi „myndað mikilvægan grunn að tækniumhverfi sem mun nýtast til að efla þjónustu rekstrareininga Haga við viðskiptavini enn frekar og horfum við þar til fjölda nýrra og spennandi tækifæra.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár