Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Framlegð smásölurisans Haga jókst um 1,5 milljarða króna milli ára

Stærsta smá­sölu­sam­stæða lands­ins hagn­að­ist um 2,1 millj­arða króna frá byrj­un júní og út ág­úst­mán­uð. Fram­legð fé­lags­ins, sem rek­ur með­al ann­ars Bónusversl­an­irn­ar, jókst um 18,1 pró­sent í krön­um tal­ið milli ára.

Framlegð smásölurisans Haga jókst um 1,5 milljarða króna milli ára
Krúnudjásnið Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem eru alls 32 talsins víðsvegar um landið. Bónus hefur innleitt ýmsar tæknilausnir í starfsemi sína á síðustu árum sem gera viðskiptavinum kleift að afgreiða sig sjálfir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Smásölurisinn Hagar hagnaðist um 2,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi uppgjörstímabils síns í ár, sem stóð frá 1. júní til 31. ágúst. Það er umtalsvert meiri hagnaður en varð hjá félaginu á sama tímabili í fyrra, þegar hann nam um 2,1 milljarði króna. Í fyrrasumar var hins vegar bókfærður umtalsverður hagnaður vegna áhrifa viðskipta með fasteignaþróunarfélagið Klasa og í nýbirtum árshlutareikningi félagsins kom fram að hagnaður vegna þeirra viðskipta hafi verið 966 milljónir króna. 

Framlegð Haga – tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði – á umræddu tímabili í ár var enda 9,9 milljarðar króna en hafði verið tæplega 8,4 milljarðar króna í fyrra. Framlegð félagsins, sem selur að uppistöðu vörur og þjónustu til viðskiptavina á íslenskum neytendamörkuðum, yfir sumarmánuðina jókst því um 1,5 milljarð króna milli ára. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að framlegð í krónum talið hafi aukist um 18,1 prósent milli ára. Þar segir enn fremur að hækkun á framlegð megi „að mestu rekja til viðskipta stórnotenda hjá Olís en framlegðarhlutfall í dagvöru stendur í stað.“

Markaðsvirði Haga var um 75 milljarðar króna við lok viðskipta í dag og bréf í félaginu hafa hækkað um fimm prósent síðastliðinn mánuð. Markaðsvirðið er þó 6,5 prósent lægra en það var fyrir ári síðan. 

Halda kostnaði í skefjum en selja fyrir meira

Hagar er afar umsvifamikil samstæða sem rekur 39 matvöruverslanir, 22 Olís þjónustustöðvar, 45 ÓB-stöðvar, tvö vöruhús, eina framleiðslustöð, eina netverslun með matarpakka, eina birgðaverslun og eina sérvöruverslun. 

Í tilkynningunni er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að sterkur tekjuvöxtur í hafi verið í verslunum og vöruhúsum, en þar undir falla meðal annars  verslanir Bónus og Hagkaups, Eldum rétt, Aðföng og Bananar. „Tekjur jukust um tæplega 17 prósent á milli fjórðunga, en eins og áður má að hluta rekja þessa aukningu til verðbólgu, hækkandi verðs aðfanga frá heildsölum og framleiðendum sem hefur verið viðvarandi viðfangsefni undanfarin ár og sérstaklega síðustu 12 mánuði.“

ForstjórinnFinnur Oddsson stýrir Hagasamstæðunni.

Tekjuaukningin er töluvert umfram verðbólgu, sem mældist átta prósent um þessar mundir og jókst lítillega í síðasta mánuði, sem var sá fyrsti eftir að uppgjörstímabili Haga lauk. 

Hagar hafa innleitt ýmsar tæknilausnir í smásölu sína undanfarin misseri sem hafa dregið úr rekstrarkostnaði. Kostnaðarverð seldra vara jókst um einungis 1,1 prósent milli ára á meðan að vörusala skilaði 4,4 prósent meira í kassann á nýliðnu sumri en sumarið 2022. 

Má þar nefna þróun netverslana fyrir Hagkaup, Stórkaup og fleiri og þróun Gripið & Greitt fyrir Bónus, sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn gengur sjálfur í störf sem afgreiðslufólk sinnti áður. Finnur segir í tilkynningunni að þessi þróun hafi „myndað mikilvægan grunn að tækniumhverfi sem mun nýtast til að efla þjónustu rekstrareininga Haga við viðskiptavini enn frekar og horfum við þar til fjölda nýrra og spennandi tækifæra.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
6
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.
Konur deyja úr kynferðisofbeldi
9
Fréttir

Kon­ur deyja úr kyn­ferð­isof­beldi

Töl­fræð­in um al­gengi kyn­bund­is of­beld­is á Ís­landi er sú sama og í öðr­um vest­ræn­um lönd­um. Tíðni kven­morða er sú sama og í mörg­un öðr­um vest­ræn­um lönd­um sem Ís­lend­ing­ar eiga að standa fram­ar þeg­ar það kem­ur að jafn­rétti. Þetta kom fram í er­indi Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur, stjórn­ar­konu Öfga, á kerta­vöku til minn­ing­ar um kon­ur sem hafa lát­ið líf­ið vegna kyn­ferð­isof­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
3
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár